Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 2.55 13.30 24.04 Akureyri 1.26 13.15 1.01 Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona reynir að hafa heitan mat á hverju kvöldi enda er það fasti punkturinn í heimilishaldinu. „Ég er náttúrulega oft að leika á kvöldin en þá hef ég matinn bara aðeins fyrr. Maður verður nú að sjá til þess að börnin fái almenni- legt að borða svo þau lifi ekki á sjoppufæði,“ segir Sigrún Edda en hún er fastráðin leik- kona hjá Borgarleikhúsinu. „Ég reyni að hafa hollustuna í fyrirrúmi og hugsa svolítið um hvað við látum ofan í okkur þó maður leyfi sér alveg ýmislegt. Þetta er bara spurning um sitt lítið af hverju,“ Sigrún Edda kynntist uppskriftinni sem hún gefur lesendum á Krít í fyrrasumar, en það er sumarrétturinn gýros. „Í Grikklandi borðar maður réttinn í sérstöku brauði sem minnir helst á pítubrauð en ég nota bara salat með þessu. Þetta er alveg óhemju gott, marineringin á kjúklingnum og tzatziki- sósan sem maður borðar með eru æðislegar og svo er þetta líka hollur matur. Ég geri þetta allt frá grunni nema ég rækta nú ekki hænurnar, en annars fæ ég bara allt hráefni í Bónus,“ segir Sigrún Edda. Uppskriftin hljómar ef til vill flókin en Sigrún Eddda segir að það taki enga stund að matreiða þetta þegar maður er kominn upp á lagið. „Það tekur um það bil klukku- tíma að gera þennan mat með öllum undir- búningi og þetta er ósköp einfalt og þægi- legt. Ég geri þennan rétt oft á föstudagskvöldum svona þegar mig langar í eitthvað voða gott og hafa það kósý í leiðinni,“ segir Sigrún Eddda. Uppskriftina að réttinum má finna á síðu 3. erlabjorg@frettabladid.is Grískt sumarsalat með kjúklingi Sigrún Edda leikkona gerir gjarnan sumarréttinn gýros á föstudagskvöldum þegar hana langar að hafa svolítið kósí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 23. júní, 174. dagur ársins 2006. Harðfiskur hefur verið vinsæll meðal landsmanna frá ómunatíð og þykir meinhollur en nú á að kanna til hlítar hvaða efni það eru sem gera hann eftirsóknar- verðan fyrir heilsuna. Verkefnið Harðfiskur sem heilsufæði fékk nýlega eina milljón króna í styrk úr AVS rannsóknasjóði. Sjóður- inn veitir styrki til rannsóknar- verkefna sem auka verðmæti sjávar- fangs. Vínblaðið kom út í byrjun júní. Í blaðinu má finna grilluppskriftir, hugmyndir að sumarkokkteilum og annan skemmtilegan fróðleik fyrir sumarið. Hægt er að nálgast eintak í vínbúðum um allt land. Tax free dagar verða haldnir í Hagkaupum fram á sunnudag. Þessa daga verður virðisauka- skatturinn afnuminn af öllum snyrtivörumerkjum. Álagður virðisaukaskattur á snyrtivörur á Íslandi er 24,5 prósent sem jafn- gildir 19,68 prósenta afslætti. ALLT HITT [MATUR TILBOÐ] FRÁ GRUNNI AÐ GIRNILEGUM MAT Óvenjuleg bók um íslenskt hrá- efni og matargerð kemur út í dag. Hún heitir Delicious Ice- land og ritstjóri er Völundur Snær Völundarson. MATUR 2 EKKI MIKIÐ FYRIR LÍFSGÆÐAKAPPHLAUP Listamaðurinn Snorri Ásmundsson segist ekki oft gera slæm kaup. TILBOÐ 6 2x10 Fallegur og bragðgóður H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.