Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 2
2 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ������� ������������ ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� ÍSRAEL, AP Ísraelsk lögregla vinnur nú að rýmingu á ólöglegum land- tökubyggðum Ísraela á Vesturbakk- anum, en margir gyðingar hafa byggt hús eða sett niður hjólhýsi án leyfis á svæðum Palestínumanna. Lögreglan ætlar sér að flytja land- tökufólkið burt með herinn sér til fulltingis, en þessar byggðir eru um hundrað talsins, sumar hverjar nálægt löglegum byggðum gyð- inga. Með þessu efnir Ísraelsstjórn loforð sem hún gaf Bandaríkja- stjórn fyrir þremur árum um að rýma landtökubyggðir, en nýr varn- armálaráðherra Ísraels, Amir Per- etz, vill rýma þær allar. - sgj Ísraelsk lögregluaðgerð: Rýming land- tökubyggða SPURNING DAGSINS Einar, eru veðurhorfurnar góðar fyrir umhverfisráð- herra? „Umhverfisráðherra, eins og aðrir landsmenn, horfir björtum augum fram á sumarið sem rétt er að byrja.“ Einar Sveinbjörnsson var nýverið ráðinn aðstoðarmaður Jónínu Bjartmarz umhverfis- ráðherra. Einar er veðurfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur undanfarin ár. SJÓNVARP Sjónvarpið fær sýning- arrétt frá heimsmeistarkeppninni í knattspyrnu árið 2010, sem hald- ið verður í Suður-Afríku. Þetta staðfesti Páll Magnússon- útvarpsstjóri, í samtali við blaða- mann Fréttablaðsins. Samtök evrópskra sjónvarps- og útvarpsstöðva, EBU, sem Rík- isútvarpið á aðild að, fær sýning- arréttinn að keppninni nú á dögunum. Páll segir að Sjónvarpið muni hvergi slá slöku við í umfjöllun sinni um heimsmeistaramótið þegar þar að kemur og mögulega verði hægt að sjá alla leikina í beinni útsendingu, eins og íslenskt fótboltaáhuga- fólk hefur vanist. „Á þessum fjórum árum sem eru í næstu keppni, verða gerðar margvís- legar breytingar á dreifikerfi Sjónvarpsins hvað varðar staf- ræna tækni. Ég reikna fastlega með því að tæknilegir möguleikar okkar til að senda út alla leikina beint verði fyrir hendi eftir fjögur ár,“ segir Páll. Hins vegar er alls óvíst að sögn Samúels Arnar Erlingssonar, yfir- manns íþróttadeildar Ríkisút- varpsins, hvort Sjónvarpið verði með sýningarréttinn á Evrópu- mótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Sviss og Austurríki að tveim- ur árum liðnum. - æþe Sjónvarpið fær sýningarrétt á HM í knattspyrnu árið 2010: RÚV opni íþróttarás fyrir HM DÓMSMÁL Sigurður Tómas Magn- ússon, settur saksóknari í Baugs- málinu, mótmælti því harðlega í munnlegum málflutningi fyrir dómi í gær að svo viðamiklir gall- ar væru á ákæruliðum í málinu að vísa þyrfti því frá í heild sinni. Þvert á móti væri það „brýnt að málið fengi efnislega meðferð“. Verjendur sakborninga í mál- inu hafa haldið því fram til þessa að svo miklir ágallar væru á ákærunni, að dómarinn hefði ekki aðra kosti „en að vísa málinu frá í heild sinni“, eins og Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagði í ræðu sinni fyrir dómi í gær. Sigurður Tómas lagði áherslu á það að öllum réttarfarsreglum hefði verið fylgt við meðferð máls- ins. Hann sagði það ekki óeðlilegt að ákært hefði verið í málinu að nýju, þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði vísað 32 ákæruliðum af fjörutíu frá dómi vegna ágalla og sýknað sakborninga í þeim átta liðum sem eftir voru. „Ákærðu, og verjendur þeirra, höfðu aldrei réttmæta ástæðu til að ætla að frávísunardómur Hæstaréttar væri endanlega niðurstaða,“ sagði Sigurður Tómas. Sigurður Tómas deildi við verj- endur um fyrningarfrest vegna endurákæru í Baugsmálinu og sagði löggjafann hafa markað „ákveðin tímamörk sem miði að því að aðgerðarleysi ákæruvalds- ins í sex mánuði leiði til fyrning- ar“. Sagði hann sex mánuði ekki hafa liðið þangað til endurákært hefði verið. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hélt því fram fyrir dómi að þar sem engar reglur væru um fyrningarfrest vegna endurákæru í íslenskum lögum þá væri það „háð geðþótta- ákvörðunum sem sakborningar geti ekki með nokkru móti séð fyrir“, hvort endurákært yrði í málum eða ekki. Gestur sagði það ekki stutt neinum reglum eða lögum, að fyrningarfresturinn í málum eins og þessum væri sex mánuðir. Þvert á móti myndi það „stríða gegn Mannréttindasátt- mála Evrópu“. Sigurður Tómas vísaði því alfarið á bug að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, væri vanhæf- ur í málinu. „Bréfaskiptin skipta engu máli um það hvort settur saksóknari í málinu er vanhæfur í málinu eða ekki. Eins og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, greindi frá í Fréttablaðinu, var eingöngu um að ræða formlega afgreiðslu að ræða sem ráðuneyt- ið setur ekki sjálfstætt mark sitt á.“ Jakob Möller sagði bréfið und- irritað fyrir hönd dómsmálaráð- herra og það sýndi að afskipti hans af málinu hefðu verið óeðlileg. „Ljóst er að bréfið var sent 17. mars, tveimur dögum eftir að sýknudómur héraðsdóms féll, og með bréfinu hafði dómsmálaráð- herra bein afskipti af rannsókn málsins. Þess vegna er ljóst, að hann er vanhæfur í málinu, sem gerir settan saksóknara vanhæfan til þess að fara með málið fyrir hönd ákæruvaldsins,“ sagði Jakob í lok ræðu sinnar í gær. Munnlegum málflutningi um frávísunarkröfu ákærðu í málinu er lokið. Arngrímur Ísberg, dóm- ari í málinu, kveður upp úrskurð um frávísunarkröfuna innan þriggja vikna. magnush@frettabladid.is Hæstaréttardómur ekki lokaniðurstaða Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði fyrir dómi í gær að ákærðu hefðu aldrei getað ætlað það að frávísunardómur Hæstaréttar væri endanleg niðurstaða. Það verður að vísa málinu frá, segir Gestur Jónsson. SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON Sigurður Tómas lagði á það áherslu í máli sínu að Baugsmálið yrði að fá efnislega málsmeðferð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GESTUR JÓNSSON, JAKOB MÖLLER OG BRYNJAR NÍELSSON Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger krefjast frávísunar á málinu. Jón Ásgeir er ákærður fyrir fjár- og umboðssvik en samtals nema upphæðirnar í málinu 358,6 milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Brynjar Níelsson, lög- maður Jóns Geralds Sullenberger, hélt því fram fyrir dómi í gær að það stríddi gegn stjórnvaldsákvörð- un að ákæra Jón Gerald Sullenber- ger, þar sem Jón H. Snorrason, sækjandi í fyrra Baugsmál- inu, hefði ekki séð ástæðu til þess að ákæra Jón Gerald. Sú ákvörðun að ákæra Jón Gerald væri því nægilegt tilefni til þess að vísa málinu frá dómi. Sigurður Tómas Magnússon sagði ekkert hafa verið því til fyr- irstöðu að ákæra Jón Gerald. Hann hefði að mati sækjanda gerst brot- legur og mikilvægt væri að fá úr því skorið með efnislegri meðferð fyrir dómi. - mh Verjandi Jóns Geralds: Segir ákæruna ekki standast DÓMSMÁL Jón H. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, segir boðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til yfir- heyrslu ekki hafa átt að koma honum á óvart. „Jón Ásgeiri var gerð grein fyrir því, skömmu fyrir áramótin 2004 til 2005, af hálfu skattrannsóknarstjóra að meint brot hans yrðu send til ríkislög- reglu. Þetta mál varðar allt önnur sakarefni heldur en þau sem eru til umfjöllunar fyrir dómstólum.“ Samkvæmt boðunarbréfi Jóns Ásgeirs hefur ríkislögreglustjór- inn til meðferðar mál vegna meintra brota gegn skattalögum, lögum um bókhald, lögum um árs- reikninga og almennum hegning- arlögum í tengslum við rekstur félaganna Baugs Group hf., Fjár- festingafélagsins Gaums ehf. og Fjárfars ehf. Fleiri hafa verið kallaðir til yfirheyrslu í tengslum við málið en Jón H. Snorrason vildi ekki gefa upp hverjir það væru, aðspurður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, Stefán Hilmarsson, end- urskoðandi og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Jón Ásgeir hefur verið boðaður til yfirheyrslu miðvikudaginn 28. júní klukkan tíu, á skrifstofu efnahagsbrotadeildar á Skúlagötu 21. - mh Jón H. Snorrason segir mál gegn Jóni Ásgeiri hafa verið rannsakað um skeið: Átti ekki að koma á óvart DÓMSMÁL Jón Þór Ólason, aðstoð- armaður Sigurðar Tómasar Magn- ússonar, setts saksóknara í Baugs- málinu, er samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðu- neytinu enn starfsmaður ráðu- neytisins. Hann er skráður í leyfi frá störfum sínum hjá ráðuneytinu þar sem hann hefur unnið í Háskóla Íslands við kennslu, auk þess að vinna við framgang og rannsókn Baugsmálsins. Verjendur ákærðu minntust á það fyrir dómi að „tengsl dóms- málaráðuneytisins við framgang málsins væru öllum ljós“, og tengsl Jóns Þórs Ólasonar við ráðuneytið sýndu það, þar sem hann væri starfsmaður ráðuneyt- isins. - mh Aðstoðarmaður saksóknara: Vinnur í dóms- málaráðuneyti JÓN H. SNORRASON Segir boðunina ekki hafa átt að koma Jóni Ásgeiri á óvart. PÁLL MAGNÚSSON UNGVERJALAND, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í Búdapest í gær að „frelsinu megi slá á frest en ekki ræna því varan- lega af fólki“, og vísaði þar með bæði til áratugalangrar baráttu Ungverja fyrir því að losna undan oki kommúnismans, en einnig til núverandi stöðu íröksku þjóðarinn- ar og baráttu fleiri þjóða gegn oki og ófrelsi. „Þær munu sækja innblástur í fordæmi ykkar og eygja von í árangri ykkar,“ sagði Bush í ávarpi til valinna boðsgesta í Búda-kastala. Bush minntist þess að nú eru liðin rétt 50 ár frá uppreisninni í Ung- verjalandi, sem Sovétherinn barði niður með blóðugu valdi. - aa Bandaríkjaforseti í Búdapest: Bush minntist frelsisbaráttu Í BÚDA Bush talar í garði Búda-kastala, með Dóná og Pest í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Sættir hafa ekki náðst í máli starfsmanna IGS, sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, vegna fyrirhugaðrar vinnustöðv- unar þeirra á sunnudagsmorgun. Samkvæmt þeim sem aðild eiga að málinu er allt í járnum og hefur starfsfólk enn í hyggju að hætta vinnu milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun. Ragnar Árnason hjá Samtökum atvinnulífsins sagðist vona að þeir sem ætluðu að taka þátt í mótmæl- unum sæju að sér þar sem um ólöglegt athæfi sé að ræða. Hann sagði að ekki væru sérstakar samningaviðræður á takteinum vegna þessa máls. - sþs Mótmæli í Leifsstöð: Enn áform um vinnustöðvun JÓN GERALD SULLENBERGER HM Útvarpsstjóri telur að Sjónvarpið muni geta sent alla leiki HM árið 2010 beint út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.