Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 8
Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson í þriggja og níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot í hinu svokallaða Baugsmáli. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger var vísað frá. Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi lýstu því yfir í gær að dómnum yrði áfrýjað. Ákæran í þessum hluta Baugs- málsins var í 19 liðum, en fyrsta ákæruliðnum hafði áður verið vísað frá dómi. Í dómi héraðsdóms í gær var 10 ákæruliðum til viðbótar vísað frá dómi þar sem ýmist var ekki refsiheimild til staðar eða ákæruefni var ekki lýst nægilega vel. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs Group, var ákærður í 17 ákæruliðum og var hann sakfelldur í einum þeirra. Tryggvi, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var ákærð- ur í 10 liðum og var sakfelldur í fjórum þeirra. Jón Gerald var ákærður í einum ákærulið og var ákæru á hendur honum vísað frá þar sem hann hafði stöðu vitnis en ekki sakbornings við rannsókn málsins. Jón Ásgeir og Tryggvi voru báðir sakfelldir fyrir að nota tilhæfulaus- an 62 milljóna króna kreditreikn- ing sem fyrirtæki Jóns Geralds Sullenbergers gaf út til þess að rangfæra bókhald Baugs. Niðurstaða dómsins var sú að sannað hafi verið, þrátt fyrir neitun ákærðu, að þeim hafi báðum verið ljóst að reikningurinn var tilhæfulaus. Brotið hafi haft áhrif á árshluta- uppgjör Baugs og þar af leiðandi hafi tilkynning félagsins til verð- bréfaþings verið röng. Tryggvi var einn sakfelldur fyrir að færa kredityfirlýsingu frá fær- eysku verslunarkeðjunni SMS sem tekjur í bókhaldi Baugs. Jón Ásgeir var sýknaður af þeim ákærulið þar sem ósannað þótti að færslan hafi verið gerð með vitund og vilja hans. Þá var Tryggvi sakfelldur í tveimur ákæruliðum sem tengjast vörslureikningi fyrir hlutabréf sem Baugur átti hjá Kaupþingi í Lúxem- borg. Það er niðurstaða dómsins að fjórar færslur á reikningnum hafi verið rangar og Tryggva hafi verið það ljóst. Hins vegar sé ósannað að Jón Ásgeir hafi vitað af þeim. Jón Ásgeir og Tryggvi voru sak- aðir um fjárdrátt með því að draga fé úr Baugi til að fjármagna hlut Gaums í skemmtibátnum Thee Vik- ing. Sýknað var í þeim ákærulið þar sem dómnum þótti ljóst að féð hafi ekki runnið til Gaums, heldur til Nordica, félags Jóns Geralds. Þar með áleit dómurinn þann ákærulið ekki standast nánari skoð- un og fjallaði ekki sérstaklega um skýringar ákærðu. Ákærulið þar sem Tryggvi var ákærður fyrir að draga sér fé með notkun á greiðslukorti var vísað frá þar sem ákæruvaldið sundur- liðaði ekki kortareikninga Tryggva. Sakfellt í fjórum ákæruliðum Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson fengu skilorðsbundna fangelsisdóma í Baugsmálinu í gær. Þætti Jóns Geralds Sullenberger var vísað frá. Jón Ásgeir og Tryggvi hyggjast áfrýja dómnum til Hæstaréttar. BAUGS M Á L I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.