Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 71
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 39
Portúgal
4., 11.og 18. júlí,
1., 8.,15.og
22. ágúst.
Marmaris
27. júní, 2. og 18. júlí.
8., 22., 25.
og 29. ágúst.
Mallorca
27. júní, 11., 18.
og 25. júlí, 8., 15., 22.
og 29. ágúst.
Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100
Sólarlottó
Þú velur áfangastað og ferðadaga en tekur þátt í lottóinu um hvaða gistingu þú lendir á.
Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú ferð.
Krít
26. júní,
10., 24. og 31. júlí
7. og 14. ágúst.
39.990kr.
á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíó eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Innifalið: flug,
gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Netverð frá
www.plusferdir.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
PL
U
3
32
52
06
/2
00
6
Tónlistarmaðurinn KK lauk
fyrir skömmu upptökum á
nýrri plötu sem er væntan-
leg í búðir í byrjun júlí. Tvö
lög af plötunni, Hún er með
allt og Ég er á förum, fara í
spilun í útvarpi á næstunni.
Um er að ræða hreinræktaða blús-
plötu sem er öll sungin á íslensku.
Var hún tekin upp að hluta til í
Nashville og skartar m.a. tveimur
erlendum blásurum, auk þekktum
köppum á borð við Guðmund Pét-
ursson, Þorleif Guðjónsson og Sig-
urð Flosason. Lögin eru eftir
gamla erlenda blúsara og ættu
flestir aðdáendur KK að kannast
við þau því hann hefur flutt mörg
þeirra á tónleikum á ensku í gegn-
um tíðina.
„Þetta er búinn að vera draum-
ur hjá mér lengi,“ segir KK.
„Íslenskir tónlistarmenn eru með
fjöldann allan af verkefnum í
gangi í einu og þetta er eitt af þeim
sem ég hef haft lengi. Ég var búinn
að taka upp fjórar heilar blúsplöt-
ur sem voru bara ekki nógu góðar.
Maður skipuleggur oft hlutina en
þeir ganga ekki og þá reynir
maður bara aftur,“ segir hann.
Bætir hann því við að platan sé
einungis eitt af hliðarverkefnum
sínum enda komi ný sólóplata út í
haust með öðruvísi efni.
Textarnir á plötunni eru eftir
Braga Valdimar Skúlason,
Baggalút. „Við fórum inn með það
í huga að prófa þetta. Kiddi, gítar-
leikari í Hjálmum sem er líka í
Baggalúti, tók upp plötuna og ég
held að hann hafi stungið upp á
þessu. Bragi prófaði nokkra texta
og það tókst svona rosalega vel.
Það er ekki síst honum að þakka
hversu vel hefur tekist til,“ segir
KK, sem saknaði þess ekkert að
semja ekki textana sjálfur.
KK játar að platan, sem nefnist
KK blús, sé ekki svo ólík fyrstu
plötunni, Lucky One, sem hann
gaf út hérlendis við miklar vin-
sældir á sínum tíma. „Þessi lög
eru í raun og veru grunnurinn að
allri þessari tónlist sem ég hef
verið að spila. Þau eru líka grunn-
urinn að allri popptónlist í dag,
Blues had a baby and they called it
rock´n roll,“ segir hann í léttum
dúr.
KK og félagar halda tónleika á
Nasa þann 30. júní til að hita upp
fyrir plötuna og bíða væntanlega
margir spenntir eftir því að heyra
ekta KK blús loksins sunginn á
íslensku.
freyr@frettabladid.is
Tókst í fimmtu tilraun
KK Tónlistarmaðurinn KK gefur út plötuna KK blús í byrjun næsta mánaðar.
„Það má eiginlega kalla þetta
heimsfrumsýningu en myndin
verður frumsýnd á sama tíma í
New York, Berlín og í Reykjavík,“
segir Bjarni Einarsson, annar
rekstrarstjóra búðarinnar
Belleville á Laugaveginum.
Umrædd mynd er videóverk eftir
frumkvöðul hjólabrettamenning-
arinnar, Mark „The gonz“ Gonzal-
es, fyrir framleiðslufyrirtækið
Krooked en hjólabrettin þeirra
eru einmitt seld í búðinni.
Í myndinni sýna hjólabretta-
strákarnir Dan Drehobl, Wan
Wastell og Bobby Worrest
skemmtilega, hættulega og athygl-
isverða hegðun, í orði og gjörðum.
Myndin verður sýnd í bakgarðin-
um á Belleville, Laugavegi 55 á
laugardaginn kl. 20 og einnig
verða sýndar nýjar stuttmyndir
eftir Spike Jonze og Neckface.
Videóverk í Belleville
MARK GONZALES Frumkvöðull hjólabretta-
menningarinnar og leikstjóri myndarinnar.
Fyrsta einkasýning Valdimars
Harðarsonar Steffensen verður
opnuð á laugardag á veitingahús-
inu Sólon.
Verkin á sýningunni, sem nefn-
ist Völur, eru tíu talsins og eru öll
unnin með olíutússpenna á striga.
Eru þau unnin undir áhrifum sem
Valdimar varð fyrir á fjölmörg-
um ferðum sínum meðfram
ströndum Íslands.
Valdimar, sem er fæddur 1971,
útskrifaðist frá hönnunardeild
Iðnskólans í Reykjavík árið 1998.
Þaðan lá leiðin í fornámsdeild
Myndlista- og handíðaskólans
sem síðan breyttist í Listaháskóla
Íslands. Þaðan útskrifaðist hann
með B.A. gráðu frá myndlistar-
deild með áherslu á grafíklist árið
2002.
Sýning Valdimars er opin á
opnunartímum Sólon til fimmtu-
dagsins 3. ágúst.
Fyrsta sýning Valdimars
VALDIMAR Sýning Valdimars nefnist Völur
og stendur yfir til 3. ágúst.
VÖLUR Tíu verk eru á sýningunni og eru þau öll unnin með olíutússpenna á striga.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JÚNÍ
20 21 22 23 24 25 26
Föstudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
23.00 Hljómsveitin The Gang frá
New York spilar ásamt Ælu og Benny
Crespo’s Gang. Tónleikarnir hefjast
klukkan 23.00 og er aðgangseyrir
500 krónur.
■ ■ OPNANIR
21.00 Yst glitrar nefnist sýning
Heimis Björgúlfssonar sem opnar
í Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 í
Keflavík, í kvöld klukkan 21.00.
■ ■ LISTAHÁTÍÐ
20.00 Jónsmessuhátíð verður
haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði í
kvöld klukkan 20. Þar verður áhersla
lögð á trúna og kraftinn sem fylgir
Jónsmessunni. Meðal skemmtikrafta
má nefna Ragnheiði Gröndal og
Blússveit Þollýjar.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Alveg brilljant
skilnaður
Einleikur
Eddu Björgvinsdóttur
um allt land.
Sjallinn Akureyri
22. og 23. júní
Miðasala: Penninn Glerártorgi
Viðskiptavinir
Landsbankans fá
500 króna afslátt
af miðaverði
N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU-
SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT
... sem flig vantar í
n‡ja húsnæ›i›