Fréttablaðið - 15.09.2006, Page 65
FÖSTUDAGUR 15. september 2006 33
Nýjasta eintak Tímarits Máls og
menningar er ekkert heims-
ósómahefti enda fullt af góðum
fréttum og fræðandi greinum úr
ólíkum menningaráttum.
Ástráður Eysteinsson skautar
haglega um ljóðabækur síðasta
árs og staðfestir í grein sinni að
úrtölumenn sem ræða um andar-
slitur ljóðsins eru á villigötum í
svartsýni sinni. Í heftinu birtast
ennfremur ljóð fjölmargra skálda
en meðal höfunda að þessu sinni
eru Baldur Óskarsson, Þórdís
Björnsdóttir, Snæbjörn Brynjars-
son og Haukur Már Helgason.
Eins er bjartsýnisbragur á
spjalli Þórhildar Ólafsdóttur við
leikhúsmenn af yngri kynslóðinni
þar sem niðurstaðan er sú að
kraftur og djörfung leikhússins
hafi búið til skilyrði fyrir ótak-
markaða sköpun og kræsilegt
hlaðborð fyrir áhorfendur í fram-
tíðinni. Gísli Sigurðsson ritar líka
upplýsandi grein um íslenska
málpólitík þar sem hann vekur
athygli á þeirri tilhneigingu hér-
lendis að tala um „rétt og rangt
mál“ fremur en „gott eða slæmt
mál“ og bendir hann ennfremur
á að lítið verði ráðið við
tungumálið með opinber-
um aðgerðum fremur en
gang sólarinnar. Þetta
er aðeins fyrri hluti
greinar Gísla en fram-
hald hennar mun birtast
í næsta hefti tímarits-
ins.
Stefán Snævarr heim-
spekiprófessor skrifar um
hentistefnu í samhengi við
þróun stjórnmála og
kemur víða við í hressilegri grein
sem ber undirtitilinn „Hugmynda-
fræði handa Samfylkingunni (og
kannski fleiri flokkum)?“
Af gagnrýni og umfjöllun má
nefna grein Jónasar Sen um Sum-
artónleika í Skálholti, dóma
um Sólskinshest Stein-
unnar Sigurðardóttur,
Stefnuljós Hermanns
Stefánssonar og
Hrafninn eftir Vil-
borgu Davíðsdóttur.
Auk þess er fjallað um
ævisögur Hannesar
Hafsteins og Einars
Olgeirssonar sem komu
út á síðasta ári að ógleymdu
bréfi Íslandsvinarins
Daniel Willard
Fiske sem birt
er í heild sinni í
heftinu ásamt
inngangi og
skýringum Þór-
unnar Sigurðar-
dóttur sagn-
fræðings. - khh
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
Kvikmyndin Börn er að mörgu leyti
óvenjuleg mynd þar sem aðdrag-
andi hennar og vinnsla á sér fá for-
dæmi hérlendis. Sagan varð til í
kringum persónur sem aðalleikarar
myndarinnar, félagar úr leikhópn-
um Vesturporti, þróuðu í félagi við
leikstjórann Ragnar Bragason, en
myndin er sjálfstæður hluti stærra
verks því systurmynd hennar, For-
eldrar, verður sýnd í byrjun næsta
árs.
Handritið hefur oftar en ekki
verið akkilesarhæll í íslenskri kvik-
myndagerð en þessi mynd líður
ekki fyrir slíkt. Sögur aðalpersón-
anna þriggja, sem tengjast að
lokum, standa fyrir sínu hver um
sig og mynda saman sterka og eftir-
minnilega heild. Þó svo að áherslan
sé fyrst og fremst á persónusköpun
og aðstæður er framvindan áhuga-
verð þó hún sé á köflum fyrirsjáan-
leg.
Sögurnar fjalla allar um sam-
skipti barna og foreldra, einkum
mæðra og sona. Í fjölbýlishúsi býr
Karítas, einstæð móðir með fjögur
börn (Nína Dögg Filippusdóttir) og
reynir að láta enda ná saman, á
neðri hæðinni býr misþroska maður
með móður sinni (Ólafur Darri
Ólafsson og Margrét Helga Jóhann-
esdóttir) en úti í bæ gengur hand-
rukkarinn og misindismaðurinn
Gæi (Gísli Örn Garðarsson) ber-
serksgang í óþökk móður sinnar
(Hönnu Maríu Karlsdóttur) og bróð-
ur (einnig leiknum af Gísla Erni).
Fórnfýsi mæðranna og fjarvera
feðranna er leiðarstef myndarinn-
ar, aðalpersónurnar glíma við
félagslega erfiðar aðstæður og er
myndin á köflum grimm stúdía á
von- og skilningsleysi sem fólk
mætir hvert hjá öðru.
Myndin er stórvel leikin og virð-
ing fyrir efninu og persónunum
skilar sér á tjaldið. Með fullri virð-
ingu fyrir atvinnumönnum og
reyndu fólki tekst hinum unga leik-
ara Andra Snæ Helgasyni á köflum
að stela senunni í hlutverki ungl-
ingspiltsins Guðmundar en sam-
leikur hans og Nínu Daggar var
hrífandi. Ólafur Darri var að sama
skapi sympatískur og grátlega
fyndinn í sínu hlutverki.
Heildarútlit myndarinnar hæfir
efninu vel, hér er ekkert „svart-
hvítt listakjaftæði“ á ferðinni og
hún líður síst fyrir meint vanefni
aðstandendanna. Nostur í eftir-
vinnslu hennar er til fyrirmyndar
og hljóð og klipping unnin af fag-
mennsku.
Ef tína ætti til nokkuð neikvætt
um þessa mynd þá fannst mér tón-
listin stundum of yfirdrifin og
dramatísk og endirinn alltof lukku-
legur miðað við söguna sjálfa.
Oft detta íslenskir áhorfendur í
þá gryfju að mæla íslenskar mynd-
ir með annarri stiku en erlendar en
þessi mynd þarf engra slíkra fyrir-
greiðslna með, hún stenst fyllilega
samanburð við það besta sem berst
hingað frá útlöndum og ég bíð
spennt eftir Foreldrum.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
BÖRN
LEIKSTJÓRI: RAGNAR BRAGASON
AÐALHLUTVERK: NÍNA DÖGG FILIPPUS-
DÓTTIR, GÍSLI ÖRN GARÐARSSON,
ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON, ANDRI SNÆR
HELGASON, MARGRÉT HELGA JÓHANNES-
DÓTTIR, SIGURÐUR SKÚLASON OG
HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR
Niðurstaða: Fyrirtaks mynd með hæfilegri
blöndu af ádeilu og húmor, vel leikin og
virðingarverð samfélagsrýni um aðstæður sem
margir kannast við en flestir neita að þekkja.
Fórnfýsi mæðra og fjarvera feðraEintak með bjartsýnisbrag
NÝTT HEFTI INN UM
LÚGUR LANDS-
MANNA Silja Aðal-
steinsdóttir ritstýrir
Tímariti Máls og
menningar.