Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 86
23. júní 2006 FÖSTUDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2 betl 6 klaki 8 ýlfur 9 kóf 11 tölvu-
verslun 12 teygjudýr 14 dá 16 hvað
17 samhljóman orða 18 keyra 20
skyldir 21 skemmast af frosti.
LÓÐRÉTT
1 einnig 3 ung 4 land 5 fálm 7 sam-
stilltir 10 fley 13 loftþrýstieining 15
skömm 16 merki 19 bor.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 snap, 6 ís, 8 ýla, 9 kaf, 11
bt, 12 amaba, 14 trans, 16 ha, 17 rím,
18 aka, 20 aá, 21 kala.
LÓÐRÉTT: 1 líka, 3 ný, 4 albanía, 5 pat,
7 samtaka, 10 far, 13 bar, 15 smán, 16
hak, 19 al.
Nýr humar, grillpinnar
sólþurrkaður saltfiskur
opið alla laugardaga 11-14
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
Fyrir nokkrum árum sveik ég sjálfa mig og aðra.
Þá lenti ég í því að verða ofsalega hrifin af manni
sem ég hafði þekkt í lengri tíma og var vinur annars
manns sem ég hafði verið með. Við höfðum hist
fyrir tilviljun, dottið í spjall og haft svona rosalega
gaman af hvort öðru.
Ég verð þó að viðurkenna að ég leit hann öðrum
augum en áður og fannst hann nú þónokkuð
spennandi. Ég var meðvituð frá byrjun um að þetta
væri kannski ekki alveg rétt af mér og vonaði að
enginn sæi til.
Stuttu seinna hittumst við svo aftur og spjölluð-
um þá enn lengur. Þá áttaði ég mig á því að ég var
að verða skotin í „vininum“. Fljótlega eftir seinna
samtalið fékk ég símtal þar sem hann spurði hvort
ég vildi hitta sig um kvöldið. Í fyrstu sagði ég nei
vegna þess að samviskan nagaði mig svo svakalega
og ég hélt ég gæti ekki lifað með sjálfri mér segði
ég já. Um leið og ég lagði tólið frá mér, áttaði ég
mig á því að mig langaði mest af öllu að segja já
við stefnumótinu. Ég sat uppí sófa heima og nagaði
mig í handarbökin vegna þess að ég vissi ekki hvort
ég var að neita mér um bjarta framtíð. Eftir smá
umhugsun sagði ég við sjálfa mig að kannski væri
það ekki svo hræðilegt ef ég hitti hann einu sinni
því það myndi sennilega hjálpa mér að sjá hvort
hann væri málið og hvort þetta væri þess virði til að
lækka í áliti annarra.
Ég stimplaði já-ið inn í símann og sendi sms-
skilaboð því ég hafði það ekki í mér að segja það
upphátt. Nokkrum mínútum síðar fékk ég svar
tilbaka: frábært, hittumst á kaffihúsinu. Kaffihúsið
umrædda er ofurlítið kaffihús hér í borg þar sem
sjaldnast er nokkur. Mér þótti því við hæfi að fremja
glæpinn þar.
Stefnumótið fór vel og við kysstumst meira að
segja undir lokin. Mér fannst ég eiga dauðarefsingu
skilið og þyrfti nú að fara huldu höfði því ég væri
alræmdasti glæpamaður borgarinnar. Í
framhaldi af þessu kvöldi áttum við all-
mörg stefnumót af sama toga og urðum
bálskotin hvort í öðru.
Það sem gekk á í höfðinu á mér
er efni í þriggja binda skáldsögu því ég
þvældist fram og aftur með hugsanir
um hvað væri siðferðislega rangt og
hvað ég ætti skilið að upplifa og
finna. Mér fannst ég hrikalega
ósvífin en á sama tíma gerði
ég mér fyllilega grein fyrir því
að það er afskaplega erfitt að
finna sér mann á þessu landi
sem enginn í kringum mann
hefur einhver tengsl við. Erum
við ekki öll skyld hvort eð er?
En hvað sem öðru líður...
Framhald í næstu viku.
REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR LENTI Í HUGSANAFLÆKJU SEM ER EFNI Í ÞRIGGJA BINDA SKÁLDSÖGU
Milli steins og sleggju
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ásmundur Helgason, bróðir Gunnars leikara og Hallgríms rithöfundar
og brautryðjandi Sudoku á Íslandi, hóf
störf sem sölu- og markaðsfulltrúi hjá
bókaforlaginu Bjarti í gær. Ásmundur
er öllum hnútum kunnugur í mark-
aðsmálum og starfaði meðal annars
sem markaðsstjóri hjá Frétt ehf. og
Ölgerðinni áður en hann fór að gefa út
Sudoku-bækurnar, sem slógu í gegn svo
um munaði. Annars hefur Bjartur blásið
til „stórsóknar í markaðsmálum,“ eins og
segir á heimasíðu for-
lagsins, undir slagorðinu
„Hin fullkomna sumar-
lesning“, sem byggir að
sögn Bjartsmanna á
hávísindalegri
auglýsingatækni
markaðsfræð-
anna. Ásmund-
ur er því
væntanlega
réttur maður
á réttum stað.
HRÓSIÐ
...fær Brynja Benediksdóttir,
höfundur og leikstjóri sýningar-
innar Ferðir Guðríðar, sem hefur
verið sýnd í yfir 15 löndum.
Óvíst er hvað Steingrímur Sævarr Ólafsson tekur sér
fyrir hendur nú þegar
hann er hættur sem
upplýsingafulltrúi for-
sætisráðherraneytisins.
Steingrímur er sem
stendur í sumar-
fríi á Spáni með
fjölskyldu sinni og
sagðist í samtali
við Fréttablaðið
ekki vera farinn að
leiða hugann að
því hvað taki við
hjá sér.
Íslenskir knattspyrnumenn eru margir hverjir að ganga í hnapphelduna
nú í sumar. Jóhannes Karl Guðjóns-
son knattspyrnumaður hjá AZ Alkmar
gekk að eiga Jófríði Guðlaugsdóttur
fyrr í þessum mánuði og sömu sögu
er að segja af Gylfa
Einarssyni knatt-
spyrnumanni hjá
Leeds sem gekk
að eiga Helgu Lind
fyrirsætu. Þá mun
Garðar Gunnlaugs-
son ganga að
eiga Ásdísi Rán
Gunnarsdóttur
um næstu helgi,
svo það er óhætt
að segja að
bylgja hjóna-
bands gangi yfir
íslenska knatt-
spyrnumenn
um þessar
mundir. -bs/kh
Bylting hefur orðið á blöndunar-
tækjum í sumum sturtum Vestur-
bæjarlaugarinnar. Í stað gömlu
tækjanna þar sem sundlaugargest-
ir þurftu að blanda saman heitu og
köldu vatni eru nú komin tæki af
gerðinni Mora með hitastilli.
„Það var komin tími til að end-
urnýja blöndunartækin enda eru
þau orðin 65 ára gömul,“ segir
Guðrún Arna Gylfadóttir, for-
stöðumaður Vesturbæjarlaugar-
innar. Skipt var um átta af 24
blöndunartækjum í karla og
kvennaklefunum.
„Það eru margir ánægðir með
þessar breytingu hjá okkur. Gömlu
tækin voru stíf og það gat reynst
erfitt að stilla hitann. Þetta munar
miklu sérstaklega gagnvart börn-
um því það er mun hentugra fyrir
þau að skrúfa frá einum krana,“
segir Guðrún Arna en bætir við að
þó hafi einhverjar óánægjuraddir
heyrst. „Það eru aðallega fasta-
gestir til margra ára sem vilja ekki
breytingar á lauginni. Ég hef
útskýrt málið fyrir þeim og þeir
reyna að sýna þessu skilning.
Gömlu tækin eru ekki framleidd
lengur og varahlutirnir eru ekki
til.” -kh
Bylting í Vesturbæjarlauginni
NÝ BLÖNDUNARTÆKI Ester Finnsdóttir, sem hefur starfað í Vesturbæjarlauginni í 24 ár,
stendur við nýju Mora-blöndunartækin. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
„Mér líst bara ljómandi vel á en
þetta er enn að síast inn í mann.
Þetta verður alla vega mikið ævin-
týri,“ segir Magni Ásgeirsson
söngvari sem hefur verið valinn til
að taka þátt í bandaríska raun-
veruleikaþættinum Rockstar:
Supernova. Um 20 milljónir Banda-
ríkjamanna horfðu að meðaltali á
síðustu þáttaröð og það má því
búast við því að tugmilljónir
manna muni horfa á Magna reyna
fyrir sér í þættinum. Magni verð-
ur einn 15 söngvara sem freista
þess að heilla meðlimi hljómsveit-
arinnar Supernova í von um að
verða söngvari sveitarinnar.
Supernova skipa gömlu rokkkemp-
urnar Tommy Lee úr Mötley Crüe,
Gilby Clarke úr Guns N‘ Roses og
Jason Newsted úr Metallica.
Fjórir Íslendingar fóru út til
Los Angeles í áheyrnarprufur
fyrir þættina, auk Magna þau
Aðalheiður Ólafsdóttir Idol-
stjarna, Kristófer Jensson úr
Lights on the Highway og Hreim-
ur Heimisson úr Landi og sonum.
Magni komst svo áfram í 18 manna
úrtak og eyddi síðustu viku í við-
tölum og upptökum fyrir upphafs-
stef þáttanna úti í Los Angeles.
„Þátturinn verður í gangi í 15
vikur. Maður veit svo ekkert
hvernig þetta mun ganga, ég gæti
verið þarna úti í 10 daga eða 15
vikur,“ segir Magni. Hann segir að
markmiðið með þáttunum sé að
finna söngvara í hljómsveit, finna
þann sem passar best inn í hljóm-
sveitina. „Þess vegna getur maður
ekki verið fúll ef maður er kosinn
út. Þetta er ekki eins og Idol-ið þar
sem valinn er besti söngvarinn,“
segir Magni sem er þegar farinn
að kynnast stórstjörnunum í
hljómsveitinni: „Já, við heilsumst
með nafni. Það er alltaf hressandi.
Þetta eru mjög vingjarnlegir
strákar.“
Magni og hinir söngvararnir
hafa undanfarið dvalist í glæsi-
villu í Hollywood-hæðunum sem
verður heimili þeirra á meðan
á tökum þáttanna stendur. „Þetta
er mjög stórt og ég sé Hollywood-
skiltið út um gluggann hjá mér.
Þarna er ljómandi sundlaug sem
var meðal annars notuð í Britney
Spears-myndbandi,“ segir Magni
og hlær. Hann fær laun fyrir að
taka þátt í Rockstar, nóg til að
borga reikningana eins og hann
orðar það. Hann gerir sér vel grein
fyrir því að Íslendingar munu
fylgjast vel með Rockstar en þætt-
irnir verða sýndir á Skjá einum og
áhorfendur geta kosið sinn mann.
„Íslendingar vilja auðvitað alltaf
vinna. Maður verður orðinn þjóð-
areign eins og handboltalandslið-
ið.“
Fyrsti þáttur Rockstar verður
sýndur á Skjá einum á miðnætti
hinn 5. júlí. hdm@frettabladid.is
MAGNI ÁSGEIRSSON: ÞARF AÐ SANNA SIG FYRIR MILLJÓNUM ÁHORFENDA ROCKSTAR
Verður þjóðareign eins
og handboltalandsliðið
MAGNI ÁSGEIRSSON Tekur þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar sem tugmilljónir áhorf-
enda fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN