Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 34
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR6 Listamaðurinn Snorri Ás- mundsson segist ekki oft gera slæm kaup enda keppi hann ekki að lífsgæðum. Hann var hins vegar ekki lengi að svara því hver væru hans bestu kaup. Snorri Ásmundsson hefur komið víða við og því lék blaðamanni for- vitni á að vita hver væru bestu og verstu kaup sem hann hefur gert á lífsleiðinni. Snorri virðist ekki eltast mikið við efnisleg gæði og það var langur umhugsunarfrestur sem listamaðurinn og frambjóðandinn fyrrverandi tók sér til þess að kom- ast að því hver væru verstu kaup sem hann hefði gert. „Ég man nú bara ekki eftir neinum slæmum kaupum sem ég hef gert nýlega,“ segir Snorri hikandi. „Eða jú, kannski, það eru alltaf slæm kaup að borga sig í bíó inn á eitthvað Hollywood-rusl og ganga svo út í hléi,“ segir hann og bætir því við að það gerist í um það bil 90 prósentum tilvika þegar hann fer í bíó. „Annars er ég ekki kaupóður maður. Ég er ekki mikið í þessu lífsgæðabrjálæði eins og svo margir eru í. Ég geri því ekki svo mörg slæm kaup.“ Það stóð hins vegar ekki á svör- unum þegar Snorri var spurður hver væru bestu kaupin sem hann hefði gert. „Ætli bestu kaupin mín séu ekki þau þegar að ég keypti rósir handa kærustunni minni, það voru bara svo miklar tilfinningar í þeirri gjöf,“ segir hann og gefur engar frekari útskýringar á rósa- gjöfinni rómantísku. valgeir@frettabladid.is Ekki mikið fyrir lífs- gæðakapphlaup Snorri Ásmundsson gefur ekki mikið fyrir lífsgæðakapphlaupið. Nú er veiðitímabilið komið á fullt og laxinn bíður í hyljunum. Að því tilefni bíður Útilíf upp á nokkur tilboð. Slate-öndunarvöðl- ur, sem áður kostuðu 37.990 krón- ur, kosta nú 29.990 krónur. Þetta er rúmlega 20 prósenta afsláttur. Einnig er hægt að fá Slate-vöðlu- jakka á 24.990 krónur. Fyrir þá sem eru að byrja í veiðinni er hægt að fá flugna- stangasett, stöng, hjól og línu, frá 14.700 krónum. Fyrir lengra komna er vert að athuga að sett með lífstíðarábyrgð, sem áður kostaði 24.990 krónur, kostar nú 21.490 krónur. Veiðivörur í úrvali BETRA BAK BÝÐUR UPP Á FJÖLDA TIL- BOÐA Á RÚMUM OG SVEFNSÓFUM. Á heilsu- og hægindadögum Betra baks er hægt að fá stillanleg rúm á góðu tilboði, en einnig king- og queen-stærðir á venjulegum dýnum og svefnsófa. Til dæmis er hægt að fá dýnu í king-stærð, botn, lappir, hlífðardýnu og lúxuslak á 159.000 krónur. Sami pakki, en með queen- stærðar dýnu fæst á 119.900 krónur. Einnig er sýningarsalur búðarinnar fullur af nýjum svefnsófum sem eru á tilboði. Heilsu- og hægindadagar Í Betra baki er til dæmis hægt að fá tempurdýnur. Sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði 16.- 25. júní 2006 Fjörukráin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn: Fjörukráin Sími 565-1213 www.fjorukrain.is Föstudaginn 16. júní kl.17.00 hefst víkingahátíð við Fjörukrána í Hafnarfirði. Bardagamenn og bogaskyttur, glímumenn og útskurðarmenn, steinhöggvarar og járnsmiðir, sögumenn og seiðkonur, tónlistarmenn og galdramenn. Sænski sögumaðurinn Jerker Fahlström rifjar upp ævintýri Ása og hinna fornu goða er hann segir okkur frá Ásaþór, Loka og þeim félögum. Jerker er orðinn fastur liður og segir sögur sínar á íslensku. Rimmugýgur, hafnfirski bardaga- og handverkshópurinn sér um bardagana ásamt Jómsvíkingunum alþjóðlegum hópi úrvalsvíkinga. Annar íslenskur víkingahópur, Hringhorni frá Akranesi sýnir leiki fornmanna. Fjöldi handverksmanna, íslenskra sem erlendra verða á markaðnum. Norska víkingahljómsveitin Skvaldr og hin dansk-íslenska Kráka munu skemmta gestum alla dagana. Dansleikir öll kvöld, Hollenska raggea hljómsveitin Five-4-vibes og hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Opið verður alla daga frá 16. til 18. júní og aftur 23. til 25. júní. Kynnir hátíðarinnar er Steinn Ármann Magnússon. ATH: Dagskrá Sólstöðuhátíðarinnar er á heimasíðunni: fjorukrain.is Sumarútsalan er hafin 30 til 60% afsláttur Hæðasmára 4 • s. 544-5959 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.