Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 6
6 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR Okkar þekking nýtist þér ... Rétt hitastig og hreint loft. Eyðir svifögnum, lykt ofl. Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna Ókeypis ráðgjöf ! Sími: 440 - 1800 Komfort loftkæling Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritstjóra Stúdentablaðsins skólaárið 2006-2007. Umsækjandi skal uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Hafa góða þekkingu, innsýn og áhuga á stúdentalífinu og málefnum stúdenta • Hafa frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt • Hafa gott vald á íslenskri tungu • Hafa reynslu af ritstjórnarstörfum Ritstjóri er ráðinn í 50% stöðu til eins árs í senn. Gert er ráð fyrir að fyrsta blað nýs ritstjóra komi út í byrjun haustannar. Nánari upplýsingar um starfið sem og launakjör má fá á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands í síma: 570-0850 Umsókn skal merkja „Ritstjóri 2006-2007“ og skila skriflega til: Stúdentaráðs Háskóla Íslands Stúdentaheimilinu v. Hringbraut 101 Reykjavík eða með tölvuskeyti á netfang ráðsins: shi@hi.is Umsóknarfrestur rennur út 4. júlí. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur alla tíð barist fyrir margvíslegum breytingum á háskólasamfélaginu. Stúdentaráð er málsvari allra háskólastúdenta og fer með þau mál er varða hagsmuni þeirra gagnvart háskólayfirvöldum, stjórn- völdum og öðrum þeim sem áhrif hafa á stefnu háskólans. SUÐUR-AFRÍKA Desiree Louis Ober- holzer, 44 ára kona, hefur verið dæmd til tuttugu ára fangelsisvist- ar fyrir hlut sinn í morðinu á Gísla Þorkelssyni, sem fannst myrtur í nágrenni Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í júlí í fyrra. Ober- holzer játaði aðild sína að málinu en félagi hennar, Willie Theron, neitaði allri sök. Réttarhöld yfir honum hefjast í lok ágúst. Samkvæmt framburði konunn- ar var parið að aka Gísla af flug- vellinum í Jóhannesarborg þegar félagi hennar skaut hann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lést. Gísli hafði þá verið að koma úr heimsókn til systur sinnar í Banda- ríkjunum. Sagði Oberholzer morðið hafa verið framið í fjárhagsskyni, en Gísli hafði nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og var með tölu- vert fé á sér. Parið vissi af þessu og var búið að undirbúa morðið í meira en mánuð. Eftirá var líkinu komið fyrir í tunnu og steypt yfir, en þannig fannst það nokkrum vikum seinna rétt fyrir utan borg- ina. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í rúman áratug og verið með sjálf- stæðan atvinnurekstur allan þann tíma. - sþs Morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku: Dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir morð GÍSLI ÞORKELSSON Í sjálfheldu Ketti var bjargað úr sjálfheldu á þaki þriggja hæða húss við Vitastíg í fyrrinótt. Íbúar í húsinu gerðu slökkviliði viðvart. Slökkviliðsmenn voru snöggir að bjarga kisu niður. SLÖKKVILIÐ Eldur í þvottahúsi Slökkvilið Horna- fjarðar var kallað að bænum Volaseli í Lóni um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Eldur kom upp í þvottahúsi íbúðar- hússins en húsráðendur höfðu náð að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Reykræsta þurfti húsið. HÖFN BORGARMÁL Vinna við ný íbúða- hverfi á Geldinganesi hefst nú þegar og þar mun rísa íbúða- byggð fyrir átta til tíu þúsund manns. Tillaga um þetta mál var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í fyrradag, en fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Búist er við að fyrstu lóðum verði úthlutað árið 2007. „Þarna er verið að beina fólks- fjölgun frekar í jaðarbyggðir en í þéttingu, og við veltum því fyrir okkur hvort það sé rétt skref,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, borg- arfulltrúi vinstri grænna, aðspurð um málið. Hún sagði að huga þyrfti vel að staðsetningu byggð- arinnar og uppbygging á svæðinu þyrfti að haldast í hendur við gerð Sundabrautar, en undirbúningur vegna lagningar hennar hefur staðið yfir í mörg ár. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingar, gagnrýnir það sem hann kallar afturhvarf nýs meirihluta skipulagsráðs frá þéttingu byggðar og eflingu mið- borgarinnar. Segir hann furðulegt að stefnt sé að úthlutun lóða í Geldinganesi þegar á næsta ári áður en Sundabraut verður komin til framkvæmda. „Það er glap- ræði að fara í þetta mál áður en Sundabraut kemur. Að öðrum kosti leiðirðu bara alla umferðina í gegnum Grafarvoginn og ein- hver bráðabirgðavegur yfir ósnortnar fjörur finnst mér ekki ganga. Þetta þarf að skoða miklu betur áður en menn taka svona ákvörðun sem ekki er hægt að vinda ofan af.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir eðlilegt að ætla megi að nokkur ár taki að byggja upp fyrirhugað hverfi í nesinu og því geti lagning Sundabrautar og uppbygging Geldinganessins vel haldist í hendur. „Það er þegar vegtenging út í nesið og hana þarf vissulega að bæta en hún er til staðar. Það er einkennilegur málflutningur að halda því fram að ekki sé hægt að hefja uppbyggingu þarna þegar stundað hefur verið stórvirkt grjótnám á svæðinu um langan tíma. En Sundabraut mun að lík- indum haldast í hendur við upp- byggingu byggðar á svæðinu og framkvæmdin mun eflaust hraða því ferli sem Sundabrautin er í.“ salvar@frettabladid.is / albert@frettabladid.is Tíu þúsund íbúar á Geldinganesi Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að vinna við skipulag íbúðabyggðar á Geldinganesi hefjist strax. Fyrstu lóðum verður úthlutað á næsta ári. Fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði mótmæla þessum áformum harðlega. TÖLVUGERÐ MYND AF FYRIRHUGAÐRI ÍBÚÐABYGGÐ Á GELDINGANESI Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig haga skuli byggð á Geldinganesi. MYND: FREYR FROSTASON HJÁ THG LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Hafnar- firði hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um aðild að skotárásinni í Vallahverfi í fyrradag. Tveir félagar mannsins sættu yfirheyrslum í gærdag og fram á kvöld. Það var undir fram- burði þeirra komið hvort gæslu- varðhalds yrði einnig krafist yfir þeim, en þeir voru enn í yfirheyrsl- um þegar blaðið fór í prentun. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var gerð skotárás með hagla- byssu á raðhús í Vallahverfi í Hafn- arfirði snemma á miðvikudags- morgun. Þrír menn voru í húsinu en þeir sluppu ómeiddir. Í fyrra- kvöld og fyrrinótt handtók lögregl- an svo átta manns. Fimm þeirra var sleppt eftir yfirheyrslur en þrír settir í fangageymslur og yfir- heyrðir. Rannsókninni miðaði vel í gær. Mikill óhugur hefur verið í íbúum í næsta nágrenni við raðhús- ið þar sem atvikið átti sér stað. Í hverfinu búa fjölmargar barnafjöl- skyldur, sem eru uggandi um hag sinn og barna sinna eftir að skotá- rásin var gerð. Fíkniefnalögreglu hafði verið send ábending um að eitthvað óeðlilegt væri á seyði í raðhúsinu fyrir um það bil fjórum mánuðum. Málið er einungis rannsakað sem brot á vopnalögum, en ekki með tilliti til fíkniefna, enn sem komið er. Mennirnir þrír eru allir á þrítugsaldri. -jss HÚSIÐ Í VALLAHVERFI Eins og sjá má var skotið úr haglabyssunni inn um glugga á raðhúsinu í Vallahverfi. Rannsókn lögreglu á skotárásarmálinu í Hafnarfirði miðar vel: Einn í haldi vegna skotárásar KJÖRKASSINN Ætlarðu að renna fyrir fisk í sumar? Já 20% Nei 80% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu sátt(ur) við samkomulag verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins Segðu þína skoðun á Vísi.is Aflabrögð Alls var landað 14.359 tonnum af sjávarfangi í mars að verð- mæti rúmar 412 milljónir króna í höfn- um á Vesturlandi. Í sama mánuði í fyrra var landað 17.538 tonnum að verðmæti rúmar 369 milljónir króna. SJÁVARÚTVEGUR Stórtækir skógarbændur Skóg- arbændur í Kelduhverfi eru nú í óða önn að planta trjám á vegum Norð- urlandsskóga, það er í Lóni, Garði og Lindarbrekku. Ráðgert er að setja niður milli 50 og 70 þúsund tré í ár, aðallega birki,rússalerki og greni. SKÓGRÆKT DÓMSMÁL Færeyski togarinn Sancy, sem staðinn var að meint- um ólöglegum veiðum í íslenskri lögsögu á sunnudagskvöld, fór frá Eskifirði með alla skipverja inn- anborðs í gærkvöldi. Ákæra á hendur skipstjóra og fyrsta stýrimanni togarans, þar sem krafist er bóta fyrir ólöglega veiddan afla, var þingfest í Hér- aðsdómi Austurlands í gær. Stýri- maðurinn var ákærður fyrir hlut- deild að málinu. Þeir neituðu báðir sök og fengu að fara gegn 7,5 millj- óna króna tryggingu. Grunurinn byggist aðallega á rannsóknum á afladagbók skipsins. Málinu er frestað fram í október. - sh Málinu frestað fram í október: Sancy farinn gegn tryggingu MEINTIR ÞJÓFAR Sancy við komuna til Eskifjarðar. SLYS Fjórir voru fluttir á sjúkra- hús, þrír til Reykjavíkur og einn til Keflavíkur, eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl á Reykjanesbraut rétt vestan við Kúagerði um klukkan sjö í gærkvöldi. Allir sem færðir voru á slysadeild voru í kyrrstæða bílnum. Leiðinni til Keflavíkur var lokað í klukkustund og umferð beint á Vatnsleysuströnd en slys- ið varð á tvöfalda kaflanum og því var áfram opið til Keflavíkur. Samkvæmt lögreglunni í Keflavík heilsast fólkinu ágæt- lega. Ekki liggur fyrir hvers vegna bíllinn var kyrrstæður á miðri götu. - sh Reykjanesbraut lokað í gær: Fjórir á spítala eftir árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.