Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 78
15. september 2006 FÖSTUDAGUR46
HRÓSIÐ FÆR …
Mikill viðbúnaður er vegna komu
Magna Ásgeirssonar til landsins á
sunnudaginn. Eins og sönnum
afreksmanni sæmir verður
Magni að sjálfsögðu boðinn
velkominn í Smáralindinni
en það verður annaðhvort
forsætisráðherrann Geir
H. Haarde eða utanríkis-
ráðherrann Valgerður
Sverrisdóttir sem tekur á
móti Magna og þakkar honum
vel unnin störf í þágu
þjóðarinnar. Rjóminn af íslenskum
poppurum ætlar enn fremur að
heiðra Magna með nærveru sinni
enda hefur söngvarinn frá
Borgarfirði eystri
vakið áhuga
útlendinga á
íslenskri popp-
tónlist.
Hljómsveit
Magna, Á móti
Sól, hefur að
sjálfsögðu hug
á að nýta sér þessa frægð söngvar-
ans og er fyrirhugað tónleikaferða-
lag í kringum landið. „Það verða
stórtónleikar á Broadway 30. sept-
ember, einir um daginn fyrir alla
en svo stórdansleikur um kvöld-
ið,“ segir Heimir og viður-
kennir að hljómsveitin sé
þegar farin að æfa lögin sem
Magni söng í þættinum.
„Sum þeirra höfum við
reyndar spilað áður en
önnur erum við að „pikka“
upp,“ útskýrir Heimir en segist
ekki hafa hugmynd um hvert fram-
haldið verði þegar
rúntinum lýkur
21.október. „Við
vitum ekkert
hvort hann
tekur eitthvað
af þessum tilboð-
um eða hvernig
framhaldið verð-
ur hjá honum,“
bætir Heim-
ir við. - fgg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT:
2 eldhúsáhald 6 hvað 8 þangað til 9
hljóma 11 samtök 12 leynir 14 rífa 16
grískur bókstafur 17 lágvær niður 18
kúgun 20 guð 21 steintegund.
LÓÐRÉTT:
1 ofneysla 3 tveir eins 4 krappur 5 flýti
7 heimsálfa 10 fæða 13 suss 15
hástétt 16 ot 19 gangþófi.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 ausa, 6 ha, 8 uns, 9 óma,
11 aa, 12 felur, 14 raspa, 16 pí, 17 suð,
18 oki, 20 ra, 21 talk.
LÓÐRÉTT: 1 óhóf, 3 uu, 4 snarpur, 5
asa, 7 ameríka, 10 ala, 13 uss, 15 aðal,
16 pot, 19 il.
Vasa
línan
Fer vel í veski
Fiskbúðin Hafberg
vantar öflugan starfsmann
til að sjá um undirbúning fiskrétta
og afgreiðslu í búðinni.
Viðkomandi þarf að vera samviskusamur,
góður í mannlegum samskiptum,
sjálfstæður og vandvirkur.
Góð laun i boði, allar nánari uppl,
veitir Geir s. 820-3413.
Fréttamaðurinn góðkunni, Logi
Bergmann Eiðsson, er með mörg
járn í eldinum. Auk þess að starfa
sem fréttamaður er Logi aðalmað-
urinn á bak við spurningaþáttinn
Meistarann sem sýndur var á Stöð
2 síðasta vetur. Meistarinn verður
aftur á dagskrá nú í vetur en Logi
vinnur auk þess að útgáfu spurn-
ingaspils, sem samið verður út frá
þáttunum.
„Það eru náttúrlega engin jól
nema það sé nýtt spurningaspil,“
segir Logi, sem settist niður og bjó
til nýtt spil í samvinnu við fyrir-
tækið Veruleikann. „Við erum
mjög trúir þáttunum við gerð
spilsins en þar eru til dæmis bjöllu-
spurningar og valflokkaspurning-
ar, auk þess sem hægt er að leggja
undir og velja spurningaflokk
fyrir andstæðingana. Ég er búinn
að prófa spilið og það er alveg
magnað,“ segir Logi og bendir á að
spilið sé mjög spennandi
því það sé allt opið í því
alveg þangað til í rest-
ina.
„Þá er hægt að fá
meistaraspurningu,
sem getur aukið mikið
á spennuna, alveg eins
og í þáttunum. Öll fjöl-
skyldan getur spilað
saman enda eru spurning-
arnar töluvert léttari en
í þættinum þannig
að allir ættu að
geta svarað
einhverju.
Þetta er
því alveg
tilvalin
möndlu-
gjöf.“
Sjálfur
samdi Logi mikið af spurningun-
um, rétt eins og hann mun gera
fyrir nýju þáttaröðina, og fékk
í lið með sér menn sem eru
vanir að semja spurningar.
„Við settum þetta þannig
upp að margir geti spilað í
einu þannig að það er mik-
ill leikur í þessu,“ segir
spyrillinn og fréttamaður-
inn, Logi Bergmann
Eiðsson.
sigridurh@frettabladid.is
LOGI BERGMANN EIÐSSON: MEISTARASPIL Í MÖNDLUGJÖF
Semur sjálfur spurningar
fyrir Meistarann
LOGI BERGMANN Segir að öll fjölskyldan geti spilað nýja Meistaraspilið, sem kemur út fyrir jólin. Sjálfur semur Logi hluta spurn-
inganna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
SIGURVEGARINN
Jónas Örn Helgason
sigraði í fyrstu þátta-
röð Meistarans, en
að sögn Loga verða
spurningarnar í spil-
inu ekki eins erfiðar
og í þáttunum.
Konunglegar móttökur Magna á sunnudaginn
GEIR H. HAAR-
DE Tekur vænt-
anlega á móti
Magna þegar
hann lendir á
sunnudaginn.
VALGERÐUR SVERR-
ISDÓTTIR Gæti
orðið þess heiðurs
aðnjótandi að bjóða
poppstjörnu Íslands
velkomin heim.
MAGNI ÁSGEIRSSON Snýr aftur
heim á sunnudag í veglega athöfn
í Smáralind. Fer á tónleikaferð
um landið með Á móti sól og
spilar lögin úr Rock
Star.
...Einar Magnús Magnússon og
Umferðarstofa fyrir átakið
Stopp sem á að vekja fólk til
umhugsunar um glæfraakstur
og afleiðingar hans.
Söngvarinn ástsæli, Raggi Bjarna,
tekur á næstunni upp jólaplötu
með Gunnari Þórðarsyni sem
mun koma út á næsta ári.
Á plötunni verða eingöngu ný
íslensk jólalög. Hefur Gunnar
þegar samið sjö lög fyrir plötuna
og útvarpsmaðurinn Þorgeir Ást-
valdsson eitt. Gunnar hefur
verið önnum kafinn að und-
anförnu við að ljúka við
plötu með söngvaranum
Óskari Péturssyni þar sem hann
syngur lög eftir Gunnar sjálfan.
Eru níu þeirra ný af nálinni og
fimm gömul. Eftir það mun hann
snúa sér að upptökum á jólaplöt-
unni.
Raggi Bjarna segist vera
spenntur að syngja inn á plöt-
una, en leggur áherslu á að
verkefnið sé komið mjög
skammt á veg ennþá. „Það
verður ábyggilega mjög
gaman að vinna með Gunn-
ari,“ segir hann.
Raggi hefur ekki
gert mikið af því að
syngja jólalög í
gegnum tíðina. Hann átti tvö lög á
jólaplötu sem kom út 1981, þar á
meðal hið vinsæla Þegar líða fer
að jólum. - fb
Raggi Bjarna tekur upp jólaplötu
GUNNAR ÞÓRÐARSON
Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórð-
arson er önnum kafinn um
þessar mundir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MEÐ JÓLASVEINUM Raggi Bjarna tekur við
gullplötu á Broadway úr höndum tveggja
jólasveina. Raggi ætlar að taka upp jóla-
plötu á næstunni með hjálp Gunna Þórðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Í nógu er að snúast hjá þeim
fóstbræðrum Kormáki Geirharðs-
syni og Skildi Sigurjónssyni. Þeir
eru að fara að opna veitingahús
ásamt Skagabræðrunum Arnari og
Bjarka Gunnlaugssyni í Þingholts-
strætinu en um er að ræða asískan
„fusion” stað. Ekki er nóg með að
þeir félagar ætli að hastla sér völl í
veitingahúsageiranum því þeir eru
að taka upp úr kössunum fyrir nýja
herrafataverslun sem opnuð verður
eftir mánuð í Kjörgarði
á Laugaveginum. Um
er að ræða verslun fyrir
„séntilmenni” eins og
þeir hafa orðað það
en Karl Th. Birg-
isson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar,
er þeim innan hand-
ar í því verkefni.
Eyjamaðurinn Hermann Hreiðars-
son þykir góður fulltrúi lands og
þjóðar í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu. Hermann leikur sem
kunnugt er með Lundúnaliðinu
Charlton og er vel liðinn meðal
leikmanna og annarra hjá klúbbn-
um. Eins og sönnum Íslendingi
sæmir notar okkar maður hvert
tækifæri til að kynna Ísland fyrir
Charlton-mönnum, hvort sem
um er að ræða íslenskan mat eða
íslenska tónlist. Hljómsveitin Jeff
Who? er í sérstöku uppáhaldi hjá
Hermanni um þessar mundir og
hafa liðsfélagar hans fyrir vikið
kynnst tónlist hljómsveit-
arinnar ágætlega. Ekki
fylgir þó sögunni hvort
hið vinsæla lag
Barfly verður
spilað á leikjum
liðsins, eins og
hjá sumum
íslenskum
íþróttafélögum.
Frétt Fréttablaðsins í vikunni um
að Nylonflokkurinn hafi sungið í
gyðingafermingu í London vakti þó
nokkra athygli. Ekki síst þar sem
haft var eftir Ölmu Guðmundsdótt-
ur að þær hefðu haft mjög gaman
af þessu uppátæki, það væri mun
persónulegra en tónleikar og þær
væru meira en til í að
endurtaka leikinn. Fyrir
vikið má líklegt telja
að ófáar íslenskar
húsmæður sjái sér leik
á borði og sláist um að
bóka Nylon í ferming-
arveislur næsta vor.
- fgg/hdm
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI