Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 88

Fréttablaðið - 26.10.2006, Page 88
 26. október 2006 FIMMTUDAGUR48 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR Einar Logi Vignisson > Athugaðu... ...að áleggið á uppáhaldspitsunni þinni gæti verið góður pastaréttur ef þú blandar því í tómatmauk og hitar á pönnu. Túnfiskur, paprika, tabasco og óreganó virk- ar alveg jafn vel með pasta og á pitsu. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Kókópuffs. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Grillaði humarinn sem ég var með um helgina. Ég bar hann fram með hvítlaukssmjöri og steinselju. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, paprika er ógeðsleg. Mér finnst uppáhaldsréttur konunnar minnar, hakk og spagettí, líka vondur. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ég legg mikið upp úr því hvernig maturinn er borinn fram. Þá skiptir ekki máli hvernig hann er á bragðið, það verður aukaatriði. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Mér finnst rosa gott að fá mér popp. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ost og pestó. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég tæki með mér kókópuffs og Matreiðslubók Nönnu, þar er hægt að finna allar uppskrift- ir í heiminum og hægt að fletta upp eftir hráefni. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Hundakjöt. Ég fékk það í Suður- Ameríku, borið fram í lang- lokubrauði. Það var mjög seigt, enda varla úrvals- hundur heldur eitthvað gamalt grey. MATGÆÐINGURINN: ATLI ÞÓR ALBERTSSON LEIKARI Fékk seigan hund í langlokubrauði Carmen Jóhannsdóttir er nýsnúin heim úr ferðalög- um erlendis. Hún dvaldist síðast í Barcelona, þaðan sem hún er ættuð. „Ég er svo heppin að eiga ættir að rekja út í heim. Þá er af meiri, eða fjölbreyttari menningu að taka,“ segir Carmen. „Ég ólst upp við spænska og katalónska matargerð og elda eiginlega frekar þannig mat en íslenskan.“ Matarmenning í löndum Suður- Evrópu er sem kunnugt er ólík þeirri íslensku, og Carmen segist njóta hennar þegar hún dvelst á Spáni. „Mér finnst ótrúlega gaman að sitja lengi við að borða. Ég er nýkomin frá Barcelona þar sem ég var að heimsækja vini, og við tókum heilt kvöld í að fara á milli staða og borða eitthvað smávegis á hverjum og einum,“ sagði hún, en bætti því við að hér heima ætti hún það til að festast í því að borða á hlaupum eins og aðrir. Carmen segist hafa tekið eftir því í vinahóp sínum að strákar hafi nú meiri áhuga á mat en stelp- ur. „Það eru vinir mínir frekar en vinkonur sem eru að prófa sig áfram í eldamennsku og tala sín á milli um hvað þeir hafa eldað,“ sagði Carmen. Hún er einnig með kenningu um hver orsökin sé. „Ætli stelpurnar séu ekki bara orðnar latar, það er svo gott að hafa gæja til að dunda við sig,“ segir hún og hlær. Uppskriftina sem Carmen lætur lesendum Fréttablaðsins í té segir hún vera týpískan katalónsk- an rétt. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem forréttur en getur líka alveg verið léttur réttur,“ segir hún. Gambas a la ajo eða rækjur í hvítlauk. Fyrir fjóra. 400 g frosnar rækjur ólífuolía cayenne pipar steinselja 4 hvítlauksrif pínulítið salt Látið rækjurnar þiðna og hellið öllum vökva af þeim. Takið fram fjórar litlar, eldfastar skálar og hellið hálfum bolla af olíu í hverja skál. Pressið eitt hvítlauksrif út í hverja skál og hrærið vel saman. Hitið í ofni við 220 gráður þar til að hvítlaukurinn er farinn að krauma. Það þarf að passa vel að laukurinn brenni ekki. Þegar hann er farinn að krauma á yfirborði olíunnar eru rækjurnar og steinseljan sett út í. Setjið skálarnir aftur inn í ofn í 15- 20 mínútur. Berið fram með fersku snittubrauði og frekar þurru hvít- víni. Gott kampavín væri náttúru- lega alls ekki verra. Eldar katalónskan mat ELDAR FREKAR FYRIR AÐRA Carmen finnst gaman að halda matarboð, en segist geta verið duglegri að elda fyrir sjálfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Sigrún Þorsteinsdóttir býr í Lond- on ásamt manni sínum. Hún starf- ar bæði þar og hérlendis sem sér- fræðingur í aðgengismálum fatlaðra á netinu. Meðfram því heldur hún úti uppskriftasíðunni Café Sigrúnu, með einum 300 upp- skriftum. Hún segir um 200 manns skoða síðuna daglega. „Þetta eru mestmegnis græn- metisuppskriftir, uppskriftir án sykurs, hveitis, gers og almennt án aukaefna. Ég forðast unnar matvör- ur og það endurspeglast í uppskrift- unum,“ segir Sigrún. Sigrún viðurkennir að erfitt geti verið að skipta um mataræði. „Sér- staklega ef fólk þekkir engan sem getur veitt því ráð. Það getur líka verið dýrt og flókið að kúvenda því allt í einu. Það er ekki auðvelt að byrja en alveg þess virði!“ segir Sigrún. Hún segir best að taka lítil skref. „Það má baka í stað þess að steikja, og nota jógúrt í stað rjóma í köldum sósum. Svo má breyta upp- skriftum, nota minni sykur og spelti til helminga við hveiti.“ Sigrún segir mikilvægt að kunna að lesa í upplýsingar utan á pakkningum matvöru. „Þetta ætti að vera kennt í skólum. Fólk á að vera meðvitað um hvað það lætur ofan í sig, við eigum bara einn líkama.“ Uppskriftir má nálgast á www.cafesigrun.com. Hollur matur á Café Sigrúnu SIGRÚN MÆLIR MEÐ ÞESSUM UPPSKRIFTUM FYRIR BYRJENDUR: Kjúklingabaunasúpa Morgunverður í glasi Brauð með sólblóma- og sesamfræjum Sultukaka með carobkremi HOLLUR ÚTILEGUMATUR Í GÖNGUFERÐ Í SKOTLANDI Sigrún hætti að borða sykur og skyndibita fyrir tuttugu árum og saknar þess ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR Hann er vinsæll og veit af því. Þannig lýsti Hallbjörn Hjartarson svo glæsilega Steingrími Hermannssyni í lagi tileinkuðu honum. Ef þrúgan grenache yrði persónugerð er ólíklegt að sjálfsmynd hennar yrði jafn traust. Hún er að öllum líkindum mest ræktaða þrúga heims en samt er hún lítt kunn þorra neytenda og vín úr henni njóta ekki sömu frægðar og virðuleika og vín úr helstu vínþrúgum heims. Ástæðanna er helst að leita í erfðafræðinni. Grenache er ein erfiðasta vínþrúgan í ræktun vegna þess hve auðvelt er að rækta hana. Hljómar sem öfugmæli en kemur til af því að séu aðstæður of góðar, nóg af vatni og sæmilegur hiti, þá gefur vínviðurinn af sér óhóflegt magn af fljótsprottnum vínberjum. Slíkur ofvöxtur þykir ekki góð latína í víngerð þar sem miklu skiptir að þrúgurnar vaxi hægt en örugglega og nái að kalla fram einkenni úr jarðveginum. Fljótsprottin vínber framkalla þunn og léttvæg vín. Þannig er megnið af víni úr grenache alkóhólríkt borðvín sem suðrænar þjóðir gera skil með hraði á nokkrum mánuðum frá því að það er sett á flöskur. Þessi vín eru ekki til geymslu og rata sjaldnast út fyrir landsteinana. Séu aðstæðurnar til ræktunar hinsvegar temmilega erfiðar, þurrkur og rýr jörð, og vínviðurinn giska gamall þá geta vín úr grenache sannarlega orðið dásamleg. Hún er aðalþrúgan í suðurhluta Rhône og undirstaðan í hinum frægu vínum héraðsins Chateauneuf-du- Pape. Þau vín geta innihaldið allt að þrettán mismunandi þrúgutegund- ir en grenache er alltaf aðalþrúgan. Sökum þess hversu vel grenache hentar til blöndunar með öðrum þrúgum er ekki algengt að fá vín eingöngu úr grenache. Helst er það í spænskum vínum, t.d. frá héruðunum Navarra og Priorato. Grenache virðist hafa þann mikla kost að draga fram það besta í öðrum þrúgum og slípa af vankantana. Þetta sést best í sambúðinni við syrah- þrúguna í frönsku vínunum og við tempranillo í spænsku vínunum. Á uppskerudögum í vínbúðum sem lýkur í næstu viku eru níu vín úr grenache á lækkuðu verði. Fimm þeirra eru frá Frakklandi, flott vín sem gefa góða mynd af því hvað býr í þrúgunni. Þarna eru líka bæði dæmigerður fulltrúi einfaldleikans í spænsku hefðinni og risavín frá Spáni með öllum þeim glæsileika sem einkenna stóru spænsku vínin. Ástralir eiga tvo fulltrúa þar sem shiraz er blandað við að frönskum sið. Vinsæl en veit ekki af því Á botninn hvolft: Ekki eru allir hrifnir af eikuðum vínum en vilja samt stór og bragðmikil vín með steikinni. Slík vín má fá úr grenache. ��������������� ����� ������������� ����������������������� ����������������������� ������������������������������������������� ��� ������ ����� ��������������������� ������������ ����������������������������������������������������������� ������ ��������� ����� ������������ ����������������������������� ��� ���������������������������� �������������������������� ������������ ����������������������������������������������������������������� �������������� �������� ������������ ��������������������������� ������������������� ���������������������������������� ������������ ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ���������������� �������������������������������������� ���������� ���������� ��������������������� ��������������������������������
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.