Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 77
9 . H V E R V I N N U R !
S E N D U S M S S K E Y T I Ð J A S A F Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0
O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I Ð A F Y R I R T V O .
V I N N I N G A R E R U • B Í Ó M I Ð A R F Y R I R T V O • D V D M Y N D I R • T Ö
L V U L E I K I R
V A R N I N G U R T E N G D U R M Y N D I N N I O G M A R G T F L E I R A
F R U M S Ý N D 2 2 . J Ú N Í
Vi
nn
in
ga
r v
er
Ð
a
af
he
nd
ir
hj
á
BT
S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eÐ
þ
ví
a
Ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úa
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
iÐ
.
Þriðja plata rokksveitarinnar
Audioslave, Revelations, kemur út
5. september. Gítarleikarinn Tom
Morello lýsir plötunni sem blöndu
af Led Zeppelin og Earth, Wind and
Fire. „Þetta er stór rokkplata með
fönkuðum undirtóni,“ sagði Mor-
ello.
Á meðal laga á plötunni er
Original Fire og Wide Awake sem
fjallar um eftirköst fellibyljarins
Katrínar. „Það er líklega pólitísk-
asta lag Audioslave til þessa,“ sagði
Morello.
Upptökustjóri plötunnar var
Brendan O´Brien sem hljóðbland-
aði síðustu plötu Audioslave, Out of
Exile, sem fór beint á topp Bill-
board-listans í Bandaríkjunum.
Hann hefur áður tekið upp plöturn-
ar Evil Empire, The Battle of Los
Angeles og Renegades með Rage
Against the Machine, sem Morello
lék eitt sinn með. ■
Revelations kemur í
byrjun september
AUDIOSLAVE Hljómsveitin Audioslave gefur
út sína þriðju plötu þann 5. september.
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Hljómsveitin Fræ hefur verið gíf-
urlega vinsæl á ýmsum útvarps-
stöðvum landsins að undanförnu
sem er að mörgu leyti ekki mjög
skrítið. Hér eru samankomnir
afar hæfileikaríkir tónlistarmenn
sem vita greinilega alveg hvað
þeir eru að gera. Fyrst ber að
nefna Palla, gítarleikara úr Maus,
sem sér um að spila afar angur-
væra gítartóna sem bera uppi fal-
legar melódíur plötunnar. Allar
strengjaútsetningar eru einnig
flestar mjög fagmannlegar. Auk
Palla skipa hljómsveitina þeir
Heimir og Sadjei úr rappsveitinni
Skyttunum frá Akureyri og svo
skilar Mr. Silla algjörlega galla-
lausu framlagi sem viðlaga- og
bakraddasöngkona.
Taktar plötunnar tóna vel við
angurværar melódíurnar og þegar
þeir síðan sameinast tilfinninga-
næmum textum Heimis má segja
að úr verði ótrúlega heilsteypt
blanda af því sem kalla mætti
emo-rapp/popp. Heimir fær mik-
inn og stóran plús fyrir að þora
virkilega að semja svona rosalega
rómantíska og væmna texta. Ekki
allir alvöru rapparar myndu þora
að opna sig svona og Heimi tekst
afar vel upp. Þetta getur þó varla
fallið vel í kramið hjá öllum og
margir eiga líklega eftir að láta
þessu væmnu texta fara ískyggi-
lega mikið í taugarnar á sér. Þeir
fara hins vegar ekki í taugarnar á
mér heldur þvert á móti. Lagið
Dramatísk rómantík er til dæmis
ljúfsár slagari sem framkallar
mjög ákveðnar tilfinningar.
Lögin og textarnir eru þó ekki
gallalaus þó að platan renni ljúft í
gegn og sé án stórra mistaka. Í
raun má segja að það sé pínu galli
hversu auðveldlega hún renni í
gegn þar sem nokkur laganna eru
kannski aðeins of lík. Textar Heim-
is eru einnig stundum kannski
einum of klisjukenndir þótt þeir
fjalli að mörgu leyti um mikilvægi
málefni. Lagið Freðinn fáviti er án
efa besta dæmið um þetta. Lögin
Að eilífu ég lofa og Endirinn ná
heldur ekki að heilla mig neitt sér-
staklega.
Eyðileggðu þig smá er samt að
mestu skotheld plata þar sem ekki
er tekin mikil áhætta nema þá
kannski í textasmíð og fléttan
gengur vel upp. Tilfinningamikið
og flott hiphop sem rennur átaka-
laust í gegn og er þægileg að
hlusta á. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Væmið hiphop af betri gerðinni
FRÆ: EYÐILEGÐU ÞIG SMÁ
NIÐURSTAÐA:
Ein forvitnilegasta hiphop/popp plata sem
komið hefur út lengi. Einkennist af ljúfsárum
og grípandi laglínum sem falla vel að
tilfinningþrungnum og væmnum textum sem
sleppa þó að langmestu leyti við að vera
klisjukenndir. Fagmannlega gerð og hljómar
þægilega í heyrnatólunum.
Örn Elías Guðmundsson, betur
þekktur sem tónlistarmaðurinn
Mugison, er byrjaður að semja
tónlist við kvikmyndina Mýrina
sem Baltasar Kormákur leikstýrir
og er byggð á samnefndri bók eftir
Arnald Indriðason. Mugison nýtur
stuðnings konu sinnar Rúnu Esra-
dóttur við tónsmíðarnar en hún
mun jafnframt koma að útsetn-
ingu tónlistarinnar. „Rúna er mín
hægri hönd og mun semja og
útsetja plötuna með mér,“ segir
Mugison. „Svo mun Biggi tækni-
maður í Sundlauginni hjá Sigur
Rós einnig hjálpa til en hann er
hin hægri hönd mín.“
Mugison segir að búast megi
við að tónlistin verði einhvers
konar blanda af Derrick-þáttun-
um þýsku og Agötu Christie-
myndunum bresku. „Annars dýrk-
aði ég Clouseau-myndirnar með
Peters Sellers. Hann var alveg
frábær og í tónlistinni er ég
kannski dálítið eins og hann í rann-
sóknarstarfinu, það er að ég hrasa
um eitthvað sniðugt,“ segir Mugi-
son.
Mugison býst við að tónlistin
við Mýrina verði tilbúin eftir tvo
mánuði eða svo en þá mun hann
hefjast handa við að semja efni á
þriðju hljóðversskífu sína.
Mugison byrjaður
á Mýrinni
MUGISON Er byrjaður að semja tónlist við
kvikmyndina Mýrina.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Britney Spears segir son sinn
vera mjög hrifinn af
því þegar hún æfir
dansana sína fyrir
framan hann.
Sérstaklega á son- ur-
inn að vera ánægð-
ur þegar Britney æfir
kynæsandi dansana
sem hún notar á
tónleikaferðalög-
um. Sonur hennar,
Sean Preston, er níu
mánaða. „Hann lifnar
allur við þegar ég
dansa fyrir hann,“
segir Britney sem
virðist lítið fyrir að
beita hefðbundnum uppeldisaðferðum
á sínu heimili.
Jónsi og félagar í hljómsveitinni Í
svörtum fötum spila
á balli á Players í
kvöld og Ingólfs-
hvoli við Selfoss á
laugardagskvöld.
Rangt var farið
með staðsetningar
dansleikjanna í
blaðinu í gær og
er beðist velvirð-
ingar á því.