Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 62

Fréttablaðið - 23.06.2006, Side 62
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR30 Tveir af fastapennum Frétta- blaðsins, þeir Sverrir Jakobsson og Ólafur Hannibalsson, auk Björgvins Guðmundssonar, virð- ast af skrifum sínum vera með Framsóknarflokkinn á heilanum. Fleiri mætti nefna en ég kýs að láta það kyrrt liggja, a.m.k. í bili. Þeir Björgvin og Ólafur hafa lifað tímana tvenna og ættu því að þekkja sögu Framsóknarflokks- ins vel og Sverrir sem er sagn- fræðingur ætti að þekkja 90 ára sögu flokksins. Þrátt fyrir þennan bakgrunn þremenninganna eru skrif þeirra eins ófagleg og ósmekkleg og pólitísk umræða getur orðið. Þegar skrifin eru skoðuð þá fer ekki á milli mála að tilgangurinn er einn og hann er sá að kasta rýrð á Framsóknarflokk- inn og þess vandlega gætt að hvergi sé minnst á afrekaskrána sem sagnfræðingur og reynslu- boltar í þjóðfélagsumræðu ættu best að vita, vilji þeir láta taka sig alvarlega. Að kasta steini úr glerhúsi Nýjasta grein Sverris sagnfræð- ings er háðsglósa um ótímabært andlát Framsóknarflokksins og meinta yfirtöku eignarhaldsfé- lagsins Exbé á réttindum og skyld- um flokksins. Sennilega væri greinin fyndin ef hún kæmi ann- ars staðar frá en úr herbúðum stjórnmálaflokks sem byggður er á rústum Alþýðubandalagsins sem varð bæði hugmyndafræði- lega og fjárhagslega gjaldþrota. Gjaldþrotið varð við hrun Berlín- armúrsins, en brautryðjendur flokksins voru bæði fjármagnaðir og heilaþvegnir af kommúnista- flokkum austantjaldsríkjanna. Dylgjur um vafasama fjármála- starfsemi frá sagnfræðingi, sem virðist hafa stjórnmálainnsæi sem aðeins nær aftur fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar og hefur valið sér stjórnmálahreyf- ingu sem á sér vafasama sögu nátengda einræðisríkjum austan- tjaldsríkjanna og fjárhagslegu hruni ættu ekki að vera svara verðar. Hins vegar er svo komið að það er ekki lengur hægt að sitja þegjandi undir þessu, enda grjót- kast úr glerhúsum aldrei verið talið skynsamlegt. Hækjan Björgvin Guðmundsson sleppir hækjunni og heldur fast um penn- ann í síðasta pistli þegar hann ávarpar Framsóknarflokkinn sem hækju íhaldsins. Hann telur að flokkurinn verði með öllu áhrifa- laus í samstarfinu í borginni og hlýtur þá að miða við reynslu Alþýðuflokksins af samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn bæði í Við- reisnarstjórninni og í Viðeyjar- stjórninni. Ekki er ég viss um að Jón Baldvin og aðrir foringjar Alþýðuflokksins deili þeirri skoð- un með Björgvini. Í sömu grein er hann svo að velta því fyrir sér að ef Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki tapað svona miklu fylgi þá hefði Reykjavíkurlistinn haldið meiri- hluta sínum. Hann saknar greini- lega hækjunnar sem hann hefur stuðst við í meirihlutasamstarfi í Reykjavík sl. 12 ár. Í hans spor- um væri skynsamlegra að tala um hækjuna með meiri virðingu en hann hefur ástundað í skrifum sínum fram að þessu, því án hennar er hann dæmdur í minni- hluta nema að vera hækja sjálfur samkvæmt hans eigin kenning- um. Don Kikote Ólafur Hannibalsson er sérkapít- uli út af fyrir sig en heilagt stríð hans gegn Framsóknarflokknum má líkja við baráttu Don Kíkóti við vindmyllurnar þar sem Þjóð- arhreyfingin er í hlutverki hins dygga þjóns Sansjós. Ólafur hefur gengið lengra en aðrir fjandmenn Framsóknarflokksins sem hér hefur verið fjallað um því hann hefur kært Framsóknarflokkinn fyrir meint kosningasvindl við síðustu borgarstjórnarkosningar. Þau skrif og sá málatilbúnaður allur er það versta sem komið hefur frá andstæðingum Fram- sóknarflokksins síðan Ólafur heit- inn Jóhannesson var bendlaður við Geirfinnsmálið. Við framsókn- armenn spyrjum að leikslokum í því máli og ég vona svo sannar- lega að Don Kíkóti fái svo þungt högg af vindmyllunum í þeirri við- ureign, að það sjái undir iljarnar á Sansjó sem þó hefur fylgt hús- bónda sínum í vonlausri baráttu fram að þessu. Of langt gengið Það er ekki meiningin með þess- um skrifum að meiða þessa pistla- höfunda persónulega. Staðreyndin er einfaldlega sú að þeir hafa með skrifum sínum gengið of langt í því sem kalla má ofstæki og þrá- hyggju í garð eins stjórnmála- flokks. Ef allt það sem hefur verið sagt og skrifað í aðförinni að Framsóknarflokknum er skoðað og nafnið Framsóknarflokkurinn tekið út og gyðingur sett í staðinn þá blasir við hvað hér er á ferð- inni. Það er í lagi að skrifa beitt og horfa gagnrýnum augum á samfé- lagið en til þess að það sé mark- tækt þá þurfa menn að gæta sann- girni og reyna þá í leiðinni að hitta ekki sjálfa sig fyrir. Með Framsókn á heilanum UMRÆÐAN SKRIF UM FRAM- SÓKNARFLOKKINN ÓSKAR BERGSSON VARABORGARFULLTRÚI Það er í lagi að skrifa beitt og horfa gagnrýnum augum á samfélagið en til þess að það sé marktækt þá þurfa menn að gæta sanngirni og reyna þá í leiðinni að hitta ekki sjálfa sig fyrir. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur nú tekið við í Reykjavík. Íhaldið fékk bæði borgarstjórann og forseta borgar- stjórnar en það eru tvö aðal- embætti borgarstjórnar. Fram- sókn fær fundarstjóra borgarráðs! Ljóst er að í þessu efni hefur Framsókn samið af sér. Auðvitað hefði Framsókn átt að fá forseta borgarstjórnar úr því Sjálfstæðis- flokkurinn fékk borgarstjórann. Löngusker gleymd Stærsta kosningaloforð Fram- sóknar var að flytja ætti Reykja- víkurflugvöll á Löngusker í Skerjafirði. Segja má, að Fram- sókn hafi keyrt mestalla kosn- ingabaráttuna á þessu loforði. Ekkert er minnst á Löngusker í nýjum málefnasamningi meiri- hlutans. Það loforð virðist gleymt. Það eina sem er sagt er, að ákveða eigi á kjörtímabilinu staðsetn- ingu flugvallarins. Það er lítið annað en R-listinn hafði ákveðið. Annað stórt kosningaloforð Framsóknar var, að öll ungmenni ættu að fá 40 þúsund króna frí- stundakort til þess að auðvelda þeim að stunda íþróttir og aðrar tómstundir. Þetta loforð virðist einnig hafa dottið upp fyrir í óða- goti Framsóknar við að komast upp í hjá íhaldinu. Nú er aðeins talað um að ræða eigi við íþrótta- félögin um þetta mál og gefa út frístundakort síðar en engin upp- hæð er nefnd. Skreyta sig með fjöðrum R-listans Eitt stærsta málið í kosningunum voru málefni aldraðra. Mjög er loðið það sem nýi meirihlutinn segist ætla að gera í þeim mála- flokki. Það, sem brennur heitast á öldruðum í Reykjavík, er skortur á hjúkrunarrými. Varðandi þau mál er lítið bitastætt að finna hjá nýja meirihlutanum. Nýi borgar- stjórinn minntist á hjúkrunar- heimili, sem R-listinn hafði sett í gang svo sem á Lýsisreitnum. En ekki dugar að skreyta sig með fjöðrum frá R-listanum. Fleira verður að koma til. Nýi meirihlut- inn talar einnig um að hefja undir- búning að byggingu íbúða fyrir aldraða. Það er gott svo langt sem það nær en hjúkrunarheimilin eru mikilvægari að mínu mati. Þar er þörfin brýnust. Framsókn svíkur kosningaloforð Framsókn lofaði gjaldfrjálsum leikskóla en það loforð verður svikið. Í staðinn er talað um að lækka leikskólagjöld um 25%! R- listinn hafði þegar byrjað að lækka leikskólagjöld og Samfylkingin og Vinstri græn boðuðu gjaldfrjálsan leikskóla. Miklu skiptir að halda leikskólunum snurðulaust gang- andi, tryggja starfsfólk og greiða því mannsæmandi laun. Undir for- ustu Steinunnar Valdísar, borgar- stjóra R-listans, voru laun starfs- fólks á leikskólum hækkuð og með því tókst að tryggja rekstur leik- skólanna en áður voru þeir við það að stöðvast. Margir íhaldsmenn gagnrýndu þessa ráðstöfun R-list- ans. Launaútgjöldin gagnrýnd Sjálfstæðisflokkurinn er nú byrjaður að hnýta í R-listann fyrir fjármálastöðu borgarinnar en ekki var minnst á þau mál í kosningabaráttunni. Segir Sjálf- stæðisflokkurinn, að nýir launa- samningar hafi kostað meira en talið var og sagt áður. Mjög er þó óljóst það sem Sjálfstæðisflokk- urinn segir í þessu efni. Það er ekkert nýtt að nýir launasamn- ingar kosti meira en áætlað er. Bæði ríki og sveitarfélög hafa fundið fyrir því. En ljóst er, að nýi meirihlutinn er að búa Reyk- víkinga undir að fallið verði frá fleiri kosningaloforðum en þegar er komið í ljós. Þegar íhaldið missti meirihlut- ann í Reykjavík 1978 var ástandið í fjármálum borgarinnar svo slæmt eftir meira en hálfrar aldar valdatímabil Sjálfstæðisflokksins, að ekki var unnt að borga út laun borgarstarfsmanna nema með sér- stökum ráðstöfunum. Íhaldið fær Orkuveituna Framsókn hefur afhent íhaldinu forustu Orkuveitunnar fyrstu tvö árin. Er það athyglisvert, þar eð árásir íhaldsins á Framsókn (Alfreð Þorsteinsson) vegna Orku- veitunnar voru mjög hatrammar. Var í því sambandi talað um óráð- síu og ævintýrafjárfestingar. Nú er sá, sem stóð fyrir árásunum á Framsókn, gerður að formanni Orkuveitunnar! Hefur hann þegar gefið í skyn, að risarækjueldi Orkuveitunnar verði slegið af. Er ljóst, að borgarfulltrúi Framsókn- ar lætur allt yfir sig ganga aðeins, ef hann fær að tilheyra meiri- hlutanum. Kosningaloforðin gleymd! UMRÆÐAN BORGARSTJÓRN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON FYRRVERANDI BORGARFULLTRÚI Nýi borgarstjórinn minntist á hjúkrunarheimili, sem R-list- inn hafði sett í gang svo sem á Lýsisreitnum. En ekki dugar að skreyta sig með fjöðrum frá R-listanum. Fleira verður að koma til. um helgina ������� �� �� ����� ������������� � �� ��� ��� ��������� �� ���� ���������� ������� ���� � �� � �� �� �� ��� ��� �� ��� ��� ��� ���� ����� ���� ��� �� ����� ���� ��� � �� ��� ���� �� ��� ��� ��� ���� ��� ��� ��� �� ���� ��� ��� ��� ��  ��� �� ��� ���� ��� ����  ���� ��� ���� ���� ���� �������� ���������� �� ��� �� ��� �� � ����� � � ����� ������ ������� ������� ���� � ������ �������� ����� ������� �������� ���� ����� ������ ������ ��� ��� ������ �� ��� � ����� � ����� ������ ��� ��� � ����� � ����� �� ��� � ������ � ���� �� ��� ������ ��� �� � ������ ������ ������ �� ���� ������ � �� ������� ������ ������ ������ ������ ������ ������ ������ ������ � ������ ��� ���� ����� �� ����� � ����� �� ������ � ��� ������ ������ ������ ������� ������ ������ ������ ���� ������ ������ ��� �� �� ��� ������ � �� �� ���� ����� ������� � ������� ���� ����� ��� ��� �� ������ ������ ����� ������� ������� �� ������ ���� ������ ������ ������ ���� ����� ������� ������ ������ �� ������ ����� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� ���� �� ������������������������������������������������������������������ � ����� ������� �������� REYNSLUSÖGUR // FRÉTTIR // KYNLÍF // HEILSA // HVERJIR VORU HVAR // INNLIT // VIÐTÖL // UPPSKRIFTIR // STJÖRNUR Á leið í Miss World & leikur í Erninum � � ������������ ����� ���� ������������� ��� �� ������������ �������������� ������ ��������� ��� ������������� � ���������������� �������������� ���������������� ������� �������������������������� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ����������� ��������������� ������������� ���������������� ��� ����� �� ����� �

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.