Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 15. september 2006 7 Stefán Pálsson, sagnfræðingur og friðarsinni, á barmmerkja- vél sinni margt að þakka. Hún hefur bæði hjálpað mörgu góðu málefninu með merkjum sínum og það sem meira er, hún hefur hjálpað Stefáni að finna ástina. Árið 2001 lét Stefán gamlan draum rætast þegar hann, í slagtogi við félaga sinn, fékk sér barmmerkja- vél. „Við vorum búnir að gæla við þessa hugmynd lengi, sem sagt að koma pólitískum áróðri og ýmsum skilaboðum á framfæri með barm- merkjum. Við slógum til og keypt- um vél til barmmerkjagerðar á netinu,“ segir Stefán. Fjölmörg kvöld hafa farið í merkjagerð fyrir ýmis samtök og málefni, en eins og alþjóð veit er Stefán ötull baráttumaður fyrir friði. Vélin kom sér líka vel þegar hann var í tilhugalífinu. „Barm- merkjavélin spilaði stóran part í því þegar ég náði í konuna mína. Þá þurfti að gera merki fyrir ein- hvern góðan málstað, mótmæla- aðgerðir, friðargöngu eða eitthvað slíkt. Þá þurfti að kalla til vinnu- fúsar hendur til aðstoðar og það gaf færi á óformlegum fyrstu stefnumótum heima í stofu.“ segir Stefán. „Sumar konur falla fyrir sportbílum en aðrar fyrir verkleg- um barmmerkjavélum.“ Til að rifja upp verstu kaup Stefáns þarf að hverfa aftur til bernsku hans. „Það var einn vet- urinn þegar ég var 11 eða 12 ára hér um bil. Þá beit ég það í mig að sniðugt væri að læra á skauta,“ segir Stefán. „Mér tókst með herkjum að öngla saman fyrir skautapari en þetta var fyrir daga skautahalla svo eina vonin til að geta nýtt fjárfestinguna var tjörn- in. En það var eins og við manninn mælt, um leið og ég var búinn að kaupa skautana fór að hlána.“ Það sem eftir lifði veturs festi engan frekari ís á tjörnina og það sama var uppi á teningnum næsta vetur. „Þá sjaldan að tjörnin var mannbær þá raðaðist það þannig að ég komst ekki,“ segir Stefán, sem neyddist til að selja skautana, nánast ónotaða og fyrir slikk, þegar hann var vaxinn upp úr þeim. Stefán er enn ekki búinn að ná sér að fullu og segir hann í gríni að hann reki hlýnun jarðar til þessara kaupa, miklu frekar en gróðurhúsalofttegundanna. „Ég veit samt ekki hvort ég fæ Gore til að taka undir það með mér,“ segir Stefán. tryggvi@frettabladid.is Barmmerkjavél ástarinnar Stefán með hjálpartæki ástarinnar: Barmmerkjavél. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VALHÚSGÖGN Í ÁRMÚLA BJÓÐA STÓR- GOTT VERÐ Á LOKADÖGUM ÚTSÖLU SINNAR. Útsölunni hjá Valhúsgögnum fer senn að ljúka og nú er því rétti tíminn að skella sér í búðir og gera góð kaup. Meðal þess sem er á sérstöku útsöluverði er vandaður slökunarsófi úr leðri með skemlum á 119 þúsund en sófinn kostar venjulega 149 þús- und. Einnig má fá sófasett úr þykku nautaleðri á 221 þúsund og áklætt sófasett á 99 þúsund. Einnig er til sölu fallegur tungusófi úr leðri á 79 þúsund og vandaðir borðstofustólar eru á góðum afslætti. Fyrir þá sem vilja svo kaupa sér eitthvað fallegt utan útsölunnar voru Valhúsgögn að fá nýja sendingu af hvíldarstólum með skemlum. Húsgögn á góðu verði Síðustu dagar útsölunnar standa nú yfir í Valhúsgögnum. NÚ ERU ALLIR AÐ BYRJA Í SKÓLANUM ÞAR SEM FAR- TÖLVA ER AÐ VERÐA JAFN NAUÐSYNLEG OG PENNA- VESKI. Í Svar tækni er hægt að fá Acer-fartölvur á skólatil- boði. Meðal þeirra véla sem henta námsmönnum er Acer Aspire 366 WLMi, enda er hún kölluð námshest- urinn. Hún er með Intel Celeron M 1,5 Ghz-örgjörva, 512 MB DDR2-vinnsluminni, 80 GB hörðum disk, með innbyggðum kortalesara, myndavél í skjá og Windows XP home stýrikerfi. Vélin kostar 89.900 krónur og henni fylgir þriggja ára ábyrgð. Ef tölvan er keypt býðst viðskiptavini Lexmark X2470 fjölnotatæki sem prentar, skannar, og ljósritar á 8.900 krónur og að uppfæra stýrikerfið í Windows XP PRO fyrir 9.900 krónur. Svar tækni er til húsa í Síðumúla 37, en allar nánari upplýsingar er að finna á www.svar.is. Tilboð á Acer í Svari Í Svari er hægt að fá fjölmargar gerðir Acer- fartölva. SUSHI- OG FISKISÚPUDAGAR ERU Á MÁNUDÖGUM Í SEPTEMBER Í SUSHI-SMIÐJUNNI AÐ GEIRSGÖTU 3. Á mánudögum í september eru tilboðsdagar í Sushi-smiðjunni. Þá er boðið upp á fiskisúpu fulla af fersku sjávarfangi, hvítum fisk, laxi, rækjum, krækling og kúfskel, brauð, hummus og fimm bita sushibakka á 1.200 krónur. Þar er líka tilboð sem felst í því að tíundi hver tíu bita sushibakki er frír. Ferskt sjávarfang og sushi Sushibakki frá Sushi-smiðjunni. ����������� ������������������������ ���������������������������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.