Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 23. júní 2006 29 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíð- unni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeining- ar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðl- unum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, rekur í ágætu viðtali við Fréttablaðið, þann 25. maí sl. undir þessari yfirskrift, aukið álag heimilislækna vegna uppsagnar samnings hjartalækna við Tryggingastofnun ríkisins. Ekki er hér efast um að þessir útreikningar séu réttir, enda hef ég engar forsendur til þess. Ljóst er að kostnaður sjúklings er ekki talinn með í viðtali þessu, sem er viðtal við heimilislækni, ferð á Trygginga- stofnun með reikning hjartalæknis ásamt tilvísun frá heimilislækni né annara óþæginda sem eru þessu samfara s.s. tafir frá vinnu. Fasti punkturinn í þessu öllu er heimsókn til hjartalæknis, sem er skylda að fara til í nánast öllum tilvikum. Sigurbjörn segir að heimilis- læknar kvarti ekki undan álagi vegna þessa, en við sjúklingar hljót- um að kvarta undan, því m.a. vegna þessa álags er erfiðara að fá viðtal við sinn heimilislækni, þannig að ekki verður séð að heimilislæknar séu í þessu máli píslarvottar eins og skilja má á Sigurbirni. Ég held miklu fremur að píslar- vottarnir séu við sem verðum að fara alla þessa krákustíga til þess eins að fá leyfi til að hitta þann lækni sem maður treystir vel fyrir líftórunni þegar eitthvað er að hjarta eða kransæðum, og hefur reynst manni vel. Hér er um að ræða árlegt eftirlit eða oftar, sem að sjálfsögðu er háð ástandi við- komandi sjúklings. Séu aðrir kvillar að hrjá mann fer maður auðvitað fyrst til síns heimilislæknis. Ekki er ég með þessum skrifum að draga eina starfsstétt til ábyrgðar frekar en aðra. Hitt má ljóst vera að það eru þröngar kransæðar í heilbrigðis- kerfinu ekki síður en í fólkinu, því væri eðlilegt að kerfið fengi dálitla skoðun og að henni lokinni lækn- ingu. Stjórnvöld sem eiga að gæta heildar hagsmuna sjúklinga og tryggja að allir fái sem besta þjón- ustu og sem ódýrasta lækningu, verða að hafa þá yfirsýn yfir kerfið að þetta markmið náist án þess að einstakir hópar séu fótum troðnir eða aðrir settir á einhvern forrétt- inda pall. Ég sem fer reglulega til hjarta- læknis geri það vegna þess að þegar ég var útskrifaður af Landspítalan- um var mér ráðlagt að láta hjarta- lækni fylgjast með mér. „Um sex ársverk í tilvísanir“ UMRÆÐAN PÁLL HJARTARSON TÆKNIFRÆÐINGUR SKRIFAR UM HJARTALÆKNA Það er ekki langt síðan flestir bank- ar hér á landi voru í eigu ríkisins og menn deildu um rekstrarform þeirra. Ýmsir töldu eðlilegt að þeir væru áfram í eigu ríkisins og rekn- ir sem ríkisstofnanir en aðrir sögðu það ekki þjóna hagsmunum almenn- ings og kröfðust þess að ríkið hætti rekstri þeirra og seldi þá einstakl- ingum, því þá fengi einstaklings- framtakið að njóta sín almenningi í hag. Þeir sem mæltu með einkavæð- ingunni héldu þeim rökum óspart á lofti að háir vextir og mikill láns- kostnaður hjá ríkisbönkunum væru fyrst og fremst því að kenna að samkeppni vantaði í bankarekstur- inn. Þetta myndi breytast um leið og bankarnir kæmust í hendur einkaaðila, því þá færu þeir að keppa innbyrðis um hylli viðskipta- vinanna. Sú samkeppni myndi leiða til betri þjónustu, lægri vaxta og jafnvel afnáms verðtryggingar á langtímalánum. Svo fór að lokum að ríkið einka- væddi bankana með því að „selja“ þá á spottprísum til fjársterkra aðila, sem hefðu samkvæmt mark- aðslögmálinu, getað farið að veita hver öðrum samkeppni og sýnt Íslendingum í verki hvað einka- rekstur og frelsi í viðskiptum hefur fram yfir opinber afskipti á þessu sviði. Almenningur trúði talsmönnum einkavæðingar og sá jafnvel fyrir sér að íslenskir bankar færu að haga sér líkt og kollegar þeirra í öllum hinum vestræna heimi, þannig að kostnaður, til dæmis við íbúðarlán, lækkaði verulega. Nú mörgum árum síðar hefur lítið sem ekkert breyst. Ennþá bíður almenn- ingur eftir því að bankarnir hefji samkeppni hver við annan eins og lofað var áður en einkaaðilar náðu þeim á sitt vald og ennþá bíður almenningur eftir að níðþungar greiðslubyrðar íbúðalána lækki. Í staðinn fyrir efndir á loforðum um virka samkeppni og lægri láns- kostnað reyna bankarnir nú að blekkja almenning með villandi auglýsingum, þar sem auglýst eru lán með hagstæðum vöxtum en sjaldan eða aldrei minnst einu ein- asta orði á verðtrygginguna sem á láninu er, sem er þó sá undirliggj- andi kostnaðarliður sem hækkar greiðslubyrðina mest og viðheldur verðbólgunni. Einkareknir bankar hafa ekkert það fram yfir ríkis- reksturinn sem réttlætir tilveru þeirra. Eigendur þeirra hafa fallið á prófinu. Tekjur bankanna hafa á undan- förnum árum aukist ótrúlega mikið og hagnaður þeirra margfaldast. Þannig var samanlagður hagnaður þeirra nær þrefalt meiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra, eða 61,3 millj- arðar króna samanborið við 24,7 milljarða í fyrra. Það má segja að skuldir heimilanna í landinu vaxi í réttu hlutfalli við þennan ofurgróða bankanna. Þessi ótrúlegi og vaxandi gróði einkavæddu bankanna sýnir á hvaða leið þeir eru. Þeir eru auð- sýnilega ekki í neinni innbyrðis samkeppni hver við annan um að lækka lánskostnað viðskiptavina sinna, frekar mætti tala um samráð og samvinnu um verðtryggingu og háa vexti. Stjórnendur þeirra leggja höfuð- áhersluna á að auka sem mest eigin gróða og greiða sjálfum sér ofur- laun sem eru víðsfjarri íslenskum veruleika. Almenning nota þeir ein- ungis til að hámarka gróða sinn. Einkavæðing bankanna UMRÆÐAN EINKAVÆÐING BANKANNA SIGURÐUR T. SIGURÐSSON FYRRVERANDI FORMAÐUR HLÍFAR Viðey - göngur, grill og messa 20:00 Siglt til Viðeyjar. 20:20 Fjörleg upphitun fyrir Skúlaskeiðið hefst. Stjórnandi Felix Bergsson leikari. 20:30 Göngufólk ræst af stað. Allir þátttakendur fá verðlauna pening. 21:20 Grillveisla fyrir göngufólk. Felix Bergsson leikari skemmtir. 22:20 Jónsmessuganga með guðlegu ívafi. 24:00 Miðnætur-Jónsmessu-messa með Jakobi Ágústi Hjálmarssyni, Dómkirkjupresti þar sem farið er yfir sögu og þýðingu Jónsmessunar. Verð kr. 1100 fyrir fullorðna og kr. 550 fyrir börn. Ferðir með Viðeyjarferjunni: Til Viðeyjar á heila tímanum frá 20 til 01 Frá Viðey korter yfir heila tímann frá 21:15 til 01:15. Heiðmörk - leikir og hjólreiðar 16:00 Skógræktarfélag Reykjavíkur býður öllum út að leika í Heiðmörk. Leikir, álfasögur, plattamálun, kennsla í tálgun og ýmislegt fleira skemmtilegt. Pylsur grillaðar á birkigrein á opnum eldi. Mæting við Borgarstjóraplanið. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.heidmork.is 16:00 Kynning á stafgöngu á vegum Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Fólk er hvatt til þess að koma með stafi en einnig verður hægt að fá stafi lánaða. Mæting við Borgarstjóraplanið. 23:00 Heiðmerkuráskorun ræst. Ævintýralegt hjólreiðamót þar sem aðeins vanir menn geta tekist á við erfiðar þrautir. 20:00 Hjólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Allir sem taka þátt fá tækjamiða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Mæting við aðalinngang Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. 20:00 Kynning á stafgöngu á vegum Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Fólk er hvatt til þess að koma með stafi en einnig verður hægt að fá stafi lánaða. Mæting fyrir framan Laugardalshöll. 20:00 - 22:00 Skemmtilegar línuskautaferðir um dalinn undir leiðsögn reyndra manna. Mæting við Skautahöllina. 22:00 Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaupið. 5 og 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu, 3 km skemmtiskokk. Hlaup hefst og endar við Laugardalslaug. Skráning frá kl. 18.00 í gamla andyri laugarinnar. Skráningargjald fyrir 5 og 10 km er kr. 1.200 og 3 km kr. 600. Allir fá bol og þátttökupening. Úrdráttarverðlaun. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn frá kl. 21:00 – 00:30. Dulmögnuð stemning. Ófrenjur og furðuverur verða á sveimi hér og þar. Spákona, skoffín og óvæntar uppákomur. 22:30 Magnús Skarphéðinsson heldur erindi um álfa og huldufólk á Jónsmessu við Selalaugina. 22:00 – 00:30 Geirfuglarnir spila hér og þar. 23:20 Glöggur segir sögur við Selalaugina. 23:30 Kveikt verður í brennunni í Þjófadölum. Geirfuglarnir spila. 00:00 Munu kýrnar tala? Níðhöggur (fallturninn) – Hringekjan og Lestin verða opin. Aðgangur ókeypis. Gestir í Laugardalinn eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi. í Jónsmessumóti Fjölskyldunnar fá límmiða en hann gildir sem aðgangsmiði í Laugardalslaugina Allir sem taka þátt 23. júní á milli kl. 20 - 24. Laugardalur - hjólreiðar og hlaup Íþróttaviðburðir við allra hæfi í Laugardal, Heiðmörk og Viðey. Hjólum, göngum, hlaupum, leikum og syndum saman. Ljúkum hátíðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem Trjálfur segir sögur, kýrnar tala á miðnætti og Geirfuglarnir spila við varðeldinn. Kynnið ykkur dagskrána á www.reykjavik.is 1 z e to r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.