Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 30
[ ] Óvenjuleg bók um íslenskt hráefni og matargerð kemur út í dag hjá bókaforlaginu Sölku. Hún heitir DELICIOUS ICELAND og ritstjóri er Völundur Snær Völundarson. „Við fönguðum ál í gildrur, fórum í svartfuglsegg, fylgdumst með Hildibrandi í Bjarnarhöfn verka hákarl, bökuðum rúgbrauð í hver og hittum bónda sem kenndi okkur að búa til fíflavín. Margt fleira gerðum við ævintýralegt.“ Þannig lýsir Völundur Snær grunnvinn- unni að hinni nýju bók sem hófst árið 1998. Þessir „við“ sem hann talar um eru hann og Hreinn Hreinsson ljósmyndari en þeir ferðuðust um landið og söfnuðu allskonar mynd- efni um íslenskt hráefni. „Reynd- ar notum við líka eldri myndir í bókinni því þegar stóra Skeiðarár- hlaupið var 1996 þá skárum við út íslistaverk á sandinum og eins eld- aði ég á hrauni úr Heklu þegar hún gaus,“ bætir Völundur Snær við. Hann er búin að dvelja lengi erlendis og býr núna á Bahamas þar sem hann rekur veitingastað. Hann kveðst alltaf vera að átta sig betur og betur á því hvað margt af því sem sprettur, finnst og fæst úr íslenskri náttúru og íslenskum landbúnaði er merkilegt og frá- bært. „Ég fékk til liðs við mig mann sem heitir Haukur Ágústs- son og það er hann sem skrifaði bókina á tveimur mánuðum úti á Bahamas. Hann fjallar um allt sem tengist íslenskum matarvenjum, um hvað var gert í gamla daga og hvað er gert í dag því bókin endur- speglar ekki bara gamla tímann og uppruna hráefnisins, heldur tengir okkur líka við nútímann. Ég hef íslenska hráefnið sem undirstöðu- atriði, hvort sem það eru kríuegg, lax, fjallagrös eða annað, fer á flug með það og bý til allskonar girni- lega rétti sem uppskriftir og mynd- ir eru birtar af. Þetta er flott bók, samtvinnuð úr landslagsmyndum, lostæti, ævintýraferðum, og sögu íslenskrar matargerðar. Hún er 240 blaðsíður í frekar stóru broti og Vigdís Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti skrifar formálann. Ég ákvað að gefa bókina bara út á ensku, að minnsta kosti til að byrja með, og hlakka til að hafa hana hjá mér á veitingastaðnum mínum á Bahamas því hún er flott land- kynning. gun@frettabladid.is Frá grunni að girnilegum mat Ein myndanna í bókinni er af svartfuglseggi með salti. MYND/HREINN HREINSSON Völundur Snær kann vel að meta allt íslenskt, þar á meðal bæjarins bestu pylsur. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Steiktur steinbítur Völla Í PARMASKINKU OG SPÍNATI MEÐ TÓMATA- OG SJALOTTLAUKS RISOTTO Steinbítur er mikið veiddur í íslensk- um vötnum. Hann er ekki fagur í sjón, og verður að gæta varúðar þegar hann er meðhöndlaður við veiði. Kjálkar fisksins eru sérlega sterkir og þurfa veiðimenn að passa upp á fæt- urna við veiði, jafnvel þó þeir klæðist veiðistígvélum. Þrátt fyrir það er stein- bíturinn vinsæl veiði vegna gómsæts kjötsins, sem er mjúkt og mátulega feitt. Hér kemur uppskrift að lostæt- um steinbítsrétti. 700 gr. steinbítur 250 gr. parmaskinka 225 gr. spínatblöð, frekar stór Tómata- og sjalottslauks risotto 1 msk vínberjafræjaolía 2 msk smjör 4 graslauksstrá Salt og pipar Spínatið er skolað og kreist örlítið, til að ná vatninu úr því. Fiskurinn er skorinn í ræmur, u.þ.b. 2-3 cm á breidd og 10 cm á lengd, og kryddaður með salti og pipar. Parma- skinkan er breidd út, u.þ.b. 10 cm á breidd og nægilega löng til þess að rúlla utan um fiskinn og þannig að það verði smá afgangs. Spínat er látið ofan á skinkuna þannig að það hylji skinkuna á breiddina en 1 cm skil- inn eftir á endanum. Steinbítsbitar eru settir í skinkuna, þversum ofan á spínatið, og skinkunni rúllað með spínatinu utan um bitana þannig að fiskurinn sé vel hulinn. Endinn á skinkunni, með engu spínati, er not- aður til að loka rúllunni. Næst er olíuborinn álpappír settur utan um skinkurúlluna og lokað með því að snúa upp á endana. Rúllan er látin á pönnu sem hefur verið hituð með vínberjafræjaolíu og henni velt um pönnuna í eina mínútu. Þetta er gert til þess að skinkan haldist utan um spínatið og fiskinn. Næst er álpappírinn tekinn af, sett smjör á hreina pönnu og rúllan steikt í fjórar mínútur. Rúllunni á að vera velt um allan tímann á meðan á steikingu stendur. Til þess að bera matinn fram er rúllan skorin í bita, u.þ.b. 3-5 cm breiða, og bitarnir settir ofan á tómata-risottoið. Að lokum er diskur- inn skreyttur með graslauk. Þessi réttur felur í sér ljúffenga blöndu af skinkubragði, spínati og steinbíti, sem fer dásamlega vel saman. Tómata- og sjalotts risottoið, með sínu milda bragði, gerir sam- setninguna fullkomna. Það er hægt að grilla næstum allan mat. Prófið að grilla alls kyns fiskmeti og allar tegundir ávaxta penslaða með olíu. Grillaður banani með súkkulaði er til dæmis fyrirtaks eftirréttur. Það er um að gera að nota grillið vel þessa fáu sumarmánuði. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is HÁTEIGSVEGUR 1 105 REYKJAVÍK SÍMI: 533-1020 www.aman.is VÍNGERÐARLIST HÁGÆÐA VÍNGERÐAREFNI NÝ VERSLUN ! MIKIÐ ÚRVAL - TILBOÐ KERN VOGIRNAR KOMNAR AFTUR. PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR. Sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap rí l 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.