Fréttablaðið - 23.09.2006, Page 76
23. september 2006 LAUGARDAGUR40
Hvað varstu að gera í New York?
Ég var að versla fyrir næsta vor og
sumar. Merkin sem við erum með í
búðinni eru mestmegnis keypt í
París en við ákváðum að fara til
New York til að sjá muninn á tísku-
vikunum þar og í París. Munurinn
er gríðarlegur, París er bara hörð
vinna vinna vinna á meðan í New
York snýst allt um partí og frægt
fólk. Vinnan er aukatriði þar. Mér
fannst hvort tveggja mjög fínt, gott
væri ef þeim yrði blandað saman.
Það er svolítið skrítið að vera allt
í einu hinum megin við borðið sem
kaupandi ekki hönnuður, en mér
líkaði það mjög vel.
Hvenær fæddist sú hugmynd
að opna búð?
Sko, Jón var búinn að ákveða að opna
búð og var að biðja mig um að kíka á
eitthvað nýtt merki fyrir sig þegar
ég bjó úti í Danmörku. Jóni finnst
mjög gaman að opna búðir og held
ég að hann vilji helst opna búð í
hverri viku. Haha, að minnsta kosti
varð ég alveg óð og tróð mér eigin-
lega inn í þetta verkefni með honum
og sagði bara að við yrðum að gera
þá flottustu búð á Íslandi. Við erum
bæði það hvatvís að við kýldum bara
á þetta, ég flutti heim og nú er hug-
myndin að verða að veruleika.
Hvernig eru merkin sem þið eruð
með?
Við erum með ekta fallega hönnun.
Ég valdi bara úr þá hönnuði sem ég
er búin að fylgjast með vel og lengi
sem eru að verða stórir núna. Aðal-
grunnurinn er fatnaður frá Ann
Demeulemeester. Flíkurnar hennar
eru rosalega vandaðar og tímalaus-
ar sem mér finnst vera mikill kost-
ur við hágæða hönnun. Þú átt að
geta keypt þér rándýra vöru sem
endist næstu 10-20 árin án þess að
skemmast.
Hin merkin okkar spila svolítið í
kringum Demeulemeester en við
erum með 26 merki og þá eru okkar
eigin merki, Aftur og Dead, talin
með.
Flest merkin okkar spila svolítið
með myndlist inn í hönnunina sjálfa
og ég heillast sjálf mjög af því
þegar hönnuðir gera flíkur án þess
að stjórnast af hinum týpísku tísku-
straumum.
Af hverju þetta sérkennilega nafn
Liborius á búðinni?
Sko, Jón Sæmundur fór að rekja
ættir sínar aftur og endaði sú rann-
sóknarvinna í Prússlandi þar sem
ættin sem hann tengdist bar einmitt
eftirnafnið Liborius. Hann vill núna
bara vera kallaður Liborius greifi.
Hver er verkaskiptingin?
Ég sé um búðina, kaupi fötin og vel
hönnuðina. Jón hefur séð um allt
útlit inni í búðinni og búinn að vera á
haus að smíða allar innréttingar
sjálfur með tvo lærða smiði sér til
aðstoðar.
Jón sér um herrafatnaðinn og
almennan rekstur fyrirtækisins og
einnig verður hann með vinnustofu
fyrir myndlistina sína á bak við búð-
ina sjálfa.
Búðin er við Mýrargötu, í húsi
gegnt Slippnum, sem er ekki hin
týpíska staðsetning fyrir versl-
un af þessu tagi. Af hverju varð
Mýrargatan fyrir valinu?
Við Jón erum bæði rosalega mikið
gettó. Okkur langaði ekki að vera á
Laugaveginum í ljótu húsnæði og
borga morðfjár í leigu. Við vildum
vera öðruvísi og Mýrargatan er að
mínu mati ein mest spennandi gata
í Reykjavík í dag, mikill uppgangur
og margt að sjá, nálægt sjónum og
höfninni. Við fengum alveg einstakt
húsnæði sem hentaði okkur vel.
Ef maður skoðar flottustu búð-
irnar í hverri borg þá eru þær í 95%
tilvika fyrir utan aðalgötuna sjálfa.
Viðskiptavinurinn þarf að leita uppi
búðina. Það var líka svolítill liður í
staðsetningarvalinu.
Hvert er þitt uppáhalds-
merki í búðinni?
Vá, það er erfitt að velja á milli.
Undercover og Number N(i)ne
koma mjög sterk inn og svo auðvit-
að hinn bandaríski Jeremy Scott
þar sem ég er búin að þekkja hann
svo lengi. Hann er eins konar lær-
ifaðir minn og Báru þar sem hann
gaf okkur krítík þegar við hönnuð-
um okkar fyrstu Aftur-línu. Ég er
hrifin af því að hann gerir alltaf
eitthvað skondið og skemmtilegt
og er ávallt samkvæmur sjálfum
sér. Það er í flestum tilvikum ein-
hver ádeila í fatnaðnum hans. Til
dæmis er línan fyrir haustið, sem
mun fást í búðinni okkar, helguð
skyndibitamat og því ádeila á
skyndibitaæði Bandaríkjamanna.
3asfour er einnig í miklu uppáhaldi
hjá mér en ég hef þekkt hönnuðina
mjög lengi og þeir gera ávallt
skemmtilega hluti.
Eruð þið að reyna að höfða til
einhvers ákveðins hóp í samfé-
laginu með búðinni?
Nei, hingað eru allir velkomnir sem
hafa áhuga á tísku og alvöru hönnun
ekki bara einhverju fjöldafram-
leiddu dóti sem eyðileggst eftir hálft
ár. Við erum með hágæða hönnun og
auðvitað eru fötin okkar í dýrari
kantinum en svo eru merki inn á
milli eins og Apríl 77, Dead, Aftur
og Velour sem eru aðgengilegri í
verðlagi. Þetta er búð fyrir unga
sem aldna, tískufrík og ekki tísku-
frík.
Myndlist verður í hávegum höfð
í Liborius og er til að mynda búið að
hanna svið inni í búðinni og allar
innréttingar eru hreyfanlegar
þannig að auðvelt er að hreinsa allt
út og halda tónleika, myndlistar-
sýningar, tískusýningar eða aðra
viðburði.
„Í Liborius verður alltaf nóg í
gangi og viljum við vera með sem
flesta viðburði og skemmtilegt
partí. Þetta verður því fyrir vikið
miklu meira en bara búð. Við
munum líka vera með skartgripi,
kerti og alls kyns skemmtilega smá-
hluti til sölu í búðinni fyrir utan
fatnaðinn sjálfan,“ segir Hrafnhild-
ur og heldur á vit tískunnar í París.
alfrun@frettabladid.is
Hrærigrautur myndlistar og tísku
FATAMERKI LIBORIUS
Ann Demeulemeester * Undercover * Number N(i)ne * 3as four
* Jeremy Scott * Bless * Surface2air * Melodie Wolf * Pleasure
Principle * Pierre Henri Mattout * Pudle * Velour * Schisser/Kos-
tos * Yoshiko Creations * A‘N‘D * Licentious * Geoffrey B. Small
* Jean Pierre Braganza * Jain and Marc * Wig * Talking About
The Abstraction * April 77 * Damien Bash * Kendi-ties * Mari-
anne Eriksen * Frida Methúsalems * Aftur * Dead
Liborius er nýjasta viðbótin í tískuverslanaflóru klakans og verður hún opnuð með pompi og prakt 29. september næstkomandi.
Myndlistarmaðurinn og hönnuðurinn Jón Sæmundur Auðarson og Hrafnhildur „Raven“ Hólmgeirsdóttir, fatahönnuður og stíl-
isti, eru fólkið á bak við búðina, sem þau telja að muni veita Íslendingum nýja sýn á tísku. Hrafnhildur sér um innkaupin enda
búin að lifa og hrærast í tísku alla sína tíð.
YFIR 25 HÖNNUÐIR Jón Sæmundur sér um karlmannafötin í versluninni en á meðal
merkja eru Jeremy Scott, April 77 og Pierre-Henri Mattout. MYND/SILJA MAGG
FÓLKIÐ Á BAK VIÐ BÚÐINA
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir,
stílisti og fatahönnuður, með
Jóni Sæmundi Auðarsyni,
myndlistarmanni og hönnuði.
Verslunin Liborius verður opnuð
29. september næstkomandi og
á hún að gefa Íslendingum nýja
sýn á tísku.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR