Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 46
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10
„Nei, ég er nú ekki flutt í sveit-
ina, en fer þangað hluta af sumri,“
segir Margrét hlæjandi. „Við hjón-
in eigum bóndabæ, sem nefnist
Kirkjubær, við Skutulsfjörð við
Ísafjarðardjúp. Ég var þarna mikið
sem krakki og hjálpaði til við
sveitastörfin, þar sem afi og amma
áttu sumarhús skammt frá. Svo
eiga foreldrar mínir sumarbústað
með móðursystur minni rétt hjá þar
sem langafi og -amma bjuggu áður,
þannig að stórfjölskyldan er þarna
samankomin í sitthvoru húsinu.“
Margrét segir fjölskylduna ekki
fara sjaldnar en einu sinni í mánuði
vestur, þar sem tímanum er oftar en
ekki varið í framkvæmdir. „Maður-
inn minn hefur verið duglegur við
að reisa girðingar og svo höfum
við gróðursett talsvert,“ segir hún.
„Í sumar ætlum við að skipta um
glugga, en það var síðast gert árið
1970. Heitum potti verður einn-
ig komið fyrir og gott ris útbúið,
en við það ætti grunnflöturinn að
stækka úr 50 fermetrum í hátt í 150
fermetra. Í fyrrasumar skiptum við
líka um þak, sem lak lítilega. Ann-
ars var húsið í mjög góðu ástandi
þegar við keyptum það árið 1998,“
bætir hún við.
„Á milli verkefna förum við á
handfæraveiðar, en mikil vinna fer í
að ganga frá aflanum ef vel veiðist,“
segir Margrét. „Eins og heyrist
kannski finnst okkur svolítið gaman
að hafa eitthvað fyrir stafni,“ bætir
hún við og hlær. Margrét tekur fram
að fjölskyldan slappi þó líka af í
góðra vina hópi, enda sé gestkvæmt
á Kirkjubæ og oft mikið fjör. „Okkur
finnst gaman að snæða í garðin-
um, þar sem gott skjól ríkir vegna
allra girðinganna sem húsbóndinn
er búinn að reisa. Það er óhætt að
segja að hér uni sér allir, enda ótrú-
lega fallegt um að litast.“
Líkar vel við sveitastörfin
Hjónunum Margréti K. Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og vara-
borgarfulltrúa, og Pétri S. Hilmarssyni viðskiptafræðingi, finnst gott að verja tímanum
á bóndabæ sínum vestur við Skutulsfjörð. En má búast við því að Margrét söðli um og
flytji alfarið í sveitina?
Margrét Sverrisdóttir í garðinum heima hjá sér með hundinn Blöndu, sem fær að fara með vestur þar sem hún unir hag sínum vel þótt
ferðalagið leggist illa í hana. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN
Afasystir Margrétar og eigimaður hennar byggðu bæinn árið 1940.
Þegar hún féll frá var hann um langa hríð ekki í eigu fjölskyldunnar,
eða þar til Margrét og Pétur keyptu hann árið 1998. MYND ÚR EINKASAFNI
Það er gestkvæmt á Kirkjubæ og oft glatt á hjalla eins og sést á
þessari mynd þar sem stórfjölskyldan er samankomin til að snæða
dýrindis máltíð í glampandi sól. MYND ÚR EINKASAFNI
Mæðgurnar Gréta, Ásthildur og Margrét í steikjandi hita fyrir vestan.
MYND ÚR EINKASAFNI.
Siglt úr Lónafirði. Systir Margrétar, Ásthildur, og eiginmaður hennar,
Matthías, eiga glæsilegan sportbát en þau eru dugleg að bjóða
vinum og vandamönnum með sér í siglingu. MYND ÚR EINKASAFNI
Skemmtilegur sumarbústaður var
byggður árið 1989 í landi Snæ-
foksstaða við Vaðnes í Árnessýslu.
Jörðin er 1,1 hektarar og tveir
golfvellir eru stutt frá, þannig að
þarna er allt til alls.
Það sem vekur hins vegar strax
athygli við landið er stjörnuat-
hugunarstöðin sem húseigandi sá
sig tilneyddan til að reisa á land-
inu undir 12 tommu stjörnukíki,
þar sem hann segir að erfitt sé
orðið að sjá stjörnubjartan himin
á höfuðborgarsvæðinu vegna
ljósmengunar. Sumarbústaður-
inn er til sölu hjá Eignarmiðlun,
en athugunarstöðin fylgir með sé
þess óskað.
Sumarbústaður
með stjörnu-
athugunarstöð
Það fara ekki allir hefðbundnar leiðir þegar þeir reisa sér
hús á sumarbústaðarlandi sínu.
Þessi skemmtilega stjörnuathugunarstöð er í landi Snæfoksstaða við Vaðnes í Árnessýslu.
MYND ÚR EINKASAFNI