Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 74
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR *Aðalvinningurinn verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum! Sendu SMS BT HM V á 1900 og þú gætir u nnið! Við sendum þér sp urningu. Þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eð a C á númerið 1900 . ATH!5. HVER VINNUR!. I ! Taktu þátt! Frumsýnd 5. júlí! Frumsýnd 5. júlí! 275. 999 Auðvitað er BT með HM leik! Aðal- vinningur! • 32” Medion LCD sjónvarp • Sony heimabíó • GSM símar • PSP tölvur • SONY MP3 1GB • PANASONIC LUMIX FX9 • MEDION V8 X1600 + 19”skjár • Gjafabréf á Tónlist.is • Fullt af HM myndum • PS2 tölvur • Bíómiðar - The Benchwarmers • Fullt af Pepsi og en meira af DVD, CD´s, VHS, tölvuleikjum! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r í B T Sm ár al in d, K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið Sumarið er tíminn sem maður breytir um fatastíl og lætur gallabuxurnar víkja fyrir kjól og pilsi. Stígvélin víkja fyrir sandölum og opnum skóm en hvað er vinsælast í sumar- tískunni? Við spurðum verslunarstjóra í helstu tískuverslunum landsins um hvað þeim fyndist að ekki mætti vanta í fataskáp landans í sumar. Ómissandi fyrir sumarið Helena Jónsdóttir, verslunarstýra í Spúútnik í Kringlunni: „Stuttbuxur eru að verða svaka- lega vinsælar og til í öllum stærðum og gerðum. Einnig eru samfestingar skemmtilegir og kjólar eru einkennandi fyrir þetta sumarið. Þeir eru til í öllum litum og nú í sumar eru þeir vinsælli í styttri kantinum. Einnig finnst mér stór sólgleraugu vera mikil- vægur fylgihlutur og sundbolirnir eru að koma sterkir inn. Bæði til að nota í sundi og líka er hægt að nota þá sem fallega toppa við gallbuxur. Chanel-töskurnar hafa verið gríðarlega vinsælar og eru þær til litlar og stórar úr leðri og með lakkáferð.“ Dagný Hermannsdótt- ir, aðstoðarverslunarstjóri í Gallerí Sautján í Kringlunni: „Kvartbuxur eru alltaf klassískar yfir sumartímann og svo verður maður að eiga flottar gallabux- ur bæði í ljósum lit og dökkum. Það er svo gott úrval núna í galla- buxnasniðum og allt er til, útvíð- ar, niðurþröngar og beinar skálm- ar. Síðir bolir sem hægt er að nota við sokkabuxur og yfir buxur eru líka mjög vinsælir og til bæði einlitir og í fallegum munstrum. Sumarlitirnir eru túrkísblátt, app- elsínugult, sítrónugult og ljós- bleikt. Hettuvesti og síðar hett- urpeysur eru eiginlega ómissandi fyrir útileguna og einnig eru jakkapeysur sniðugar á svölum sumardögum.“ Helga Aradóttir, verslunar- stýra í Kronkron á Lauga- veginum: „Að mínu mati er algjörlega ómissandi fyrir konur að eiga flottan sumarkjól úr léttu efni. Það er til svo mikið af fallegum kjólum í hlýjum sumarlitum og einnig í flottum munstrum. Það sama gildir um buxurnar í sum- ar, þær eru nú fáanlegar í alls konar efnum og í skemmtilegum litum og munstrum. Háir hælar með opna tána og létt sumar- kápa með belti í mittið er einnig mjög gott að eiga í fataskápnum. Þetta sumar er litríkt og konur eiga ekki að vera hræddar við að gleðjast með sumrinu í lita- gleði og það sama gildir um karl- menninna.“ ELLÝ STEINSDÓTTIR, VERSLUNARSTJÓRI Í EVU Á LAUGAVEGINUM: “SKRAUTLEG OG SÆT SUM- ARPILS ER ALGJÖRT “MUST” AÐ EIGNAST Í SUMAR. GYLLT- IR SKÓR ERU MJÖG VINSÆLIR ÞETTA SUMARIÐ, BÆÐI STRIGA- SKÓR OG OPNIR SANDALAR. GULLIÐ ER MIKIÐ Í SUMAR ÞÁ SÉRSTAKLEGA Í FYLGIHLUT- UM OG SKARTI. HÁLSMEN ERU SKART SUMARSINS OG ÞVÍ FLEIRI ÞVÍ BETRA. KLASS- ÍK SÓLGLERAUGU OG EINN FLOTTUR KJÓLL ER LÍKA NAUÐ- SYNLEGT Í FATASKÁPINN. ÉG HEF LÍKA GAMAN AF ÞVÍ AÐ SKREYTA VENJULEGA JAKKA Helga María Alfreðsdótt- ir, verslunarstjóri í Zöru í Smáralind: „Tískan er búin að einkennast af tímabilinu kringum 1950 og því eru blómakjólarnir búnir að rjúka út eins og heitar lummur hjá okkur. Niðurmjóar buxur í öllum litum er nauðsynleg að eiga fyrir sumarið og venjulegi dragtarjakkinn hefur vikið fyrir litlum nettum jakka með kvart- ermum yfir kjóla. Dökkblár, gras- grænn og eldrauður hafa aldrei þessu vant verið litir sumarsins og einnig allt sem er gyllt eða glansandi. Stjörnustíllinn hefur verið allsráðandi með tilheyrandi glingri, stórum sólgleraugum og klút um hálsinn eða í hárinu.“ Svanhildur Birgisdóttir, verslunarstjóri Jack&Jones í Smáralind: „Strákarnir verða að eiga kvart- buxur í sumar, helst úr gallaefni og líka einar gallabuxur með þröngum skálmum. Pólóbolir eru að koma sterkir inn í sumar sem og stuttermaskyrtur. Bleiki liturinn er vinsælasti sumarlitur- inn í ár og eru strákar á öllum aldri að kaupa boli og skyrtur í þessum lit. Köflóttar og þvegnar langerma skyrtur og flottir striga- skór er nauðsynlegt fyrir herra- menn landsins að eiga í sumar.“ Stórstjörnurnar og nýbökuðu for- eldrarnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa verið mikið á síðum slúð- urblaðanna undanfarið vegna fæðingu dóttur þeirra í byrjun mánaðarins. Nú virðist sem ham- ingjan sé úti því Pitt mun vera orðinn leiður á að Angelina eyði öllum sínum tíma með börnunum og fær hann litla athygli frá leik- konunni fögru. Samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet mun Pitt hafa stormað út af heimili þeirra og skilið Jolie eftir í tárum eftir rifrildi. Angelina og Pitt eiga nú þrjú börn, tvö þeirra eru ætt- leidd og hafa þau gefið yfirlýs- ingu þess efnis að þau muni ætt- leiða fleiri börn. Vandamál í paradís BRAD PITT OG ANGELINA JOLIE Eru nú komin með stóra fjölskyldu sem tekur sinn toll og Pitt er ekki ánægður með þá litlu athygli sem hann fær frá spúsu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.