Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 20
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Hlutfall íslenskra, norrænna og bandarískra leikinna mynda í bíó árið 2004 Íslendingur verður meðal þeirra 15 þátttakenda sem keppa í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur verður í Banda- ríkjunum í sumar. Það er hann Guðmundur Magni Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, sem syngur fyrir hönd Íslendinga í þáttunum, en áheyrnarprufur voru haldnar hér á landi fyrir nokkrum mánuðum þar sem fjöldi manns tók þátt. Hvað er Rock Star: Supernova? Rock Star: Supernova er önnur þáttaröðin af raunveruleikaþáttunum Rock Star þar sem keppt er um stöðu söngvarans í þeirri hljómsveit sem spilar í hverri þáttaröð. Síðast var það ástralska hljómsveitin INXS sem leitaði að söngvara en í ár var sett saman hljómsveit sérstaklega fyrir þáttinn. Hún samanstendur af Jason Newstead úr Metallica, Tommy Lee úr Mötley Crüe og Gilby Clarke úr Guns N‘Roses. Í hverjum þætti syngja keppendur valin lög með hljómsveitinni og að því loknu kjósa sjónvarpsáhorfendur um það hver dettur úr leik. Að lokum verður aðeins sigurvegarinn eftir. Hvað fær sigurvegarinn í sinn hlut? Sá keppandi sem kemst í gegnum alla niðurskurði verður fjórði meðlimur- inn í hljómsveitinni Supernova, en hún mun taka upp að minnsta kosti eina plötu að þáttaröðinni lokinni og fara að því loknu í tónleikaferð um heiminn. Það er ljóst að til mikils er að vinna, því erf- itt er að verða ekki heimsfrægur sem söngvari hljómsveitar á borð við Supernova. Hver er Magni? Magni hefur í mörg ár verið söngvari Á móti sól, einnar helstu sveitaballahljóm- sveitar landsins. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995, en Magni gekk ekki í hana fyrr en haustið 1999. Hann hefur kannski lítið verið þekktur fyrir þess háttar söng sem rokk- ararnir úr Metallica, Mötley Crüe og Guns N‘Roses leita að, en þeir Íslendingar sem hafa heyrt kraft- mikla rödd hans vita að hann er til alls líklegur. Nú vona landsmenn að þátturinn verði góður stökkpallur fyrir Magna upp á stjörnuhimininn. FBL-GREINING: ROCK STAR: SUPERNOVA Sungið til sigurs í beinni útsendingu Markmiðið að efla virka samkeppni Dagur Group var á dögunum sektað af Samkeppniseftirlitinu um 65 milljónir fyrir það að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins er til svara. Hvað gerir samkeppniseftirlitið? Það hefur eftirlit með samkeppnislögum sem hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með að vinna að hagkvæmri nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins. Hvenær var það stofnað? Það var stofnað 1. júlí í fyrra og tók þá við af Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráði. Með þessari breytingu þá voru í raun- inni sett ný samkeppnislög og helstu breytingarnar eru í raun breytingar á stjórnsýslu þannig að Samkeppniseftir- litið einblínir nú á samkeppnismálin og er ein stofnun með sérstakri stjórn sem rannsakar og tekur ákvarðanir í málum. Áður var Samkeppnisstofnun sem hafði með samkeppnismál að gera en hafði líka eftirlit með réttmætum viðskipta- háttum en sá þáttur starfseminnar fór til Neytendastofu. Hversu mörgum málum sinnir Sam- keppniseftirlitið? Nú eru til formlegrar stjórnsýslumeðferðar um eitt hundrað mál og starfsemi Samkeppniseftirlitsins fer vaxandi. SPURT & SVARAÐ SAMKEPPNISSTOFNUN PÁLL GUNNAR PÁLSSON FORSTJÓRI. Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? 1375 11 ÍSLENSKAR NORRÆNAR BANDARÍSKAR Heimild: Hagstofa Íslands Samruni Burðaráss og Straums Fjárfestingabanka í september í fyrra var sameining til sóknar. Sameiningin gekk ekki snurðu- laust fyrir sig og blossuðu upp átök innan stjórnar Straums- Burðaráss í mars þegar Magnús Kristinsson var sniðgenginn í kjöri til varaformanns stjórnar. Svo virðist þó vera að samstarfs- örðugleikar meðal stjórnarmanna og stjórnenda nái lengra aftur í tímann. Nokkrir einstaklingar sem gegndu yfirmannsstöðum í Burðarási voru látnir fara eftir samrunann og jafnvel hefur heyrst að stjórnarmenn hafi átt í óeðli- legum viðskiptum við félagið eða notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu. Þá er ljóst að Björgólfur Thor Björ- gólfsson og Magnús eiga ekki skap saman. Deilt um lögmæti fundar Allt sprakk í háaloft á miðviku- dagskvöldið þegar þrír af fimm stjórnarmönnum í Straumi ákvaðu að víkja Þórði Má Jóhannessyni úr starfi forstjóra Straums-Burðar- áss á löngum átakafundi og réðu Friðrik Jóhannsson, sem gegndi forstjórastarfi í Burðarási á sínum tíma, í hans stað. Umræddur fundur var boðaður eftir að til stjórnar barst krafa frá hluthöfum undir forystu Magnús- ar um að boðaður yrði hluthafa- fundur í félaginu til að kjósa nýja stjórn og fá rétta mynd á eignar- hlutföll í stjórninni. Telur minni- hluti hluthafa að Páll Þór Magnús- son, fulltrúi Grettis í stjórn, sé umboðslaus eftir að Landsbankinn og Björgólfsfeðgar náðu meiri- hluta í Gretti. Stjórnarmennirnir Kristinn Björnsson og Magnús eru mjög ósáttir með lyktir mála og telja fundinn á mið- vikudaginn hafa verið ólög- legan og kynntu sín sjónar- mið fyrir Fjármálaeftirlitinu í gær. Álíta þeir að meirihlutinn hafi ekki farið eftir starfs- reglum stjórnar þegar hann ákvað að fá Birgi Már Ragn- arsson, framkvæmdastjóra Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, á fundinn sem varamann Páls Þórs, sem var staddur erlendis, en ekki Finn Geirsson sem Páll Þór hafði til- nefnt sem sinn varamann á stjórn- arfundi þann 26. apríl. Samkvæmt reglum stjórnar er Birgir Már varamaður Björgólfs Thors Björg- ólfssonar. Kristinn og Magnús telja að Finnur sé réttur og lögleg- ur varamaður Páls Þórs. „Við töld- um þetta vera kolólögt athæfi og við létum bóka það í upphafi fund- ar að allur gjörningur sem fram færi á fundinum væri ólöglegur,“ segir Magnús Kristinsson. Meirihlutinn, undir forystu Björgólfs Thors, segir engum vafa undirorpið að fundurinn var hald- inn í samræmi við lög, samþykktir og starfsreglur bankans og bendir á að lögfræðingur bankans hafi staðfest um lögmæti fundarins í fundargerð. Páli Þór hafi verið heimilt að tilnefna annan vara- mann en Finn þar sem sú tilnefn- ing sé ekki bindandi og alfarið á valdi viðkomandi stjórnarmanns. Farsæll forstjóri tekur pokann Brotthvarf Þórðar Más vekur auð- vitað athygli en hann er jafnframt tíundi stærsti hluthafinn í félaginu í gegnum Fjárfestingafélagið Brekku. Þórður Már hefur notið virðingar í viðskiptalífinu og meðal starfsmanna Straums, og trausts helstu hluthafa eins og Kristins, Magnúsar og lífeyris- sjóða. Hvers vegna var þá maðurinn látinn víkja? Svo virðist sem sam- skiptaörðugleikar forstjóra og stjórnarformanns hafi stigmagn- ast að undanförnu sem sá síðar- nefndi gat ekki búið við. Björgólf- ur hefur litið svo á að til þess að ná tökum á félaginu hafi orðið að fórna Þórði vegna náinna tengsla við stjórnarmenn í minnihluta. Lagði stjórnarformaður það til að Þórður tæki sér frí fram yfir hlut- hafafund, sem hefur verið boðaður 19. júlí næst komandi, og kæmi ekki nálægt stjórnun félagsins á meðan. Magnús segir að hann hafi lýst því yfir að hann væri á móti þessari tillögu: „Ef þú vilt ekki hafa mann þá rekurðu hann bara strax.“ Stjórnarformaður bauð for- stjóra að taka sér frí frá störfum sem sá fyrrnefndi afþakkaði. Var þar með tæplega fimm ára starfi Þórðar Más hjá Straumi lokið, hvað sem síðar kann að gerast. Vildi taka á óþolandi stöðu Björgólfur Thor sagði á blaða- mannafundi í gær að átök innan eigendahóps fjárfestingabankans hafi haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd félagsins. Sem stjórnar- formaður beri hann ábyrgð gagn- vart öllum hluthöfum félagsins og hafi því orðið að taka ábyrgð á þeirri stöðu sem var orðin óþol- andi að hans mati. „Atburðarrás gærdagsins [miðvikudagsins] gerði það alveg tært í mínum huga að þetta ástand væri ekki hægt að búa við öllu lengur.“ Hann segist ekki vera þannig maður að sætta sig við það óvissuástand sem komið var upp innan félags- ins og vildi eyða óvissu með því að fá hana út af borðinu. Eins og staðan er í dag hafi núverandi fimm manna stjórn verið kosin þar til annað kemur í ljós. „Meirihlutinn ræður, þetta er bara mjög einfalt mál.“ Björgólfur íhugaði vandlega að selja hlut Samsonar í Straumi eftir varaformannsslaginn í mars en það kom í ljós að það var hæg- ara sagt en gert að fá kaupanda. „Ég var alveg tilbúinn til að selja en það var bara enginn sem gat komið og keypt með peningum.“ Hann vildi peninga en ekki hluta- bréf. Björgólfur segir ekki koma til greina að svo stöddu að sam- eina Straum og Landsbankann eða taka Straum yfir en eignar- hald hans og tengdra aðila nemur um 38 prósentum af hlutafé Straums. Magnús og Kristinn telja hins vegar að ef Björgólfur Thor á fyrir þremur stjórnar- mönnum í stjórn Straums þá sé komin klár yfirtökuskylda í félag- inu, enda dugi núverandi atkvæða- magn Björgólfsfegða, Grettis og Landsbankans ekki fyrir þremur sætum. eggert@frettabladid.is Meirihlutinn lét til sín taka Trúnaðarbrestur milli stjórnarformanns Straums og forstjóra er ástæða uppsagnar Þórðar Más Jóhannesson- ar. Deilt er um lögmæti óreglulegs stjórnarfundar. Minnihluti stjórnar telur að yfirtökuskylda hafi myndast ef meirihluti eigi fyrir þremur stjórnarmönnum. Björgólfur Thor er tilbúinn að selja hlut sinn fyrir peninga. MEIRIHLUTINN LÉT TIL SKARAR SKRÍÐA Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, útskýrði sjónarmið meirihluta fyrir brottvikningu Þórðar Más Jóhannessonar úr forstjórastóli. Friðrik Jóhannsson, nýr forstjóri, situr við hlið hans. STJÓRNARMENN Í STRAUMI OG VARAMENN Aðalmaður Tilnefndur varamaður Björgólfur Thor Björgólfsson * Birgir Már Ragnarsson Eggert Magnússon * Þórunn Guðmundsdóttir Kristinn Björnsson Gunnar Sch. Thorsteinsson Magnús Kristinsson Guðjón Auðunsson Páll Þór Magnússon * Finnur Geirsson * Meirihluti stjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.