Fréttablaðið - 15.09.2006, Side 39

Fréttablaðið - 15.09.2006, Side 39
Magni um hina keppendurna www.bluelagoon.is Líf Lukas „Hann virkar kannski illa á marga en hann meinar ekkert illt með því. Hann er eiginlega bara eins og litli bróðir minn. Einn ljúfasti drengur sem ég hef hitt og mikill vinur vina sinna. Ég gæti ekki verið ánægðari með að hann hafi unnið enda smellpassar hann í þetta band.“ Sástu fljótlega að hann myndi sigra? „Ég vissi að hann myndi vinna frá fyrsta degi, held ég. Hann hefur nefnilega þetta extra stjörnu „quality“ sem þarf.“ Toby „Þegar ég byrjaði í þessum þætti hélt ég að hann væri óþolandi íþróttagaurinn. Kom mér fyrir sjónir sem hrokafullur brimbrettagaur. En hann er svo langt frá því að vera það og hefur vaxið hvað mest sem per- sóna held ég. Í lokin var hann orðinn gæinn sem sá um að hugga alla og opna sig. Storm átti til dæmis svolít- ið erfitt í lokin, var þunglynd og svona. Hann sá alveg um hana og stappaði í hana stálinu enda voru allir að hjálpa hver öðrum. Þetta var bara eins og að búa með systkinum sínum.“ Dilana „Ég sá um að halda henni gangandi en hún er náttúrlega snargeðveik. Eða nei, nei, hún er ekkert svo klikkuð og er líklega besti performinn sem var þarna. Hún átti aldrei slæman dag á meðan við hin fórum upp og niður og gleymdum orðum og svona. Hún er algjör snillingur og á eftir að vera mjög stór. Eða þú veist, hún verður náttúrlega alltaf dvergur en á annan veg.“ „Toby djókaði nú alltaf með það þegar hún sagðist vera eina stelpan sem væri eftir. Þá leit hann á hana og sagði þú ert ekkert stelpa og hristi hausinn. Við kölluðum hana lukkutröllið.“ Hún sannaði nú að hún væri kona þegar hún hljóp allsber? „Já, var það? Það var nú ekki mikið að gerast þarna.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.