Fréttablaðið - 15.09.2006, Page 12
12 15. september 2006 FÖSTUDAGUR
�
�
�
�Oddi hönnun_ VOB8662
NÁMSKEIÐ
Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogur
Sími 564 3232 • Fax 585 0508
www.skola.is
Húllsaumur
Kennd verða undirstöðuatriði í húllsaumi
á tveimur kvöldum
Dúkur
25. september og 2. október,
kl. 19.00-22.00
Kennari: Helga Jóna Þórunnardóttir
Verð: 6.000 kr.
Harðangur
Kennd verða undirstöðuatriði í
harðangurssaumi á tveimur kvöldum
Dúkur
26. september og 3. október,
kl. 19.00-22.00
Kennari: Helga Jóna Þórunnardóttir
Verð: 6.000 kr.
Þrykk og útsaumur
Kennd verða undirstöðuatriði í þrykki
og útsaumi
Sængurverasett
5. október og 12. október,
kl. 19.00-22.00
Kennari: Helga Jóna Þórunnardóttir
Verð: 6.000 kr.
Bucilla fi ltsaumur
Kenndur verður Bucilla fi ltsaumur
Frjálst val á stykki
10. október, kl. 19.00-22.00
Kennari: Ásta S. Guðmundsdóttir
Verð: 3.000 kr.
Bucilla fi ltsaumur
Kenndur verður Bucilla fi ltsaumur
Frjálst val á stykki
17. október, kl. 19.00-22.00
Kennari: Ásta S. Guðmundsdóttir
Verð: 3.000 kr.
Efni ekki innifalið í námskeiðsgjaldi.
Skráning fer fram í síma 564 3232
eða í Skólavörubúðinni.
VARSJÁ, AP Varnarmálaráðherra
Póllands tilkynnti í gær að minnst
900 pólskir hermenn yrðu sendir
til Afganistans til að létta undir
með núverandi liðsafla NATO þar.
Ekki verður þó um eiginlegan
liðsauka að ræða, því hermennirn-
ir pólsku koma til með að leysa af
aðra hermenn, sem fara á aðrar
slóðir. Yfirmenn NATO segja að
enn sé því brýn þörf fyrir fleiri
hermenn frá aðildarríkjum banda-
lagsins, en bardagar síharðna í
landinu og er talið vanta um 2.500
hermenn í slaginn.
Um eitt hundrað Pólverjar eru
nú þegar í Afganistan og hafði
lengi staðið til að fjölga þeim. Pól-
verjar taka einnig þátt í Íraks-
stríðinu og rætt er um að kostnað-
ur við hlutdeild þeirra í stríðum í
Mið-Austurlöndum kunni að vera
fullmikill fyrir ríkið. Hann eykst
enn við það að því hefur verið flýtt
um nokkra mánuði að Pólverjar
fjölgi í herliðinu, en óstaðfestar
heimildir innan NATO herma að
pólskir ráðamenn hafi leitað til
bandalagsins eftir fjárhagsað-
stoð.
Á miðvikudaginn var sóst eftir
auknu herliði til Afganistans frá
öðrum aðildarríkjum NATO, en án
árangurs. - kóþ
Liðssöfnun NATO fyrir herliðið í Afganistan:
Minnst 900 Pólverjar í stríðið
HERFERÐ NATO Í AFGANISTAN Hér sjást
bandarískir hermenn berjast við afganska
uppreisnarmenn í sumar sem leið.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
BANDARÍKIN Valerie Plame, fyrr-
verandi starfsmaður leyniþjónust-
unnar CIA, hefur ásamt eigin-
manni sínum, Joseph Wilson
fyrrverandi sendiherra, kært
Richard Armitage, fyrrverandi
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, fyrir að hafa fyrstur
lekið því til fjölmiðla að Plame
væri njósnari.
Armitage viðurkenndi í síðustu
viku að hafa fyrstur lekið þessu,
en í sumar kærðu þau Plame og
Wilson bæði Dick Cheney varafor-
seta, Karl Rove, fyrrverandi
starfsmannastjóra Hvíta hússins,
og I. Lewis Libby, fyrrverandi
aðstoðarmann varaforsetans,
fyrir þeirra þátt í lekanum. - gb
Valeri Plame, fyrrverandi starfsmaður CIA:
Kærir Armitage fyr-
ir leka til fjölmiðla LÖGREGLUMÁL Tvær sautján ára stúlkur urðu fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu í gær að
bílar þeirra rákust saman á
Grundargötu í Grundarfirði.
Að sögn varðstjóra lögreglunnar
var áreksturinn harður og
tildrögin sú að önnur stúlknanna
virti ekki biðskyldu og ók í veg
fyrir hina. Þær hlutu báðar minni
háttar meiðsli og voru fluttar á
heilsugæsluna þar sem gert var
að sárum þeirra.
Stúlkurnar voru á leið í skóla
þegar óhappið varð. Báðir
bílarnir eru mikið skemmdir ef
ekki ónýtir eftir áreksturinn.
- æþe
Árekstur í Grundarfirði:
Skólasystur
skullu saman
RICHARD
ARMITAGE
Fyrrverandi
aðstoðarutan-
ríkisráðherra
Bandaríkjanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP