Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 6

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 6
Treystir þú einkafyrirtæki til að sinna vopnaleit og öryggiseftir- liti á flugvöllum? Áttirðu von á þessari niðurstöðu í Baugsmálinu? Enginn viðbættur sykur Engin viðbætt vítamín Engin rotvarnarefni Engin litarefni Engin bragðefni Knorr Vie 100% náttúrulegur ávaxta- og grænmetisdrykkur Úr hverri flösku af Knorr Vie fást 200 g af því besta og hollasta úr ávöxtum og grænmeti F í t o n / S Í A F I 0 1 9 8 9 7 Ferskt úr kæli safnaðu 10 Knorrstrikamerkjum ogveldu þér frábærahluti í eldhúsið! Þrír heppnir safnarar fá 100.000 kr. vöru-úttekt í Kringlunni,hvorki meirané minna! Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitn- is, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss fjárfest- ingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórð- ungi. Þetta er nokkuð lægri heild- artala en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá var hagnaður bank- anna fjögurra alls um 60,5 millj- arðar króna. Gengishagnaður var óvenju- mikill á fyrsta fjórðungi 2006 sem skýrir að hluta til þessa afkomu- lækkun. Afkoma Glitnis, Landsbankans og Straums-Burðaráss dróst saman en lítils háttar hagnaðar- aukning varð hjá Kaupþingi sem hagnaðist mest, um 20,3 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár á árs- grundvelli var á breiðu bili, frá 4,6 prósentum til 45,2 prósenta. Heildareignir bankanna í lok mars voru komnar yfir 9.200 millj- arða króna sem svara til áttfaldr- ar landsframleiðslu síðasta árs. Eigið fé bankanna stóð í 750 millj- örðum króna. Hvorki fjármálaþjónustufyrir- tækið Exista, sem hagnaðist um 57,2 milljarða, né fjárfestingarfé- lagið FL Group, sem var með 15,1 milljarðs króna hagnað, eru tekin með í þessum tölum. Það vekur athygli að Exista hagnaðist meira en sem nemur heildarhagnaði bankanna fjögurra. Högnuðust yfir 47 milljarða „Með því að birta upp- lýsingar sem Kastljós hefur feng- ið með ólögmætum hætti um umsókn stúlkunnar hefur verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar,“ segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Jónína gerir umfjöllun Kast- ljóss ríkisútvarpsins um málefni unnustu sonar hennar að umfjöll- unarefni í grein sem Morgunblað- ið birti í gær. Þar spyr ráðherrann hvort Kastljósið sé að láta misnota sig til að koma höggi á hana og Framsóknarflokkinn í aðdraganda alþingiskosninganna. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, neitaði þessari ásökun í yfirlýs- ingu. Sagði hann engan misnota þáttinn. „Allir þeir sem heyrt hafa svör Bjarna Benediktssonar, Guðrúnar Ögmundsdóttur og Guðjóns Ólafs Jónssonar hljóta að spyrja sig þess hvað Kastljósinu gangi til með umfjöllun um veitingu ríkis- borgararéttar til eins tiltekins umsækjanda, ungrar stúlku frá Mið-Ameríku, sem tengist mér,“ segir í bréfi Jónínu sem telur margt athugavert við umfjöllun Kastljóssins: „Stórfrétt Kastljóssins í upphafi var að umræddur umsækjandi hefði einungis dvalist í fimmtán mánuði á Íslandi áður en Alþingi veitti réttinn og mátti skilja sem svo að væri nánast einsdæmi og hin mesta spilling. Staðreyndir málsins eru þær að á þessu kjör- tímabili hafa 144 einstaklingar fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. Þar af höfðu 30 ein- staklingar dvalist hér eitt ár eða skemur,“ segir í bréfi ráðherrans. Þórhallur segir í svari sínu að Jónína kjósi að horfa fram hjá því að alþingismennirnir Bjarni Bene- diktsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson væru þau sem afgreiddu hina umdeildu umsókn unnustu sonar hennar um ríkisborgararétt á Íslandi. „Aldrei var sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins. Þegar við bætist að stúlkan býr á heimili umhverfisráðherra er full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga,“ segir í yfirlýs- ingu ritstjóra Kastljóss. Í samtali við Fréttablaðið segist Jónína Bjartmarz ekki vita hvort kæra verði lögð fram á hendur Kastljósinu fyrir að hafa birt úr gögnum sem fengin væru á ólög- legan hátt og brotið á friðhelgi einkalífs unnustu sonar hennar. Stúlkan sjálf yrði að ákveða það. Ráðherrann sakar Kastljós um lögbrot Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir Kastljós hafa brotið friðhelgi einka- lífs á unnustu sonar hennar með birtingu gagna sem fengin hafi verið með ólögmætum hætti. Ritstjóri Kastljóss aftekur að þátturinn sé misnotaður. „Allt í þessum gögn- um leiðir líkur að því að ég hafi haft fyllilega rétt fyrir mér. Ég stend við allar mínar fyrri full- yrðingar,“ segir Sigurjón Þórðar- son, alþingismaður Frjálslynda flokksins, sem í gær fékk að skoða umsókn unnustu sonar umhverf- isráðherra um ríkisborgararétt. Aðspurður hvort nafn Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra komi fyrir á umsókn tengdadóttur hennar segist Sigurjón bundinn trúnaði um innihald umsóknar- innar. „Ferillinn í stjórnsýslunni er með ólíkindum. Umsóknin kemur sjötta mars í dómsmálaráðuneyt- ið og daginn eftir er búið að óska eftir umsögnum Útlendingastofn- unar og Lögreglunnar í Reykjavík og sömuleiðis er aflað gagna hjá sakaskrá. Öllum umsögnum er skilað innan sólarhrings og sam- dægurs sendir ráðuneytið alls- herjarnefnd Alþingis gögnin,“ segir Sigurjón. „Þetta eru ekki vinnubrögð sem hafa tíðkast við að aðstoða útlendinga í gegn um þennan skóg. Ég fór í gegn um aðrar umsóknir og það er ekkert mál sem líkist þessu.“ Dómsmálaráðuneytið segir afgreiðslu ráðuneytisins á umsókn stúlkunnar hafa verið hefð- bundna. „Fullyrðingar um það efni eru ekki réttar miðað við starfsvenjur ráðuneytisins, þegar umsókn er lögð fyrir Alþingi. Upplýsingar frá lögreglu og Útlendingastofnun eru þess eðlis, að almennt er unnt að veita þær samdægurs, ef svo ber undir,“ segir ráðuneytið. Segir gögnin styðja mál sitt Lögreglan rannsakar nú hvort eigandi heimasíðu sem hýst var á Íslandi hefur gerst sekur um dreifingu á barnaklámi og öðru klámefni. Síðunni var lokað stuttu eftir að fréttastofa Stöðvar 2 fór að grennslast fyrir um hana í gær. Greint var frá því að á síðunni hafi verið aragrúi af ógeðfelldum myndum af látnu fólki, dýraklámi og barnaklámi. Netfyrirtækið Hive, sem hýsti síðuna, bað eigandann um að loka henni sem hann gerði. Þar sem síðan var er nú textinn „Síðan er farin. Netlögreglan komst í hana. Kannski kemur hún aftur - hver veit.“ Lögregla skoðar ógeðfellda síðu Aldrei var sagt að Jónína hefði beitt sér í málinu heldur vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.