Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 24
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.585 +0,37% Fjöldi viðskipta: 338 Velta: 5.859 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hlutabréf í úrvalsvísitölu: Actavis 62,70 -0,63% ... Alfesca 3,55 +0,00%... Atorka 5,95 +0,85% ... Bakkavör 44,70 -1,11% ... Dagsbrún 5,73 +0,00% ... FL Group 17,70 -1,67% ... Flaga 3,94 +0,00% ... Glitnir 17,80 +1,14% ... Kaupþing banki 753,00 +1,07% ... Landsbankinn 21,10 +0,00% ... Marel 70,10 +1,01% ... Mosaic Fashions 15,70 +2,61% ... Straumur-Burðarás 19,10 +0,00% ... Össur 108,00 -0,92% MESTA HÆKKUN Mosaic Fashons +2,61% Glitnir banki +1,14% Kaupþing banki +1,07% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -2,26% FL Group -1,67% Bakkavör -1,11% Velta á fasteignamark- aði hefur dregist saman meðan metframboð er af nýbyggingum. Allt útlit er fyrir einhverjar verðlækkanir húsnæðis í höfðuðborginni, helst í úthverfum. Sumarið kann að spila inn í ró- legri tíð í fasteignasölu. „Við getum búist við fimm til tíu prósenta raunlækkun á fasteigna- markaði á næstu misserum“, segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, og bætir við „Veltan er minni en áður og framboð nýbygginga mikið auk þess sem fjármagnskostnaður hefur hækkað. Þetta dregur þig í raun að þeirri niðurstöðu að verð- lækkanir séu í spilunum.“ Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um nærri þriðjung síðan í vor. Að meðaltali hefur tuttugu og fimm til þrjátíu samn- ingum verið þinglýst á dag það sem af er júní, en í mars og apríl var um fjörutíu samningum þing- lýst að meðaltali. Þá hafa vaxtahækkanir orðið til þess að fjármagnskostnaður við húsnæðiskaup hefur hækkað um tíu prósent síðastliðna tólf mánuði. Loks er útlit fyrir metframboð á húsnæði í ár eða um fjögur þúsund nýjum íbúðum. Snorri telur að íbúar í úthverf- um verði meira varir við verðlækk- anir en miðborgarbúar. Það sé þekkt erlendis að sveiflur séu meiri í útjaðri borga en í miðborgum „Það er mun meira framboð á íbúð- um í úthverfunum. Í miðbænum er minna framboð en eftirspurnin er líka jafnari. Þá eru ýmsir aðrir þættir, til að mynda hækkandi bensínverð sem gera það enn fýsi- legra en ella að búa miðsvæðis í námunda við þjónustu.“ Bárður Hreinn Tryggvason, annar eigenda fasteignasölunnar Valhallar, segist ekki eiga von á verðlækkunum þótt hugsanlegt sé að leiðrétting verði á þeim eignum sem hafa verið of hátt metnar. Vissulega hafi hægst aðeins á en það eigi sér eðlilegar skýringar. „Sveitarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar, heimsmeistarakeppn- in í knattspyrnu stendur yfir og fólk er í sumarfríi auk þess sem lánskjör bankanna eru óhagstæð- ari en áður. Þetta hefur allt áhrif en ég held að markaðurinn fari aftur á fulla ferð í haust.“ jsk@frettabladid.is 101 SKUGGAHVERFI Sérfræðingar telja að verðlækkana á fasteignum verði ekki vart í mið- borginni. Aldrei hefur meira framboð verð af nýbyggingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útlit fyrir tíu prósenta lækkun fasteignaverðs Atorka hefur aukið lítillega hlut sinn í NWF Group og fer nú með 17,2 prósent hlutafjár í breska iðn- aðarfyrirtækinu. Gengi NWF Group hefur hækkað um þriðjung frá áramótum, þar af um fimmt- ung í júní. Verðmæti hlutabréfa Atorku í NWF Group nema um 1,7 milljörð- um króna. - eþa NWF Group hækkar Friðrik Jóhannsson, nýr forstjóri Straums-Burðaráss, kemur ekki reynslulaus, enda fyrrverandi for- stjóri Burðaráss. Hann bendir þó á að ákveðnar breytingar hafi orðið á félaginu eftir að hann yfir- gaf sameinað félag og fyrstu verk- efni hans verði að ræða við starfs- fólk og setja sig inn í reksturinn. „Það er öllum ljóst að deilur hafa verið í félaginu og það er eitthvað sem hluthafar setja niður á næstu dögum og vikum,“ segir hann spurður um hvort erfitt sé að taka við starfinu við þessar aðstæður. Hann segir að markmið félags- ins sé að verða leiðandi fjárfest- ingabanki á Norðurlöndum og býst við einhverjum áherslu- breytingum í fjárfestingum. „Þetta er gríðarlega sterkt og vax- andi fyrirtæki með öflugan mann- skap. Þegar horft er á styrkleika þessa fyrirtækis, sem er með þriðjungs eiginfjárhlutfall, þá gefur það mikil sóknarfæri bæði heima fyrir og erlendis.“ Friðrik ætlar að halda áfram starfi stjórnarformanns upplýs- ingatæknifélagsins TM Software en hann á helming hlutafjár í félaginu. Hann telur sig geta sameinað þessi störf: „Ég hef ekki komið að daglegum rekstri TM Software frá því ég fjárfesti í því og þannig verður það áfram.“ - eþa / Sjá einnig síðu 20 FRIÐRIK JÓHANNSSON Fyrrverandi forstjóri Burðaráss tekur við Straumi-Burðaráss. Telur að hluthafar leysi ágreining sinn Glitnir banki hefur tekið 200 millj- óna evru ádráttarlán, jafnvirði 18,9 milljarða íslenskra króna, til fimm ára hjá ellefu alþjóðlegum viðskiptabönkum. Lánskjör eru 18 punktum yfir millibankavöxtum (EURIBOR) verði lánið ekki nýtt en 36 punktar verði það nýtt. Lánið verður nýtt til endurfjármögnun- ar á 160 milljarða evru ádráttar- láni sem tekið var árið 2003. Ingvar Ragnarsson, forstöðu- maður alþjóðlegrar fjármögnunar hjá Glitni, segir lánskjör aðeins hærri en á síðasta ári og endur- speglar það erfiðari markaðsað- stæður bankanna. Hins vegar séu kjörin mun betri en lán á skulda- bréfamarkaði í dag. - jab MERKI GLITNIS Glitnir banki hefur tekið 18,9 milljarða króna sambankalán. Glitnir endur- fjármagnar lán Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja formlega athugun á þeirri ríkisaðstoð sem Íbúðalánasjóði er veitt. Ákvörðunin er viðbragð við dómi EFTA-dómstóls- ins frá aprílbyrjun þar sem niðurstaða ESA frá 2004, þess efnis að ríkis- aðstoðin væri þjónusta í almanna- þágu og því í samræmi við ríkis- styrkjareglur EES-samningsins, var dæmd ógild. Í dóminum kemur fram að vafi leiki um tiltekin atriði og að niður- stöður ESA um þau hafi ekki verið nægilega rökstudd af hálfu eftir- litsstofnunarinnar. Líklegt þykir að athugun ESA taki um eitt ár. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbéfafyrirtækja (SBV), segir niðurstöðuna í takt við það sem SBV bjóst við. Hafi ESA komist að sam- bærilegri niðurstöðu vegna lánastarfsemi sjóðs á vegum norska ríkisins fyrir um sex árum. Honum hafi verið sniðinn þrengri stakkur og láni hann nú einungis til nýbygginga auk þess sem þak var sett á lánveitingarnar. Markaðshlutdeild norska lána- sjóðsins minnkaði vegna þessa og er hún nú um 10 prósent í Noregi. Markaðshlutdeild Íbúðalána- sjóðs var 90 prósent þegar athug- un EFTA hófst. Upplýsingar liggja ekki fyrir um hlutdeild hans í dag en Guðjón segir hana langtum meiri en í nágrannalönd- unum. - jab GUÐJÓN RÚNARSSON Ríkisaðstoð í skoðun Viðskipti á hinum nýja iSEC mark- aði Kauphallar Íslands hefjast formlega þann þriðja júlí næst- komandi. Þá verða hlutabréf í Hampiðjunni skráð á markaðinn en félagið var nýverið afskráð af aðallista Kauphallarinnar. iSEC-markaðurinn er svokallað markaðstorg fjármálagerninga, þar sem skilyrði til skráningar eru ekki jafn ströng og á aðallistanum. Markaðurinn er einkum ætlaður sprotafyrirtækjum og er fyrir- myndin sótt til AIM-markaðarins í Lundúnum. Fastlega má búast við því að íslensk-bandaríska líftæknifyrir- tækið Cyntellect fylgi í kjölfar Hampiðjunnar en lokað útboð stendur nú yfir í félaginu og var nýlega framlengt til 30. júní. -jsk Opnað fyrir iSEC KAUPHÖLL ÍSLANDS Opnað verður fyrir viðskipti með bréf í Hampiðjunni á iSEC markaðnum þann þriðja júlí. MARKAÐSPUNKTAR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 18,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mán- uðum ársins. Þetta er 1,8 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra og samdráttur upp á 9 prósent. Tilkynnt var um krónubréfaútgáfu Eur- opean Investment Bank (EIB) í fyrradag. Útgáfan nemur 2,5 milljörðum króna til þriggja ára. Greiningardeild Glitnis banka segir heildarútgáfu krónubréfa í kringum 234 milljarða króna sem sé mun meira en nokkur átti von á þegar útgáfan hófst. Þýski fjármála- og tryggingarisinn Allianz hefur ákveðið að segja upp 7.500 manns um allan heim. Fyrirtækið tapaði stórfé í fyrra, m.a. vegna fellibyljanna í Bandaríkjunum. Andstæðingur kyrrstöðu deyr David Walton, eini meðlimur peningamálanefndar Englands- banka sem í tvígang hefur stutt hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í Bretlandi í júní. Walton var 43 ára. Hann var hagfræðingur að mennt og starfaði m.a. hjá fjármálaráðuneyti Bretlands og fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Hann hóf nefndarsetu í Englandsbanka fyrir tæpu ári en þangað kom hann 1. júlí í fyrra. Með andláti Waltons eru nefndarmenn Englandsbanka einungis sjö talsins, en annar sagði sig nýverið úr nefndinni. Spákaupmenn í Straumi Spákaupmenn hafa stokkið á Straums-vagninn vegna þeirra átaka sem hafa verið í gangi innan stjórnar Straums. Meðal fjárfesta sem hafa verið að bæta við hlut sinn á undanförnum dögum eru FL Group og Samherji og er ljóst að þessir aðilar hafa ávaxtað pundið sitt vel, enda hafa bréf Straums rokið upp úr öllu valdi. FL Group er nú komið í tólfta sæti yfir stærstu hluthafa í Straumi og jók hlut sinn á miðvikudaginn um 0,23 prósent frá deginum áður eða um 450 milljónir króna að markaðsvirði. Landsbankinn, sem er að stórum hluta í eigu Björgólfsfeðga, var einnig á kauphliðinni og jók hlut sinn milli daga um 0,33 prósent eða um 650 milljónir króna. Peningaskápurinn... Mosaic Fashions, breska tísku- keðjan sem skráð er í Kauphöll Íslands og er að stórum hluta í eigu Baugs, hyggst kaupa tísku- fyrirtækið Rubicon. Kaupverð er rúmir 48,6 milljarðar króna. Kaup- in eru háð áreiðanleikakönnun og samþykki hluthafa. Rubicon rekur meðal annars skófyrirtækið Shoe Studio, sem hefur mörg þekkt vörumerki á sínum snærum, auk kvenfata- merkjanna Warehouse og Principles. Tekjur félagsins námu rúmum 56 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Baugur, KB banki og fleiri íslenskir fjárfestar eiga fyrir smærri hluti í Rubicon og sam- kvæmt heimildum voru uppi áætl- anir um að skrá Shoe Studio í Kauphöll Íslands. Greinilegt er að fýsilegra hefur þótt að sameina Rubicon og Mosaic Fashions. Fram kemur í tilkynningu að við sameininguna verði til ein stærsta tískuverslanakeðja á Bretlandseyjum, með ársveltu upp á 112,8 milljarða króna og 1700 verslanir í tuttugu og sjö löndum. -jsk Tískukeðjur í eina sæng FRÁ TÍSKUSÝNINGU MOSAIC FASHION
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.