Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 80
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR48 HANDBOLTI Alfreð Gíslason, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hefur komist að samkomulagi við Gummersbach um að hann taki við þýska úrvalsdeildarfélaginu strax í sumar en hann átti upprunalega ekki að taka við liðinu fyrr en sum- arið 2007. Gummersbach mun ekki standa í vegi fyrir því að hann geti sinnt skyldum sínum sem lands- liðsþjálfari en það var forsenda fyrir því að samningar tækjust. Forráðamenn Gummersbach eiga nú í viðræðum við Velimir Klajic, núverandi þjálfara liðsins, um starfslokasamning en hann á eðli- lega eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Málið er unnið í fullri sátt við HSÍ sem fylgist grannt með gangi mála. „Við erum meðvitaðir um stöð- una á þessu máli og það er alveg ljóst að við munum ekki standa í vegi fyrir því að Alfreð taki við lið- inu svo framarlega sem hagsmun- um HSÍ sé borgið. Ef störf hans fyrir okkur og Gummersbach rek- ast ekki saman þá leggjum við blessun okkar yfir þetta,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, en um leið og gengið hefur verið frá starfslokasamn- ingi við Klajic verður hægt að semja við Alfreð og HSÍ. „Ég er mjög sáttur við að það hafi tekist að leysa málið farsæl- lega og í sátt við HSÍ. Landsliðið hefur alltaf forgang hjá mér og þessi niðurstaða hefur engin áhrif á störf mín með landsliðið og ég verð við stjórnvölinn á HM í jan- úar í næsta mánuði,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær en hann er kominn aftur til Þýskalands. Alfreð var í stöðugum viðræðum við HSÍ og Gummersbach um framhaldið eftir að ljóst varð að Ísland kæmist á HM. Alfreð mun geta sinnt landsliðs- þjálfarastarfinu vel ytra þar sem flestir leikmanna landsliðsins leika með liðum í þýsku úrvalsdeild- inni. „Ég nenni ekki að vökva garð- inn í heilt ár í viðbót. Vonandi klárast þetta mál með Klajic sem fyrst svo ég geti byrjað að vinna,“ sagði Alfreð léttur á því en hann er eðlilega farið að klæja í lófana eftir að komast aftur á fullu í þjálf- un en hann hefur tekið því frekar rólega eftir að hann var rekinn frá Magdeburg. Mikil uppbygging er í gangi hjá Gummersbach, margir nýir menn að koma inn í liðið og eðlilegt að framtíðarþjálfari félagsins vilji vera með puttanna í uppbygging- unni frá byrjun. „Það bíður mín spennandi vinna hjá Gummersbach og þetta verður krefjandi og skemmtilegt verk- efni,“ sagði Alfreð en hann verður með þrjá íslenska landsliðsmenn í herbúðum félagsins næsta vetur - þá Guðjón Val Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og síðan Sverri Björnsson sem félagið keypti frá Fram fyrir skömmu. Undirbúningstímabilið hjá Gummersbach á að hefjast 20. júlí næstkomandi en það finnst Alfreð vera allt og seint og því aldrei að vita nema leikmenn liðsins verði kallaðir fyrr út fríinu en þeir áttu von á. henry@frettabladid.is Alfreð og Gummersbach hafa náð samkomulagi Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, mun að öllum líkindum taka við þýska liðinu Gummersbach á næstu dögum. Hann mun þrátt fyrir það stýra landsliðinu á HM í Þýskalandi í janúar en málið er unnið í sátt við HSÍ. AFTUR Í ELDLÍNUNA Alfreð Gíslason verður aftur kominn á hliðarlínuna í þýska boltanum ef að líkum lætur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina hafa öll verið ákærð af ítalska knattspyrnusamband- inu. Þetta eru liðin fjögur sem voru til rannsóknar af aganefnd sambandsins en málið teygir anga sína víða. Forráðamenn Juventus hafa verið til rannsóknar frá því í vor vegna skandalsins sem hefur snúið öllu fótboltalífi á Ítalíu á hvolf. Juventus er ásakað um að hafa hagrætt úrslitum í leikjum hjá sér, í samráði við Pierluigi Pairetto sem útnefndi dómara á leiki í Serie-A deildinni. Stjórn Juventus, með Luciano Moggi í broddi fylkingar, sagði af sér vegna málsins en símtöl hans við Pairetto voru birt í heild sinni í ítölskum fjölmiðlum. Hlutur hinna liðanna þriggja er alvarlegur, en þó mun minna en Juventus. Verðgildi Juventus hefur lækk- að um 40 prósent frá 9. maí en stjórnin sagði af sér 14. maí og er klúbburinn nú talinn vera um 112 milljóna punda virði. Meira að segja stjórnandi vinsælasta knatt- spyrnusjónvarpsþáttar á Ítalíu sagði af sér eftir að ásakanir komu fram um að Moggi hefði beðið hann um að fegra ímynd Juventus. Auk þess var Juventus ásakað um skattsvik og fölsun á opinerum gögnum en félagið á yfir höfði sér hörðustu refsinguna. Hún gæti verið allt frá því að dregin verði af félaginu stig í besta falli fyrir þá, til sviptunar titla og falls í Serie-B eða jafnvel Serie-C deildina í versta falli. Réttarhöldin hefjast 28. júní og ef áfrýjað verður, er réttað milli 7. og 9. júlí. Dómur verður kveðinn upp fyrir 20. júlí. Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina hafa öll verið ákærð af ítalska knattspyrnusambandinu: Juventus dæmt niður í Serie-C deildina? LUCIANO MOGGI Maðurinn sem hefur verið hvað mest í brennidepli í sambandi við skand- alinn stóra. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst danska félagið Silkeborg fá Keflvíkinginn Hólmar Örn Rúnarsson til sín í sumar. Hólmar hefur leikið vel með liðinu það sem af er sumri en þjálf- ari Silkeborg horfði á æfingu Kefl- víkinga í síðustu viku. Hann var hér í för með Herði Sveinssyni og Bjarna Ólafi Eiríkssyni, leikmönn- um Silkeborg, en Hörður lék áður með Keflavík en Bjarni með Val. Hólmar kannaðist ekki við málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær, né Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur og faðir Hólmars, en kvaðst einnig hafa heyrt af áhuganum. SPRÆKUR Hólmar Örn hefur leikið vel í sumar. FÓTBOLTI Craig Bellamy skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við félagið sem hann studdi í æsku, Liverpool. Bellamy stytti fjöl- skyldufrí sitt í Grikklandi til að skrifa undir samninginn en hann var markahæsti leikmaður Black- burn á síðasta tímabili, og ein aðal ástæða þess að liðið komst í UEFA bikarkeppnina. „Mér er alveg sama um að stytta fríið mitt, þetta er ótrúlegt stund fyrir mig. Ég gifti mig í síð- asta mánuði, en þetta jafnast alveg á við það. Konan mín er kannski ekki ánægð með að ég segi þetta en það er alveg satt,“ sagði Bella- my sem gekkst undir læknisskoð- un á miðvikudaginn og var ekki lengi að samþykkja að taka á sig launalækkun til að spila fyrir Liverpool. - hþh Craig Bellamy til Liverpool: Þetta er ótrú- legur heiður BELLAMY Skoraði þrettán mörk í 27 leikj- um í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP Hólmar Örn Rúnarsson: Undir smásjá Silkeborg FÓTBOLTI Svo gæti farið að Íslands- meistarar FH mæti aftur Baku frá Aserbaídsjan í fyrstu umferð for- keppni meistaradeildar Evrópu en dregið verður í fyrstu tvær umferðir keppninnar í dag og í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppn- innar. Tuttugu og tvö lið eru í hattin- um í fyrstu umferðinni og er lið- unum skipt í tvo styrkleikaflokka. FH er í sterkari hópnum og getur mætt liðum víða að, allt frá Fær- eyjum til Kazakhstan. Sjötíu lið taka þátt í fyrstu umferð UEFA- bikarkeppninnar og er liðunum þar skipt í þrjú svæði sem þýðir að ferðalög Vals og ÍA verða í styttri kantinum. Eins og hjá FH er liðunum skipt í tvo styrkleika- flokka en bæði Valur og ÍA eru í neðri flokknum. Árangur síðustu ára ræður um styrkleikaröðun- ina. - esá Dregið í Evrópukeppnum: Mætir FH aft- ur Neftchi? FÓTBOLTI Leikjaniðurröðun fyrir komandi tímabil í ensku úrvals- deildinni var tilkynnt í gær. Eng- landsmeistarar Chelsea byrja á heimavelli og taka á móti Manchester City en það ætti að kæta stjóra liðsins, Jose Mourin- ho. Fyrir skömmu spáði hann því að Chelsea myndi byrja á útivelli þar sem enska landsliðið spilar leik í vikunni fyrir fyrstu umferð- ina. Hefur hann oftar en ekki hald- ið því fram að forráðamenn úrvals- deildarinnar hafi horn í síðu Chelsea og láti Chelsea iðulega spila á útivelli eftir leiki í Evrópu- keppnum og landsleikjahlé. Enska úrvalsdeildin: Chelsea byrjar á heimavelli FÓTBOLTI Það var þungt hljóðið í Gísla Hjartarsyni, stjórnarmanni ÍBV, þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hann í gær. Ástæðan er sú að ákveðið hefur verið að fresta byggingu knattspyrnuhúss í Vest- mannaeyjum en framkvæmdir á byggingu nýja hússins áttu að hefjast 1. júlí og ráðgert var að húsið yrði tilbúið um áramótin. „Byggingin var samþykkt með sjö atkvæðum gegn engu í bæjar- stjórninni á sínum tíma, en með nýrri stjórn breyttist það skyndi- lega. Að byggja húsið var fellt með fjórum atkvæðum gegn þrem- ur og nú er búið að setja málið á byrjunarreit. Þetta tefur líklega byggingu á húsinu um ár,“ sagði Gísli, mjög óhress með málið. „Þetta er áfall fyrir íslenska knattspyrnu og boltann í heild sinni í Vestmannaeyjum,“ bætti Gísli við en Vestmannaeyingar ætluðu að byggja hús líkt og FH hefur gert, ekki í fullri stærð, en löglegt til að leika í yngri flokkun- um með frábærri æfingaaðstöðu fyrir meistaraflokkinn. - hþh Knattspyrnuhús í Eyjum: Byggingunni slegið á frest EKKERT HÚS Christopher Vorenkamp og Jonah Long, leikmenn ÍBV, fá ekkert knatt- spyrnuhús til að æfa sig í í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.