Fréttablaðið - 23.09.2006, Page 8

Fréttablaðið - 23.09.2006, Page 8
8 23. september 2006 LAUGARDAGUR DANMÖRK, AP Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skot- árás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðl- um í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Mir- iam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norður- löndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyni- þjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðju- verkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekkt- ari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spá- manni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirn- ar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkis- ráðherrar Evrópusambandsríkj- anna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla sam- starf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri. gudsteinn@frettabladid.is Fjórir grunaðir um hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um að hafa skipulagt sprengju- árásir á sendiráð Bandaríkjanna og Ísraels í Ósló. Danir segja meiri hættu stafa af litlum hryðjuverka- hópum en þekktari samtökum á borð við Al Kaída. VIÐBRAGÐSÆFING Á KASTRUP-FLUGVELLI Danskar og sænskar varðsveitir efndu til æfinga á Kastrup-flugvelli á miðvikudaginn þar sem líkt var eftir árás hryðjuverka- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Forseti hvaða lands kallaði George W. Bush djöful í manns- mynd? 2. Hvaða knattspyrnufélag sagði Ásgeiri Elíassyni upp störfum? 3. Hvaða millinafni fékk Benja- mín Árnason loksins leyfi fyrir? SVÖRIN ERU Á BLS. 58 vaxtaauki! 10% A RG U S / 06 -0 47 2 Kynntu þér málið á spron.is VEISTU SVARIÐ? SAMGÖNGUR Landsflug hættir öllu áætlunarflugi milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur frá og með mánudeginum 25. september. Ákvörðunin er til komin vegna þess að flugleiðin hefur ekki stað- ist væntingar um arðsemiskröfur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsflugi. Ekkert annað flug- félag flýgur þessa leið. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikilvægt að flugsamgöng- um milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja sé haldið uppi. Hann vill að flugleiðin verði boðin út sem allra fyrst. „Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart, við höfum átt von á því í allt of langan tíma að þessi staða komi upp,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. „Við lítum svo á að vandamál gærdagsins séu orðin verkefni dagsins í dag fyrir ríkið. Samgöngur eru á forræði ríkisins og við óskum eftir viðbrögðum þaðan um þetta mál.“ Hann segist hafa rætt við full- trúa samgönguráðuneytisins um þetta og eiga ekki von á öðru en að málið verði tekið upp á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. „Krafa okkar er og hefur verið ófrávíkjanleg, að flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur verði boðin út.“ - sþs Landsflug hættir á mánudaginn öllu áætlunarflugi í Vestmannaeyjum: Bæjarstjórinn vill að ríkið bjóði flugið út FLUGVÉL LANDSFLUGS Flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur þótti ekki nógu arðbær og því ákváðu forsvarsmenn Landsflugs að leggja hana af, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Ný launakönnun VR er komin út. Kynntu þér niðurstöður hennar á www.vr.is og berðu mánaðarlaun þín saman við kjör annarra félagsmanna. Hvar stendur þú í launastiganum? F í t o n / S Í A ������������� �������������������������������� 15% september afsláttur til 30 september Tréstigar fyrir heimilið þitt, sérsmíðaðir eftir máli án aukakostnaðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.