Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 48
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12 Ýmsar fallegar dýrastyttur finnast í garðinum innan um blómaskrúðann. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Garðurinn nýtur sín vel í sumarblíðunni þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ásu finnst fátt skemmtilegra en að dunda sér í garðinum og gleymir sér tímunum saman við garðverkin. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ása notar sumarblómin til að fá lit í garðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Á góðum sumardegi nýtur garðurinn sín vel í sólinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Ég held ég sé ekkert með sérstak- lega græna fingur, ég ólst bara upp við garðyrkjuna. Ég byrjaði að hugsa um garðinn heima þegar ég var stelpa og síðan var ég í kirkju- görðunum á sumrin þegar ég var unglingur. En ég hef alltaf haft svakalega gaman að þessu. Ég er frekar úti að þrífa en að ryksuga inni,“ segir Ása Kristín Oddsdóttir, húsmóðir og listmálari og stoltur eigandi garðsins á Fornuströnd 10. „Ég hef ekki hugmynd hvað eru margar plöntur í garðinum. Það versta við þetta er að ég hef eig- inlega ekkert pláss eftir og svo sér maður eitthvað fallegt sem mann langar í og lætur freistast,“ segir Ása hlæjandi og segir garðyrkjuna bara vera áhugamál. „Ég er alls ekki fróð um plöntur. Ég er alltaf að læra og alltaf að gera mistök. Ég hef verið í Garðyrkjufélaginu í mörg ár en fæ mína ráðgjöf með því að lesa bækur. Þegar ég kaupi plöntur skoða ég hvaða planta þetta er og reyni að skrifa niður hvar og hvenær ég kaupi hana. Sumt geng- ur mjög vel hérna en annað ekki. Plönturnar eru dyntóttar og þær eru allar breytilegir einstaklingar. Ég tek þessu ekki of alvarlega enda þýðir það ekkert. Þá er ekkert gaman.“ Ásu finnst fátt skemmtilegra en að dunda sér í garðinum en fær líka hjálp frá eiginmanninum. „Ég slæ aldrei, eiginmaðurinn sér alltaf um það. Ég er mest í því að reita arfa, planta niður og færa til. Hann hjálpar mér við það sem ég get ekki gert. Ég get gleymt mér í þessu tím- unum saman. Oft heyri ég kallað innan úr húsi á mig hvort ég vilji ekki fá mér eitthvað að borða. Ég gleymi því alveg og vil helst bara klára það sem ég er byrjuð á.“ Ása og eiginmaður hennar, Þor- kell Bjarnason, byggðu húsið að Fornuströnd 10 og unnu garðinn frá byrjun. „Ég skipulagði hann sjálf en myndi örugglega skipuleggja hann öðruvísi í dag. Við fluttum inn fyrir jólin 1979 og unnum garðinn smátt og smátt. Maður gerir náttúrulega ekki allt í einu enda er þetta mikil vinna,“ segir Ása sem er með aðeins öðruvísi áherslur í garðinum nú en þá. „Nú þegar ég er að eldast þá skipti ég blómunum meira út fyrir runna því það er auðveldara að hugsa um þá. Ég læt samt freistast í blómunum ef ég sé eitthvað sér- stakt. Annars nota ég sumarblómin til að fá liti í garðinn. En garður- inn er stór og gleypir ósköp mikið af blómum þannig að fjörutíu til fimmtíu sumarblóm hverfa í honum eins og ekkert sé.“ „Ég vissi að þú myndir spyrja að þessu,“ heyrist í Ásu þegar blaða- maður spyr um uppáhaldsblóm- ið. „Í fyrra sagði ég að það væru liljur. Ég get reyndar ekki haft þær inni því það kemur svo mikil lykt af þeim. Ég er mjög hrifin af levis- íum og mér finnst sírenur líka mjög skemmtilegar. Sérstaklega sírenan elenóra. Það er frábær planta.“ Frekar úti en inni að ryksuga Þeir sem þekkja til á Seltjarnarnesi ættu að kannast við garðinn á Fornuströnd 10 en hann hefur fengið tvær viðurkenningar frá bænum enda með eindæmum fallegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.