Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 72
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is > Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Bela: Hole and Corner Muse: Black Holes and Revelations Fræ: Eyðilegðu þig smá Eberg: Voff Voff Hot Chip: The Warning > B EL A > M U SE > Plata vikunnar NEIL YOUNG: Living With War „Neil Young skilar af sér sinni bestu plötu í 30 ár. Gamli hippinn þorir að segja hug sinn og fyrir vikið fáum við plötu sem hefur áhrif og skiptir máli. Living With War á án efa eftir að verða talin til hans mikilvægustu verka.“ BÖS Bandaríski upptökustjór- inn Ronan Chris Murphy, sem hefur m.a. starfað með meðlimum Tool og hljóm- sveitinni King Crimson, er um þessar mundir að taka upp fyrstu plötu íslensku rokksveitarinnar Canora hér á landi. Þrír meðlimir Canora voru áður í d.u.s.t. sem gaf út eina plötu árið 2002 en hætti ári síðar eftir að hafa verið nálægt því að skrifa undir útgáfusamning í Bandaríkjunum. Hafði Dale Penner, upptökustjóri Nickelback, meðal annars endur- hljóðblandað plötu d.u.s.t fyrir Bandaríkjamarkað en ekkert varð af þeirri útgáfu á endanum. Einstakur hljómur Canora Ronan Chris Murphy segir að eitt- hvað hafi verið um tæknileg vandamál til að byrja með við upp- tökurnar á plötu Canora en eftir það hafi allt gengið eins og í sögu. „Canora er mjög góð hljómsveit og hefur einstakan hljóm. Þeir eru að spila tónlist sem er vinsæl í dag en hún er samt aðeins öðruvísi. Þetta er þung tónlist með einstakri melódíu,“ segir Ronan. „Við stefn- um að því að gera flotta plötu.“ Gítarleikari Wilco næstur Ronan hefur tekið upp nokkur hundruð plötur, þar á meðal fimmt- án með hljómsveitinni King Crimson. Einnig tók hann upp hlið- arverkefni tveggja meðlima Tool. Næst á dagskrá eru síðan þrjú verkefni í Bandaríkjunum, þar á meðal upptökur á nýrri plötu gít- arleikara hljómsveitarinnar Wilco. Til Íslands í fjórða sinn Ronan er að koma hingað til lands í fjórða sinn og líkar alltaf jafn vel. „Þegar ég hef ferðast á milli Evrópu og Bandaríkjanna hef ég komið við á Íslandi til að hvíla mig. Ég kom hingað þrisvar á tíunda áratugnum og þekkti flest- ar vinsælustu sveitirnar þá. Núna er ég smám saman að kynnast því sem er í gangi núna,“ segir hann. „Það er svo merkilegt hve tónlist- arsenan er stór á Íslandi miðað við hversu landið er lítið.“ Kynntust í Texas Albert Ástvaldsson, söngvari Canora, er hæstánægður með þátt- töku Ronans í upptökuferlinu. „Við hittum hann á South By Southwest-hátíðinni í Texas fyrir þremur árum þegar við vorum í d.u.s.t. Svo hef ég verið í sambandi við hann og kíkti á upptökunám- skeið til hans í janúar. Í kjölfarið hafði ég samband við hann og bað hann um að taka upp,“ segir Albert, sem vonast til að platan komi út í byrjun október. Aðrir meðlimir Canora eru trommuleikarinn Magnús Ást- valdsson, sem er bróðir Alberts, bassaleikarinn Bæring Logason og Jakob Þór Guðmundsson, gítar- leikari, sem kom inn í nýju sveit- ina þegar David Dunham hætti eftir South By Southwest-hátíð- ina. freyr@frettabladid.is Canora fær góða aðstoð að utan RONAN OG CANORA Ronan Chris Murphy tekur upp fyrstu plötu íslensku rokksveitarinnar Canora í Ryk-Stúdíó. Frá vinstri: Magnús Ásvaldsson, Bæring Logason, Albert Ásvaldsson, Jakob Þór Guðmundsson og Ronan Chris Murphy á mixernum. 1. MUSESUPERMASSIVE BLACK HOLE 2. HARD-FIBETTER DO BETTER 3. DR. MISTER & MR. HANDSOMEIS IT LOVE 4. ANGELS AND AIRWAVESTHE ADVENTURE 5. BLUE OCTOBERHATE ME 6. TRABANTTHE ONE 7. CHARLATANSBLACKENED BLUE EYES 8. WOLFMOTHERWOMAN 9. MAMMÚTÞORKELL 10. FRÆDRAMATÍSK RÓMANTÍK X-LISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 MUSE Hljómsveitin Muse er í efsta sæti X- listans með lagið Supermassive Black Hole. Upptökum er lokið á fjórðu plötu rokksveit- arinnar Brain Police. Platan, sem nefnist Beyond the Waistland, er væntanleg síðar í sumar en útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. „Þetta er okkar þróaðasta og vandaðasta plata hingað til,“ segir Jónbi trommari. „Hún ber þess merki að við séum búnir að þroskast dálítið mikið síðan við gáfum út okkar fyrstu plötu.“ Platan var tekin upp og hljóð- blönduð á aðeins nítján dögum og voru upptökustjórar Sví- arnir Chips K og Stefan Boman, sem hafa m.a. unnið með The Hellacopters. „Við fluttum inn tvo drengi frá Svíþjóð sem eru mjög upp- teknir menn. Til að geta unnið hana með þeim höfðum við svona lítinn tíma en hann var í rauninni alveg nógu mikill. Við æfðum gríðarlega vel áður en við fórum í stúdíóið og þetta heppnaðist bara mjög vel,“ segir Jónbi, sem ber Svíunum vel söguna. „Þetta er besta starfsumhverfi sem ég hef kynnst á mínum tónlistarferli. Þeir voru mjög afslappaðir og þægilegir í umgengni og þar af leiðandi var andrúmsloftið mjög yfirveg- að. Þetta gekk alveg eins og í sögu.“ Brain Police ætlar í tónleika- ferð hér heima í ágúst en í október fer sveitin í 20 daga reisu um Þýskaland. Einnig spilar hún hugs- anlega í Póllandi og Hollandi í leiðinni. Fyrsta lagið af nýju plötunni er síðan væntan- legt í spilun í byrjun næsta mánaðar. - fb Tilbúin á nítján dögum Bono, Nick Cave, Sting, Lou Reed, Antony og Jarvis Cocker eru á meðal þeirra sem eiga lög á vænt- anlegri tvöfaldri safnplötu sem nefnist Rogue´s Gallery: Pirate Ballads, Sea Songs & Chanteys. Gore Verbinski, leikstjóri fram- haldsmyndarinnar Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest, og aðalleikarinn Johnny Depp áttu hugmyndina að gerð plötunnar. „Ég heillaðist af hugmyndinni um að heyra nýja tónlist sem tengdist sjónum,“ sagði Verbinski. „Ég hugsaði með mér hvernig þeir listamenn sem ég hlusta á og ber virðingu fyrir myndu útfæra svona gamaldags hugmynd um lög tengd sjónum.“ Verbinski fékk hjálp frá Depp varðandi plötuna og sér ekki eftir því. „Hann er mikill tónlistarmaður. Ég hef allt- af haldið því fram að Johnny sé fyrst og fremst tónlistarmaður en leikarastarfið sé einungis dag- vinnan hans.“ Platan, sem hefur að geyma 40 lög, er væntanleg þann 22. ágúst. Þekkt nöfn á safnplötu BONO Söngvari U2 á eitt lag á safnplötunni Rogue´s Gallery: Pirate Ballads, Sea Songs & Chanteys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.