Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 4
4 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupsstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Þú kaupir eitt glas af Vega Champignon og færð eitt glas af Vega Acidophilus Bifidus Complex í kaupbæti. Champignon +FOS og Spirulina inniheldur mikið af æskilegum vítamínum og næringarefnum, léttir undir með hreinsunarferli líkamans, hefur jákvæð áhrif á þarma- flóruna og dregur úr líkamslykt. Acidophilus Bifidus Complex + FOS hjálpar til að viðhalda góðri meltingarflóru - tilvalinn ferðafélagi. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 3 26 99 05 /2 00 6 Ð Á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær urðu þau mistök að heildarvöruverð misreiknaðist í grein um verðsam- anburð. Í könnuninni kom fram að Bónus væri með lægsta verðið, 798 krónur. Hið rétta er að verslunin Krónan var með lægsta verðið í samanburðinum, 825 krónur en verðið í Bónus var 1.094 og er beðist afsökunar á þessum mistökum. Leiðrétting verðsamanburðar: Krónan með lægsta verðið GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 22.6.2006 Bandaríkjadalur 74,93 75,29 Sterlingspund 137,44 138,10 Evra 94,43 94,95 Dönsk króna 12,664 12,738 Norsk króna 11,881 11,951 Sænsk króna 10,248 10,308 Japanskt jen 0,6484 0,6522 SDR 110,37 111,03 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 130,9367 Gengisvísitala krónunnar ÚKRAÍNA, AP Júlía Timosjenkó verð- ur næsti forsætisráðherra Úkraínu. Hún skýrði frá því á þjóðþingi lands- ins í gær að flokkarnir þrír, sem kenndir eru við „appelsínugulu bylt- inguna“ veturinn 2004 til 2005, hafi náð saman um að mynda meirihluta- stjórn. „Við fengum annað tækifæri,“ sagði hún. „Ef við notum ekki þetta tækifæri þá mun úkraínska þjóðin segja að við hafi verið sjálfum okkur að kenna.“ Ásamt flokki hennar, sem heitir einfaldlega flokkur Júlíu Tímosjenkó, standa að stjórninni Sósíalistaflokkurinn og Okkar Úkr- aína, sem er flokkur Viktors Júsjenkós forseta. Júsjenkó forseti rak Timósjenkó úr embætti forsætisráðherra haust- ið 2005 og hefur síðan verið stirt á milli þeirra, sem er ein helsta ástæða þess að stjórnarmyndunar- tilraunir hafa gengið hægt. Nærri þrír mánuðir eru frá því þingkosn- ingar voru haldnar. Viktor Janúkóvitsj, leiðtogi Flokks héraðanna sem aðhyllist náið samband Úkraínu við Rússland, hafði gert sér vonir um að geta myndað stjórn með flokki Júlíu, næðu appelsínugulu flokkarnir ekki saman. Nýja stjórnin ætlar að efla tengslin við Vesturlönd og draga þá að sama skapi úr tengslunum við Rússland. - gb HAFA NÁÐ SAMKOMULAGI Roman Bezsmertny, leiðtogi Okkar Úkraínu, Júlía Tímósjenkó, sem verður forsætisráðherra, og Oleksandr Moroz, leiðtogi Sósíalista- flokksins, skýra frá því að þau ætli að mynda meirihlutastjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Appelsínugulu flokkarnir í Úkraínu ná loks saman um meirihlutastjórn: Júlía aftur forsætisráðherra DÓMSMÁL Karlmaður var í Héraðs- dómi Austurlands í gær dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað. Hann var ákærður fyrir að hafa stolið einni Sony digital-myndavél og fjórum DVD-diskum í Sölu- skála Kaupfélags Héraðsbúa, Kaupvangi, Egilsstöðum í maí 2006. Andvirði þýfisins nam ríf- lega 27 þúsund krónum. Maðurinn á að baki sakaferil allt frá árinu 1993. Í ljósi þess þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. -jss Síbrotamaður í fangelsi: Stal myndavél úr söluskála FÍKNIEFNI Fjórtán ára piltur var handtekinn í Kópavogi í fyrrinótt en hann er grunaður um að hafa neytt eiturlyfja. Lögregla gerði barnaverndaryfirvöldum viðvart. Þá var haft samband við foreldrana sem komu skömmu síðar og sóttu son sinn. Alls komu fimm fíkniefnamál upp í Kópavogi í fyrrinótt. Fimm manns á aldrinum 16 til 27 ára voru færð á lögreglustöð vegna gruns um eiturlyfjaneyslu. Í öllum málunum var að sögn lögreglu um einkaneyslu að ræða. Fólkinu var sleppt að loknum yfir- heyrslum og teljast málin fimm upplýst af hálfu lögreglu. - æþe Þrjú fíkniefnamál í Kópavogi: Fjórtán ára með fíkniefni JÓRDANÍA, AP Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna, Ehud Olmert og Mahmoud Abbas, föðmuðust er þeir hittust í fyrsta skipti á ráð- stefnu í Jórdaníu í gær, með Abdullah II Jórdaníukonungi. Olmert baðst afsökunar vegna þeirra þrettán Palestínumanna sem fórust í loftárás Ísraela í vikunni. Olmert sagðist þó ekki tilbúinn í friðarviðræður nema að Hamas- samtökin, sem stýra heimastjórn Palestínumanna, breyti viðhorfi sínu gagnvart Ísrael. Abbas hefur reynt að fá Hamas til að viðurkenna Ísrael sem forsendu fyrir friðar- viðræðum og binda þannig enda á hömlur á fjárhagsaðstoð Evrópu- ríkja. Ef það tekst ekki fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. -sgj Abbas og Olmert hittust: Viðræður eru sagðar í nánd OLMERT, ABBAS OG ABDULLAH II Leið- togarnir hittust yfir morgunverði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á sextugsaldri hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa, í afmælisveislu dóttur sinnar árið 2004, sett pylsu í klof sér líkt og um getnaðarlim væri að ræða og otað pylsunni upp að rassi gestkomandi stúlku, sem var þá ellefu ára. Vitnisburður stúlkunnar fékk einungis stoð í vitnisburði nokk- urra vinkvenna hennar en engra annarra. Auk þess bar vitnum ekki saman um það hvort pylsur hefðu yfir höfuð verið á boðstólum í afmælinu. Meint óviðurkvæmi- legt athæfi mannsins taldist því ósannað og maðurinn dæmdur sýkn. - sh Karlmaður á sextugsaldri: Sýknaður af pylsupoti í rass Grænlendingar sáttir Ánægja ríkir á Grænlandi með niðurstöður ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ólíkt ársfund- inum í fyrra stóðu Danir við loforð sín um að styðja kröfur Grænlendinga og Færeyinga og sömuleiðis fengu Græn- lendingar hrós fyrir rannsóknir sínar á hrefnu og reyðarhval. SJÁVARÚTVEGUR Tekinn á ofsahraða Erlendur ferða- maður var tekinn á 153 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni um tíuleytið í fyrrakvöld, á leið til Keflavíkur. Hann má reikna með 50 þúsund króna sekt. LÖGREGLUMÁL BLEKIÐ LÁTIÐ LEKA Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði: „Látið blekið leka!“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Ingimundur Sigurpálsson formaður og Vilmundur Jósefsson, varaformaður SA, skrifa undir samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR VINNUMARKAÐUR „Þessar aðgerðir stemma ekki stigu við verðbólgu heldur snerta verðbólgu að því leyti að menn ná samkomulagi og stuðla að því að það verður ekki ófriður á vinnumarkaði. Það er mikils virði,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, hagfræðingur hjá greining- ardeild Landsbankans. „Stjórnvöld þurfa nú að draga úr eftirspurninni í hagkerfinu, það hefur ekki verið gert með þessum aðgerðum. Þessar aðgerðir auka kaupmátt en draga ekki úr honum,“ segir hún. Fulltrúar stjórnar og stjórnar- andstöðu eru ánægðir með niður- stöðuna. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra kveðst ánægður með samningana. „Þeir eru grundvöllur þess að ná tökum á verðbólgunni þannig að stöðugleiki hefjist hér á ný. Svo fagna ég sérstaklega kjara- samningum sem snúa að þeim sem lægri hafa launin, þeir fá meira út úr þessu, og eins fjölskyldufólkið.“ „Það er of snemmt að hrósa sigri yfir verðbólgunni og jafn- vægisleysinu í efnahagsmálum þótt þetta sé vissulega jákvætt inn- legg svo langt sem það nær,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. „Það er fagnaðarefni hvað aðilar vinnumarkaðarins taka ábyrgt á málum en það er hins vegar seint og lítið sem frá ríkis- stjórninni kemur. Hún gerir þetta með ólund.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, taldi fagnaðarefni að aðilar vinnumark- aðarins hefðu skapað forsendur fyrir efnahagslegum og félagsleg- um stöðugleika „eftir að ríkis- stjórnin var búin að missa tökin á hagstjórninni og verðbólgan var komin á fulla ferð,“ en taldi aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt til að bæta kjör þeirra verst settu. „Þetta er í takt við það sem við höfum talað um í Frjálslynda flokknum,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins. „Ef þróunin hefði haldið áfram óbreytt þá hefði yngra fólk átt á hættu að glata heimilum sínum og lenda í skuldafangelsi,“ segir Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, og segir að aðilar vinnumarkaðarins hafi stillt ríkisstjórninni upp við vegg. „Ef ríkisstjórnin hefði ekkert gert þá hefði hún lent í erfiðri stöðu í komandi kosningum en við vonum og treystum því að þetta takist.“ - sh/sdg/ghs Ríkisstjórninni var stillt upp við vegg Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að ungt fólk hafi átt á hættu að lenda í skuldafangelsi ef ríkisstjórninni hefði ekki verið stillt upp við vegg. Hagfræð- ingur telur aðgerðirnar ekki stemma stigu við verðbólgu en séu mikils virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.