Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 51
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { skrifstofan } ■■■■ 9 ,,Þetta er til þess að fólk geti sam- tvinnað að vera á skrifstofu og búið einnig til kynningar- og auglýsingaefni fyrir fjölmiðla og prentsmiðjur, með öðrum orðum, að víkka sjóndeildarhringinn hjá skrifstofufólki,“ útskýrir Eva Birg- itta Eyþórsdóttir, skrifstofustjóri NTV. Aðspurð hvort því sé um að ræða hálfgert fjölmiðlafulltrúanám segir Eva að það sé ekki fjarri lagi. ,,Lokaverkefnið er einmitt að búa til bækling frá grunni sem hægt er að skila beint til prentsmiðjunnar.“ Skrifstofunám og hönnun hefur nánast verið kennt í NTV frá upp- hafi skólans og segir Eva að vin- sældir námsins hafi aukist jafnt og þétt. ,,Þeir sem sækja í þetta nám eru flestir frá fyrirtækjum en síðan eru einnig margir sem hafa áhuga á grafískri hönnun og öðru slíku. Auglýsingatæknin, hönnunin og skrifstofunámið hafa svolítið verið að tvinnast saman, en ástæðan fyrir því að námið heitir ekki grafísk hönnun er sú að á námskeiðinu er ekki verið að kenna skapandi hugs- un þó svo að hún komi auðvitað inn í, aðalmálið er kennslan í að koma hugmyndum á blað og vinna.“ Þegar Eva er spurð um ávinn- inginn af slíku námi svarar hún því að hann sé umtalsverður. ,,Nem- endur geta sýnt fram á að hafa lokið þessu námi og slíkt styrkir þá á vinnumarkaðnum. Nemendurn- ir eru líka komnir með mun betri grunn sem nýtist þeim við venjuleg skrifstofustörf. Ávinningur er einn- ig augljós fyrir minni fyrirtæki sem borga að öllu jöfnu háar fjárhæðir fyrir hluti eins og gerð kynning- arefnis, auglýsinga og þess háttar. Þessi fyrirtæki geta þá nýtt sér sinn eigin starfsmann við þessa gerð ásamt því að sá starfsmaður þekkir einnig ferlið hjá prentmiðlum og öll samskipti þar á milli.“ - sha Aðalmálið að koma hug- myndum á blað og vinna Skrifstofunám og hönnun er ein af spennandi brautum NTV, Nýja tölvu- og viðskipta- skólans. Fyrir utan hefðbundið skrifstofunám kynnast nemendur einnig öðrum þáttum í kringum auglýsinga- og kynningamiðlun. Nemendur í skrifstofunámi og hönnun hjá NTV, greinilega í miklu stuði. Ljósritunarvélin eins og við þekkj- um hana er hugarfóstur Chesters Carlson. Carlson vann á einka- leyfisstofu og þurfti oft að gera afrit af mikilvægum skjölum. Þar sem hann var gigtveikur var það erfitt og kvalarfullt ferli og hann freistaðist til að nýta uppgötvun búlgarska eðlisfræðingsins Georgis Nadjakov til að þróa ljósafritunar- tækni í eldhúsinu sínu eftir vinnu. Tilgangurinn var að geta gert mörg afrit með lítilli fyrirhöfn. Árið 1938 sótti hann um einka- leyfi á uppfinningu sinni en þar sem sjáflblekandi pappír og afritun- arprentvélar voru tíðar fannst fáum taka því að búa til rafmagnstæki til að vinna sama verk. Carlson var því hafnað af yfir 20 fyrirtækjum sem hann bauð uppfinninguna til kaups. Meðal þeirra fyrirtækja voru IBM og General Electrics sem höfðu hvorugt trú á því að markaður væri fyrir ljósritunarvélar. Árið 1944 var það svo Battelle Memorial stofnunin sem hafði samband við Carlson og á næstu fimm árum var aðferðin þróuð áfram. Lítið fyrirtæki að nafni Haloid hóf svo samstarf við Batt- elle um framleiðslu og markaðs- setningu ljósafritunarvélanna sem fengu nafnið Xerox, dregið af orð- inu xerography sem er gríska og þýðir þurrskrift. Ljósritunarvélin verður til SAGA HLUTANNA Ljósritunarvélar eru frekar nýjar af nálinni en hugmyndin er rétt um 80 ára gömul. Þær eiga talsvert meira fylgi að fagna í dag en þegar þær voru fyrst settar á markað. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Starf Ólafs Hjálmarssonar verkfræð- ings snýr meðal annars að hljóðvist og hvaða áhrif hún hefur á líðan starfsmanns og heilsufar. „Vinnuvistfræði er íslenska þýð- ingin á orðinu ergonomics og snýst um samspil umhverfis og manns, til dæmis áhrif umhverfis á afköst og líðan,“ segir Ólafur og bætir við að störf hans snúist í víðum skilningi um vinnuvistfræði út frá hljóðfræði. Önnur svið væru til dæmis öryggis- mál, vinnustellingar, aðbúnaður og félags- og sálfræðiþættir. „Þetta þarf svo allt að verka saman. Það er mjög ánægjulegt að fyrirtæki eru að fá betur og betur menntað fólk á þessu sviði og við erum að reyna að hvetja háskólana til að auka námsframboð í vinnu- vistfræðum. Það eru verulegir hagsmunir í húfi fyrir þjóðfélagið í formi fráveru starfsmanna og veik- indadaga. Upphæðirnar sem tapast á hverju ári eru svimandi háar.“ Ólafur segir mikilvægt að gefa hljóðhönnun gaum strax í upphafi hönnunar húsa. „Það er mikilvægt að skoða starfsemina sem á að vera í húsinu og tryggja að það sé hæfi- lega hljómmikið, hvorki of né van. Það er stórt verkefni að tryggja hæfilegt hljóð og líka að hávaði frá tækjabúnaði og umhverfi sé ekki of mikill. Þegar best lætur komum við snemma að og náum að tala við aðra hönnuði um útfærsluna,“ segir Ólafur og bætir við að það gangi hægt hér á landi að koma þeim starfsháttum við en víða í Evrópu séu það venjubundin vinnubrögð. „Sumu, eins og varaaflstöð inni í húsi, er hægt að bregðast við ef maður veit af því strax í upphafi. Það getur hins vegar verið þungt og dýrt eftir á. Stundum er samt hægt að gera góða hluti á tiltölu- lega ódýran hátt. Og við reynum að gera það í samstarfi við arkitektinn því við erum að glíma við sjáanlegt yfirborð.“ Kostnaður við hljóðhönnun nemur 1-1,5 prósentum af bygginga- kostnaði ef hún er unnin með ann- arri hönnun hússins á móti til dæmis 5-15 prósenta kostnaði sem fer í útlitsmótun. Kostnaðurinn kemur því mörgum þægilega á óvart. Eitt af því sem skoðað er á stór- um vinnustöðum er hvort vinnu- rými eigi að vera afmörkuð eða opin. „Í minni ráðgjöf mæli ég með því að bjóða upp á báða möguleika. Sumum fellur illa að vera í opnu rými og er illa við truflun. Aðrir vilja hafa ys og þys í kringum sig. Opin rými eru lifandi og skemmtileg og það er ákveðinn kraftur í þeim, en ókosturinn er hljóðvistin þar. Microsoft gerði einu sinni tilraun þar sem allir forritarar voru settir í opið rými í stað lokaðra og villum snarfjölgaði. Í símaþjónustuverum henta opin rými hins vegar vel. Þá er auðvelt fyrir starfsmenn að spyrja hina. En lykilatriði er að ef vinnurýmið er opið séu lokuð rými fyrir trúnaðarsamtöl og erfið verk- efni,“ segir Ólafur að lokum. einareli@frettabladid.is Hæfilegur hljómur tryggður Hljóðhönnun snýst um að stjórna því hversu hljómmikið húsnæði er. Ólafur segir opin og lokuð vinnurými henta misvel eftir því hvers konar störf eru unnin í rýminu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.