Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 56
 15. september 2006 FÖSTUDAGUR16 „Á föstudegi flygi ég til Færeyja því þangað hef ég aldrei komið, eyddi kvöldinu í góðum félagsskap og sypi öl,“ segir Bryndís Nielsen, kynning- arfulltrúi hjá Íslenska dansflokknum, sem undirbýr nú frumsýningu á tveimur nýjum spennandi verkum í október, „Flest um fátt“ og „Við erum komin“. „Laugardaginn nýtti ég til skoðun- arferða um grænar hlíðar eyjanna og kannaði þorp og bæi,“ heldur Bryndís áfram og segir að hún færi síðan til New York um kvöldið en þar bjó hún um skeið. „Þetta er einstaklega heillandi borg, þar sem mikið er hægt að sjá og gera,“ segir Bryndís. „Sjálf kysi ég að snæða góðan kvöldmat á veitingastaðnum Asia de Cuba sem er í uppáhaldi hjá mér og færi á frum- lega og skemmtilega danssýningu að honum loknum. Sunnudeginum verði ég í göngutúr um Central Park með ilmandi kaffibolla og svo í bókabúð- inni Barnes & Nobles við bókalestur, en þar var ég oft klukkustundum saman enda er búðin margra hæða og með góðu kaffihúsi. Ekki skemmdi fyrir að hafa draumprinsinn með í för, en hann hef ég ekki enn fundið,“ bætir hún hlæjandi við. -rve DRAUMAHELGIN Á danssýningu í New York BRYNDÍS GÆTI VEL HUGSAÐ SÉR AÐ EYÐA SUNNUDEGI Í BARNES & NOBLES. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VISSIR ÞÚ... – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Dimmuborgir eru einstæðar hraun- myndanir við austanvert Mývatn. Þær eru í Yngra-Laxárhrauni og eru um tveir kílómetrar í þvermál. Helstu staðir í Dimmuborgum eru Kirkjan, sem er stór hellir sem svipar til kirkju að innan, Kindahellir, sem er hellir þar sem kindur voru hafðar, og Gatklettur, sem er gengið í gegnum. Í Dimmuborgir kemur fjöldi ferða- manna á ári hverju en þar hafa verið lagðir fínir göngustígar. Einnig liggja göngustígar frá Dimmuborgum og upp á Hverfjall. STAÐURINN: DIMMUBORGIR að rokkarinn Tommy Lee heitir í raun Thomas Lee Bass? að hann er fæddur 3. október 1962 og er því að verða 44 ára gamall? að hann fæddist í Aþenu á Grikk- landi? að móðir hans, Vassilikki Papad- imitriou, var kosin ungfrú Grikk- land árið 1957? að faðir hans var David Lee Thom- as Bass, velskur hermaður? að hann flutti til Bandaríkjanna aðeins árs gamall? að hann fékk fyrsta trommusettið þegar hann var fjögurra ára? að fyrsta alvöru hljómsveitin hans hét Suite 19? að hann er best þekktur sem trommuleikarinn í hljómsveitinni Mötley Crue? að þegar hann gekk til liðs við hljómsveitina breytti hann nafni sínu í Tommy Lee? að fyrsta plata Mötley Crue hét Too fast for love og kom út árið 1981? að Tommy Lee vakti á þessum árum athygli fyrir val sitt á ást- konum? að hann giftist nektardansmeynni Elaine Starchuk árið 1984? að hann giftist leikkonunni Heath- er Locklear árið 1986? að hann skildi við hana árið 1993 eftir að upp komst um kynferðis- legt samband hans við klám- myndaleikkonuna Debi Diamond? að hann giftist Pamelu Anderson árið 1995? að hann eignaðist með henni tvö börn? að þau skildu árið 1998? að Tommy Lee var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að sparka í klofið á Pamelu? að hann ákvað að hætta í hljóm- sveit sinni meðan hann dvaldi í fangelsinu? að hann hefur samt sem áður spilað með hljómsveitinni af og til síðustu ár? að hann gaf út ævisögu árið 2004 sem heitir Tommyland? að hann gerði raunveruleikaþátt um háskólann í Nebraska sem hann gekk í? að hann hefur nú stofnað hljóm- sveit ásamt þeim Jason Newsted, Gilby Clarke og Lucas Rossi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.