Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 24
Suðvesturkjördæmi samanstendur af sveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykja- neskjördæmi. Kjördæmið er stundum kall- að Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík. Áherslur efstu manna á öllum listum sem bjóða fram í kjördæminu draga nokk- urn dám af þeim áherslum sem eiga við á höfuðborgarsvæðinu í heild. Atvinnu-, sam- göngu- og velferðarmál tengjast þannig náið aðstæðum í höfuðborginni. Margir sækja at- vinnu sína á milli einstakra sveitarfélaga og samgöngubætur innan Reykjavíkur koma nágrannabyggðum vel. Stjórnmálaumræð- an í Suðvesturkjördæmi litast því frekar af málefnaáherslum flokkanna á landsvísu, en í landsbyggðarkjördæmum eru einstakar framkvæmdir frekar settar á oddinn. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, segist leggja jafna áherslu á nokkur mál. Hún vill tryggja stöðugleika og góða afkomu fólksins í landinu með því að halda sköttum lágum og segir öflugt atvinnulíf forsendu þess að unnt sé að halda áfram uppbyggingu í félags- og heilbrigðiskerfi og til að efla menntakerfið. „Við leggjum sérstaka áherslu á að standa við bakið á barnafjölskyldum og eldri borg- urum. Ég minni á að við erum að fara að byggja fjölda hjúkrunarrýma í öllum sveit- arfélögum kjördæmisins. Þetta er mikið hagsmunamál aldraðra og skiptir mig miklu máli að hlúa að öldruðum íbúum sem þurfa á slíku rými að halda, en ég legg jafnframt mikla áherslu á að auka heimaþjónustu,“ segir Siv. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, vill tryggja að uppbygging haldi áfram í efnahags- og atvinnulífi. Hún segir fjölbreytni í atvinnulífinu hafa aukist og grunnstoðirnar séu fleiri en áður var, til dæmis fjármálastarfsemi og þekkingariðn- aður. „Það er ekki hægt að tala um velferð nema að verðmætasköpun sé samhliða,“ segir Þorgerður. „Innan kjördæmisins leggj- um við sérstaka áherslu á málefni eldri borg- ara. Við þurfum að bjóða fjölbreytta þjón- ustu og hafa hana mun einstaklingsmiðaðri en verið hefur. Við verðum að hafa hugfast að þetta er ekki einsleitur hópur heldur ein- staklingar með mjög mismunandi þarfir.“ Kolbrún Stefánsdóttir, Frjálslynda flokkn- um, segir aðal baráttumál sitt vera velferð- armálin. „Þó að úrlausnarefni þessa mála- flokks séu á landsvísu þá er þetta brýn- asta verkefnið á höfuðborgarsvæðinu því hér er flest fólkið. Það á ekki síst við um hjúkrunarrými. Við verðum að koma málum þannig fyrir að fólk geti verið nær sínum ástvinum.“ Jakob Frímann Magnússon, Íslandshreyf- ingunni, vill veita auknu fé til velferðarmála með hækkun skattleysismarka. „Það er sam- félagi okkar til skammar að sú kynslóð er skóp forsendur þess samfélags sem við njót- um í dag skuli vera afgangsstærð og ekki fá að njóta sem skyldi þeirrar gildu innistæðu sem hún hefur sannanlega aflað sér. Sama gildir um þá sem búa við skerta heilsu eða örorku og þurft hafa að sækja rétt sinn ít- rekað til Hæstaréttar. Uppeldis- og umönn- unarstéttirnar í landinu eru að okkar mati stórlega vanmetnar. Hér þarf gerbreytta forgangsröðun.“ Gunnar Svavarsson, Samfylkingu, segir nauðsynlegt að endurreisa velferðarkerf- ið; margt hafi orðið útundan og ójöfnuð- ur aukist jafnt og þétt. „Við höfum líka verið að benda á biðlistana, það á jafnt við um sjúka, aldraða og börn. Til þessa verk- efnis eru til nægir fjármunir. Við leggjum áherslu á fjölbreyttara atvinnulíf og áfram- haldandi hagvöxt, sem mun skila okkur tekj- um til að byggja upp sanngjarnara velferð- arkerfi en við búum við í dag.“ Gunnar segir að tryggja þurfi stöðugleika og ná niður þenslunni. „Við verðum að byggja upp fjöl- breyttara atvinnulíf til að auka velferð allra í samfélaginu.“ Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, leggur höfuðáherslu á jöfnuð og jafnvægi sem séu lykilatriði í pólitískum áherslum VG. Hann segir það endurspeglast í stefnu flokksins í atvinnumálum, umhverfismál- um og velferðarmálum. „Í velferðarmálum höfum við sett fram markvissa áætlun um að bæta stöðu velferðarþjónustunnar með tilliti til þeirra sem njóta hennar, sem greiða fyrir hana og starfa við hana. Þannig verð- ur að hugsa allar aðgerðir á sviði velferð- armála með það meginmarkmið í huga að bæta þjónustuna á hagkvæman hátt. Þá er einnig lykilatriði að huga að starfsfólkinu,“ segir Ögmundur sem leggur þunga áherslu á að staða öryrkja og tekjulítilla aldraðra verði bætt. „Nátengt velferðarmálunum eru jafnréttismál en deginum ljósara er að vel- ferðarþjónustan er borin uppi af fjölmenn- um kvennastéttum á allt of lágum launum. Við leggjum einnig áherslu á kvenfrels- ismál í víðasta skilningi. Mál númer eitt í kjördæminu er stórefling velferðarþjónust- unnar og samgöngumál.“ Þegar áherslur einstakra frambjóðenda eru skoðaðar ber margt á góma. Siv vill lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði, af- nema stimpilgjöld og hækka skattleysis- mörk. Þorgerður Katrín segir sjálfstæðis- menn óhrædda við að leggja áherslu á efna- hags- og atvinnumál en umhverfismál séu flokknum vissulega hugleikin. Menntamál skipti þó meginmáli þegar hlutirnir eru metnir heildstætt. Jakob Frímann Magnús- son segir ljóst að „erlendir forsvarsmenn álrisans í Hafnarfirði munu einskis svíf- ast þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningar- innar“ og að Íslandshreyfingin muni berj- ast af alefli gegn stóriðjufyrirætlunum á næsta kjörtímabili. Verkalýðsmál eru Kol- brúnu hugleikin. Hún segist hafa mikla samkennd með verkafólki í samkeppni við erlent verkafólk. Gunnar Svavarsson, Sam- fylkingu, nefnir að efla þurfi almennings- samgöngur ekki síður en endurskipulagn- ingu á umferðarmannvirkjum. Það sé ekki síst mikilvægt til að tryggja umferðarör- yggi. Ögmundur Jónasson segir umhverfis- mál forgangsmál í sínum huga. Þar sé horft til stórvirkjana og náttúruverndar í nær- umhverfinu. Þegar spurt er um einstakar framkvæmd- ir innan kjördæmisins eru allir frambjóð- endur sammála um að átak þurfi til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er Hafnarfjarðarvegurinn mönnum efst í huga og sú staðreynd að illa gengur að komast til og frá byggðakjörnum á álagstímum. Suð- vesturkjördæmi er fjölmennast af kjör- dæmunum sex og fólksfjölgun stöðug. Því leggja frambjóðendurnir allir mikla áherslu á framtíðarlausnir í samgöngumálum. Menntamál brenna einnig á öllum fram- bjóðendunum og vilja þeir uppbyggingu menntakerfisins; ekki síst með fjölgun framhaldsskólanna. Velferðarmál ofarlega á baugi Frambjóðendur allra flokka í Suðvesturkjördæmi leggja mikla áherslu á velferðarmál. Efnahags- og atvinnumál eru þar nátengd. Áherslur draga dám af þörfum höfuðborgarsvæðisins í heild en síður eru nefnd sértæk verkefni eins og hjá frambjóðendum landsbyggðarkjördæma. Svavar Hávarðsson innti efstu menn flokkanna eftir áherslum þeirra fyrir alþingiskosningarnar 12. maí.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.