Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 46
■■■■ { skrifstofan } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Árið 1938 fékk ungverski blaða- maðurinn László Bíró endanlega nóg af því hversu tímafrekt það var að fylla á blekpenna og hreinsa síður sem blek hafði smitast á. Auk þess átti hann það til að rífa blað- síðurnar með hvössum oddi blek- pennans og þar sem hann vann sem ritstjóri á litlu dagblaði hafði hann ekki tíma fyrir þess háttar vesen. Bíró tók eftir því að blekið sem notað var til að prenta dagblað- ið þornaði mikið fyrr en venjulegt pennablek og smitaði ekki. Hann ákvað því að búa til penna sem nýtti þess háttar blek. Það var hins vegar þykkara og vildi því ekki renna út úr pennanum. Bíró fékk því George bróður sinn til að hanna nýja teg- und af penna sem hefði einnar kúlu legu á endanum sem flytti blekið á pappírinn. Galileo Galilei mun reyndar hafa hannað svipað apparat á sautj- ándu öld. Einnig eru til dæmi um svipaðar uppfinningar frá 1888 og 1907, en engin þeirra tryggði jafnt flæði bleksins líkt og penni þeirra bræðra. Árið 1943 fluttust bræðurnir til Argentínu og stofnuðu pennaverk- smiðju. Frá árinu 1990 hefur afmæli Bírós, 29. september, verið fagnað sem uppfinningadegi í Argentínu. Kúlupenninn verður til Kúlupennanum var upphaflega ætlað að spara vesen og tíma við dagblaðaútgáfu en er nú allrahanda ritfæri. SAGA HLUTANNA Skrifstofur eru fyrir löngu hættar að vera bara skrifstofur, þær eru miðstöð vinnustaðarins þar sem ákvarðanir eru teknar og grunnur að árangri er lagður. Stjórnendur fyrirtækja gera sér einnig í aukn- um mæli grein fyrir mikilvægi góðs vinnuumhverfis. Krafan um meiri skilvirkni og afköst í starfi eykst stöðugt og í samræmi við aðra þætti þarf skrifstofan að þróast í takt við tímann. Mörg hátæknifyrirtæki á borð við Microsoft, Dell og fleiri gera sér grein fyrir þessum kröfum markaðarins og vinna nú hörðum höndum að því að þróa samhæfð kerfi fyrir skrifstofur. Þróunin snýst mestmegnis að því að einfalda fólki vinnuna og ekki síður að því að auka samhæfni innan vinnu- staðar, spara tíma og auka afköst. Ýmis þráðlaus búnaður hefur verið í mestri þróun að undanförnu sem gerir fólki kleift að sinna vinnunni sinni hvar sem er, hvenær sem er. Hjá Dell hafa menn þróað búnað sem skynjar þegar starfsmaður kemur inn á skrifstofuna og skráir hann inn til vinnu og lætur aðra vita auk þess sem hann stillir birtu, hita og önnur þægindi inni á skrif- stofunni. Hjá Microsoft er áætlað að á næsta ári eða því þarnæsta komi út samhæfður vinnustaðabúnað- ur, Center for Information Work (Miðstöð fyrir upplýsingavinnu), en flæði upplýsinga er einmitt orðið eitt af því mikilvægasta í flestum starfsgreinum í heiminum í dag. Síðustu ár hefur einnig verið í þróun búnaður til þess að halda stafræna fundi. Búnaðurinn er allt- af að verða betri og betri, og gerir fundina auðveldari og persónulegri. Skjáir hafa stækkað mikið og sumir taka jafnvel upp á því að varpa mynd af fjarlægum fundargestum upp á vegg eða skerm sem sýna fundarmenn í fullri stærð þannig að fundirnir verða jafnvel enn persónulegri, þar sem ekki virðist eins mikil fjarlægð milli þeirra sem fundinn sitja. Umræðan um hvernig skrifstofur og vinnuaðstaðan eigi að líta út og vera er einnig afar merkileg, en sitt sýnist hverjum. Eiga skrifstofur að vera opnar, málaðar í mildum lit og með stórum gluggum eða í sterkum litum og með litla birtu; hvern- ig skrifborð eru best, er betra að hafa hátt til lofts og hvernig gólf- efni skuli hafa eru góðar og gildar spurningar sem innanhúsarkitektar, stjórnendur og aðrir þurfa að velta fyrir sér. Ekki er enn til uppskrift að hinu fullkomna vinnuumhverfi en menn halda þó áfram að hjálpa fólki með því að auðvelda því vinn- una og auka afköstin. Skrifstofur framtíðarinnar Athuganir á skilvirkni skrifstofunnar hafa á seinni árum færst í vöxt. Ekki er einungis skoðað hvernig fólk getur unnið í húsnæðinu, heldur einnig hvernig fólki líður best þar inni og í hvernig umhverfi hægt er að skila mestu afköstunum. Frá sýningarfundarherbergi Microsoft sem hefur að geyma samhæfðan búnað til þess að auka og auðvelda upplýsingaflæði. Fundarherbergi sem þetta, með fjölbreytt- um snerti- og tölvuskjám, vefmyndavélum og fleiru ætti ekki að vera óalgeng sjón eftir nokkur misseri. Ekki sitja beint á móti inngangi því þá ertu viðkvæm/ur fyrir neikvæðri orku sem kann að koma inn um dyrnar. Sittu eins langt frá inngangi og þú getur og snúðu bakinu í vegg. Þannig hef- urðu góða yfirsýn yfir svæðið og það skynjast á þér að þú ert sú/sá sem fer með völdin á svæðinu. Á heimaskrifstofu skaltu ekki snúa baki í dyrnar. Í táknrænum skilningi koma viðskipti til þín inn um dyrnar og þar af leiðandi skaltu ekki snúa baki við þeim. Hafðu tölvuna þína í norðvesturhorni skrifstofunnar til að auka á sköpunar- kraftinn. Hafðu hana í suðausturhorni ef þú vilt auka tekjurnar. Settu fiskabúr eða lítinn gosbrunn í austur-, norður- eða suðausturhluta skrifstofunnar. Lítið fiskabúr með svört- um eða bláum fiskum á norðurhelmingi borðsins, eða skrifstofunnar, mun örva viðskiptin og velgengnina. Feng-shui á skrifstofunni 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.