Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Það er engin ástæða til að örvænta þótt maður hafi ekki græna fingur, þar sem blóm og beð þurfa ekki að vera fyrirferðarmikil í garðinum. Garðeigendur vestur í bæ tóku þann pól í hæðina þegar þeir létu endurhanna lóðina sína. Garðar sem eru uppfullir af skemmtilegum gróðri geta verið til prýðis en þó fer mikil vinna í að halda þeim við og af ýmsum ástæðum treysta sumir sér einfald- lega ekki til þess. Garðeigendur vestur í bæ, sem voru búnir að fá nóg af stöðugu streði í garðinum, brugðu á það ráð að fá landslagsarkitektinn Ragn- hildi Skarphéðinsdóttir til liðs við sig og hanna lóð sína upp á nýtt með það fyrir augum að þurfa sem minnst að gera. Veggir voru reistir beggja vegna hússins til að afmarka lóðina, göngustígur lagður til að brjóta hana upp og sum beðanna fyllt hvítri möl, sem talin er hamla vexti arfa og annars illgresis. Veggirnir veita líka ágætis skjól fyrir ágangi sjávarins, þar sem húsið er niðri við sjávarsíðuna, en þegar sjórinn lætur mest að sér kveða er ekki óalgengt að hann ýrist yfir húsið og sjávarselta setj- ist á rúður þess. 8 Húsið var hannað af Ingimundi Sveinssyni og byggt á áttunda áratugnum. Gleri var seinna komið fyrir aftan á húsinu, bæði af hagnýtum ástæðum og svo speglast hafið skemmtilega í því, þannig að mörk lands og sjávar virðast rofna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Marga dreymir um að eiga jafn skemmtilegan sólpall og þennan úti í garði þar sem hægt er að drekka gott morgunkaffi. Það geta eigendur hússins við sjávarsíðuna gert þegar vel viðrar auk þess sem þeir hafa einstakt útsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjólublá blóm fara vel við hvíta möl og lífga upp á garðmyndina, sé þeim komið fyrir á nokkrum vel völdum stöðum. Þetta skemmtilega þríhyrningslaga blómabeð virkar vel saman við göngustíginn og kerin sem eru í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stutt er niður að sjó frá húsinu, þar sem góður göngustígur liggur meðfram allri strand- lengjunni, en hann er fjölsóttur af göngugörpum, skokkurum, hjólreiðamönnum og hunda- eigendum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fallegt beð, en segja mætti að viðurinn og glerið á húsinu tengi hús og lóð skemmti- lega við saman við náttúruna. Annað gott dæmi um hvernig landlagsarkitekinn hefur nýtt sér ferköntuð form til að brjóta upp garðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mörk lands og sjávar rofin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.