Fréttablaðið - 15.09.2006, Síða 29
FÖSTUDAGUR 15. september 2006 5
Thaishop matstofa er nýr taí-
lenskur veitingastaður á Lyng-
hálsi. Staðurinn er fjölskyldu-
fyrirtæki og meðal eigenda eru
Kristmann Þór Einarsson og
Ruttanaporn Kandong eigin-
kona hans.
Nokkrar vikur eru síðan Thaishop
matstofa var opnuð og Kristmann
segir að aðsóknin aukist dag frá
degi. „Við höfum ekkert mikið
verið að auglýsa staðinn en hann
hefur einhvern veginn auglýst sig
sjálfur. Síðan við opnuðum höfum
við verið að fínpússa ýmislegt og
ágætt að viðskiptin fari rólega af
stað,“ segir hann.
Veitingastaðurinn tekur sjötíu
manns í sæti og er tilvalinn fyrir
stóra hópa. „Við erum svolítið að
stíla inn á fyrirtæki og erum með
bar og karókí svo þetta er kjörinn
staður fyrir starfsmannahópa
sem vilja fara saman út að borða
og skemmta sér.“
Matstofan er opnuð klukkan
hálf tólf á daginn og er opin til níu
á kvöldin. „Á föstudags- og laug-
ardagskvöldum er svo hugmynd-
in að hafa barinn opinn fram til
svona þrjú og þá er líka hægt að
fara í karókí,“ segir Kristmann.
Thaishop matstofa er fjöl-
skyldufyrirtæki og öll stórfjöl-
skyldan kemur að rekstrinum.
„Ég og konan mín eigum staðinn
ásamt systur hennar og bróður og
konunni hans. Konan mín og syst-
kini hennar sjá um eldamennsk-
una en þau eru frá Taílandi og því
vel að sér taílenskri matargerð.“
Fjölskyldan hefur í nógu að
snúast því hún rekur einnig versl-
unina Thaishop í Kópavogi. „Við
opnuðum verslunina í fyrra og
höfum verið að flytja inn hrís-
grjón, sósur og fleira frá Taílandi.
Við verðum með verslunina áfram
en auðvitað einbeitum við okkur
mest að veitingastaðnum þessa
dagana,“ segir Kristmann og
hlær.
emilia@frettabladid.is
Tilvalinn staður
fyrir stóra hópa
Thaishop matstofa hentar vel þeim sem vilja fara saman út að borða í stórum hópi.
Kristmann segir að matargestum fjölgi
dag frá degi.
Ruttanaporn, systkini hennar og mág-
kona sjá um matreiðsluna.
Stórfjölskyldan öll sér um rekstur veitingastaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Rifsberin eru skoluð fyrir notkun og best er að hafa stilkinn
með þegar hlaup er búið til.
Rifsber eru bragðsterk og
henta vel með villibráð.
Rifsberin vaxa í klösum á þéttum
runna sem víða finnst í görðum
hérlendis. Hinn fagri litur þeirra
gerir þau upplögð til skreytinga,
auk þess sem blöðin eru tennt og
fara líka fallega á borði með berj-
unum. Talið er að rifsber hafi fyrst
verið ræktuð í Hollandi og Belgíu
og eru til heimildir um þau frá því
fyrir 1600. Berin eru bragðsterk
og mörgum þykja þau of súr til að
borða þau fersk en í sykurlegi eru
þau frískandi eftirréttur með ís.
Blöð runnans eru tennt með
sterkum vígindum og þau má
reyndar líka nota sem krydd, fersk
eða þurrkuð og best þykja þau
þegar þau eru aðeins byrjuð að
sölna. Þó eru það berin sem flestir
sækjast eftir. Þau henta mjög vel í
hlaup þar sem þau innihalda mikið
hleypiefni, einkum meðan þau eru
ekki fullþroskuð. Slíkt hlaup þykir
ómissandi út í sósur með rjúpu og
annarri villibráð.
Rifsber innihalda mikið af C-
vítamíni og jafngilda þar sítr-
ónum. Þau eru algengustu ber sem
vaxa í görðum hér á landi og úr
þeim má fá frábærar afurðir. Rifs-
berjahlaup og sulta er gott búsílag
fyrir veturinn og nú meðan berin
eru fersk má nota þau í kökur.
RIFSBERJAHLAUP
1 kíló af berjum
1 kíló af sykri
1 dl af vatni
Best er að tína berin vel þrosk-
uð og hafa stilka, svolítið af lauf-
blöðum og hálfþroskuðum berjum
með því þar eru náttúruleg hleypi-
efni. Berin eru skoluð, sett í pott
og látin sjóða í mauk við lágan hita
með vatninu. Þá er sykrinum
hrært saman við og suðan látin
koma upp aftur og látið sjóða í
nokkrar mínútur. Loks er maukið
sigtað og tært hlaupið sett á gler-
krukkur. Rifsberjahlaup þarf að
geyma á köldum stað.
Þótt mun algengara sé að gera
hlaup úr rifs-
berjum en
sultu er hér
látin fylgja
uppskrift
að rifs-
berjasultu.
Þessi sulta
er ekki eins
sæt og hlaupið
að ofan en að
sjálfsögðu má hafa
hlutföllin á berjum og
sykri einn á móti einum.
RIFSBERJASULTA
1 kíló rifsber
800 g sykur
1 dl vatn
Stilkar og blöð hreinsuð frá
berjunum og soðið í vatninu. Rifs-
ber sett í pott og soðin ásamt soð-
inu af stönglunum sem þá hafa
verið teknir úr vatninu. Soðið
hægt við lágan hita í um 10 mínút-
ur. Sykrinum bætt í.
gun@frettabladid.is
Þegar rifsberin eru soðin í hlaup er betra að hafa grænjaxla
með.
Safarík, c-vítamínrík og
ómissandi með villibráð