Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 50
■■■■ { hús og garður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■14
„Mér fannst frábært að það skyldi
vera í Grjótaþorpinu, meðal ann-
ars þar sem svo stutt er í allt,“
segir Birgir, aðspurður um hvað
hafi heillað hann við húsið og
bætir við að þrátt fyrir staðsetn-
ingu sé lítil hljóðmengun frá
bænum. „Svo bauð íbúð í kjallara
upp á leigumöguleika.“
Húsið er frá árinu 1903, en var
flutt á núverandi stað og nýjan
grunn 1994. „Lagnir, rafmagn,
dren og klóak eru því ný,“ útskýrir
Birgir. „Svo var búið að rífa niður
milliveggi til að skapa opið rými
og gifsklæða þegar ég keypti.“
Birgir hélt áfram þar sem fyrri
eigendur létu staðar numið í end-
urbótum. „Ég pússaði gólf og setti
upp fataskápa, bað- og eldhúsinn-
réttingar,“ útskýrir hann. „Þá var
stiga á milli mið- og efri hæðar-
innar skipt út fyrir stiga frá Agli
Árnasyni. Húsið krafðist líka mik-
illar vinnu utandyra. Skipt var um
bárujárn, gengið frá gluggum og
svalir smíðaðar.“
Birgir réðst að mestu leyti
sjálfur í framkvæmdirnar inn-
andyra, en fékk með sér iðnað-
armann í það sem gera þurfti að
utan. „Við lukum við innvolsið
að mestu fyrsta árið, en sumarið
2005 kláruðum við það að utan,“
segir hann. Útkoman er einstak-
lega flott.
Birgir og Inga ákváðu nýlega
að kaupa lóð í Garðabæ og því
stendur Vesturgatan nú til sölu.
Birgir segist mun sakna hússins
þar sem honum hafi liðið einstak-
lega vel í því. „Það er svo gott
að geta verið svolítið afsíðis, en
samt séð hvernig Fischersund iðar
af lífi,“ segir hann. „Jafn góður
staður er vandfundinn.“
Afsíðis en umkringt lífi
Fyrir tveimur árum festi Birgir Kristmannsson, tölvunarfræðingur hjá Mekkanis hug-
búnaðarstofu, kaup á gömlu, tveggja hæða húsi með kjallara, að Vesturgötu 5a í
Reykjavík. Húsið hefur gengist undir töluverðar endurbætur í meðförum Birgis og
sambýliskonu hans, Ingu Birnu Eiríksdóttur kennara. Útkoman er ótrúlega flott.
Þetta glæsilega einbýlishús er nú til sölu en það var vandasamt verk að koma því í núverandi horf. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Birgir og Inga hafa átt ánægjulegan tíma í húsinu, ekki síst eftir að þau eignuðust dótturina Sölku. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hundurinn Tryggur sést hér trítla frá svölunum þar sem tilvalið er að fá sér morgunkaffi eða
grilla í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Undarlegum stiga var skipt út fyrir þennan fallega stiga frá Agli Árnasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Á efri hæð hússins er góð svefnaðstaða,
þar sem einstaklega þægileg stemning ríkir.
Miklar endurbætur voru gerðar á húsnæðinu. Meðal annars var skipt um eldhúsinnréttingu
með góðri útkomu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI