Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 38
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2
Áður fyrr var einungis hægt að fá
mjög gervileg silkiblóm inn í stofu
sem vöktu meiri óskunda en prýði
en nú er hægt að fá silkiblóm bæði
inni og úti og verður sífellt erfiðara
að sjá muninn á alvöru og gervi.
„Það er mun algengara núna
að Íslendingar kaupi sér silkiblóm
bæði inni og úti og ég held að það
tengist auknum ferðalögum erlend-
is. Þá getur fólk skellt sér í fríið
og þarf ekki að fá einhvern til að
hugsa um plönturnar,“ segir Hrönn
Óskarsdóttir, starfsmaður Soldis í
Blómavali.
„Vinsælustu blómin eru tóbaks-
horn og hengitóbakshorn, sem er
minni útgáfan. Bóndarósirnar eru
mjög vinsælar í sumarbústaðinn
en við seljum líka öll algengustu
blómin eins og stjúpur, begoníur,
pelargóníur og hortensíur. Við erum
meira að segja með kryddjurtir í
pottum. Í silkiblómunum er mjög
gott litarefni sem hefur gefið góða
reynslu og endist mjög vel, jafnvel í
þrjú til fjögur ár. Inniblómin endast
enn lengur. Trén eru líka mjög vin-
sæl í garðinn og seljum við mikið
af trjám sem eru klippt til í keilur
og kúlur eins og maður sér víða
erlendis,“ segir Hrönn en í Soldis í
Blómavali fást fjöldamargar gerðir
af gervitrjám.
„Við flytjum mikið af silkitrján-
um inn frá Ítalíu en tréin sem við
seljum eru á ekta stofni sem hefur
verið innþurrkaður. Á hann eru
boruð göt og greinarnar límdar í.
Þau líta þar af leiðandi mjög eðli-
lega út.“
„Silkiblómin eru oftast seld í
pottum en fólk setur þau líka í
hengipotta og vírar þau jafnvel
niður svo þau fjúki ekki. Það getur
oft verið veðrasamt á Íslandi og við
getum einnig fest plönturnar ofan í
potta og ker með sterkum efnum,“
segir Hrönn en ekkert mál er að
þrífa plönturnar. „Best er að láta
þær undir sturtuna og jafnvel þrífa
þær með smá sápuvatni ef þær eru
mjög skítugar eftir sumarið.“
Líta ótrúlega eðlilega út
Silkiblóm eru fyrirbæri sem hefur notið sífellt meiri vinsælda hér á landi
Kúlulaga tré sjást æ oftar hér á landi líkt og erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Silkiblóm sem nota á úti eru yfirleitt víruð í potta og ker. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hvít tóbakshorn eru flott í garðinn.FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hvítt og lillað eru litirnir í ár - líka í silki-
blómum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Stjúpur er meira að segja hægt að fá sem silkiblóm. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
„Við bjóðum upp á glerhús sem
eru sólstofur úr póstalausu gleri
sem hægt er að opna alveg og loka
alveg. Fólk getur sem sagt fengið
verönd sem er bæði inni og úti,“
segir Gunnar Svanberg Jónsson,
eigandi Glers og brauta.
„Það er mjög auðvelt að ráða við
hitastigið í þessum glerhúsum þar
sem hægt er að opna allar hliðarn-
ar til og frá. Það er til dæmis mjög
þægilegt að vera með heitan pott í
þessum sólstofum. Einnig er gott að
grilla í þeim og vera með alls kyns
aðstöðu sem aðeins er hægt að vera
með undir berum himni þar sem
glerhúsin eru fullopnanleg,“ segir
Gunnar en Gler og brautir eru með
svokallað Cover-glerbrautakerfi.
„Kerfið er til dæmis skröltfrítt sem er
tvímælalaust kostur hér á landi. Við
höfum gengið frá um þrjú hundruð
sölum með þessu kerfi og hefur það
gefið mjög góða reynslu. Við bjóð-
um upp á fimm ára ábyrgð en fyrsta
kerfið sem sett var upp fyrir tuttugu
árum er enn í lagi. Það var reynd-
ar ekki hér á landi en þessi ending
segir engu að síður margt um kerf-
ið. Það er nánast viðhaldsfrítt.“
„Það er ekkert mál að þrífa kerf-
ið. Fyrsta rúðan er opnuð inn og
þrifin beggja vegna og síðan koll af
kolli. Hægt er að fá hvaða lit sem
er á brautunum og við getum pól-
íhúðað grindina í hvaða lit sem er.
Þannig að fólk getur fengið sólstofu
með öllum bitum í þeim lit sem það
vill. Glerið er alltaf gegnsætt en
hægt er að fá sandblástursfilmur í
það. Persónulega mæli ég samt með
gluggatjöldum,“ segir Gunnar en
Gler og brautir selja einnig handrið
og svalagler.
Verönd inni og úti
Fyrirtækið Gler og brautir býður upp á fullopnanleg
glerhús sem eru nánast viðhaldsfrí.
Þægilegt er að hafa heitan pott inn í sólstofunni.
Glerhúsin eru opnanleg frá öllum hliðum.
Gunnar er nú ásamt starfsmönnum Glers og brauta að smíða 22 fermetra sólstofu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA