Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 46
fréttablaðið kópavogur 4. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR2 Landsmót UMFÍ verður haldið í Kópavogi dagana 5.-8. júlí í sumar. Jón Júlíusson, íþrótta- fulltrúi Kópavogs, segir alla aðstöðu verða til fyrirmyndar þegar mótið hefjist. Þetta er í fyrsta sinn sem Lands- mótið er haldið í Kópavogi og segir Jón alla aðstöðu vera fyrir hendi til að halda mótið. „Samt sem áður er verið að bæta aðstöð- una í bænum en til dæmis er verið að byggja nýja stúku við aðalleik- vanginn. Hún verður tekin í notk- un rétt fyrir Landsmót,“ segir Jón og bætir því við að undir stúk- unni verði fjórir nútímalegir bún- ingsklefar með pottum og fleiru. „Húsið verður á þremur hæðum og sú efsta verður fyrir heiðurs- fólk.” „Það verður keppt um allan bæinn þó aðallega fari keppnin fram í Kópavogsdalnum, Smáran- um og Smáralindinni en þar fara fram nokkrar greinar,“ segir Jón og nefnir starfsgreinar eins og að leggja á borð og pönnukökubakst- ur en einnig verður keppt í dansi í Smáralindinni. Oft gjörbreyta Landsmótin allri aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveit- arfélögunum þar sem þau eru haldin en Jón segir það ekki vera raunin í Kópavogi. „Það má segja að við hefðum getað tekið Lands- mótið nokkurn veginn án þess að leggja í neinn kostnað. Það var hins vegar komið að því að byggja nýja stúku við fótbolta- og frjáls- íþróttavöllinn, svo þetta var fínt tækifæri til þess. Að öðru leyti reynum við að standsetja mann- virkin þannig að þau geti tekið við þeirri keppni sem þeim er ætlað.“ Á Landsmótinu verður keppt í 25 greinum en auk þess verður keppt í óhefðbundnum greinum. „Í ár verður keppt í sparkvallafót- bolta í fyrsta sinn en þar verður gestum boðið að taka þátt í móti á sparkvöllum bæjarins. Þar er öllum heimilt að skrá sig í keppn- ina sem verður með bikarkeppnis- fyrirkomulagi. Sá sem vinnur á einum sparkvelli keppir við sigur- vegarann á þeim næsta og þannig koll af kolli þar til eitt lið stend- ur uppi sem sigurvegari,“ segir Jón og nefnir einnig almennings- hlaup og golfkeppni fyrir almenn- ing sem verður utan venjulegu keppninnar. „Það er allt í fullum undirbún- ingi og hjólin snúast hratt því það er alltaf eitthvað sem þarf að huga að. Annars held ég að við séum frekar snemma í því að gera alla aðstöðu tilbúna og stefnum að því að geta sett Landsmótið þann 5. júlí með alla keppnisaðstöðu til fyrirmyndar.“ sigridurh@frettabladid.is Undirbúningur Lands- móts í fullum gangi Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi Kópavogs, segir bæjarfélagið vel undirbúið fyrir Landsmót UMFÍ í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. 66° Norður opnaði á dögunum 130 fer- metra verslun í Smáralindinni. Þar með eru verslanir 66° Norður orðnar sjö talsins; sex á höfuðborgarsvæð- inu og ein á Akureyri. Úrvalið í þess- ari nýju verslun er sérstaklega stíl- að inn á fjölskyldufólk þar sem mikið úrval er af útivistarfatnaði í versl- uninni bæði fyrir börn og full- orðna. Verslunin er við inngang- inn hjá Nóatúni. Warehouse opnaði einnig nýverið nýja verslun í Smáralindinni, en vörur frá Warehouse fást einnig í Debenhams, auk þess sem Warehouse-verslun er í Kringlunni. Warehouse selur tískufatnað fyrir konur. 66° Norður hefur opnað nýja verslun í Smáralindinni. 66° Norður og Ware- house í Smáralindinni Leikfélag Kópavogs hefur á undanförnum árum verið eitt öflug- asta áhugaleikfélag landsins. Þar hefur margur leikarinn stigið sín fyrstu skref á sviði, enda hefur starfið verið öflugt og marg- ar sýningar vel heppnaðar. Í vikunni fór fram síðasta sýning leikfélagsins í gamla hús- næðinu. Að henni lokinni fóru meðlimir að taka niður kastara og tjöld og koma fyrir í gámi. „Við erum búin að vera hér í 20 ár svo auð- vitað verður söknuður að húsinu,“ segir Gísli Björn Heimisson, for- maður Leikfélags Kópa- vogs. „En leikfélagið er 50 ára í ár og því við hæfi að fá nýtt húsnæði í afmælisgjöf.“ Leikfélagið er búið að skrifa undir samning um kaup á nýju húsnæði en það er Kópavogsbær sem gerir leik- félaginu kleift að ráðast í svo stórar aðgerðir. „Bærinn hefur allt- af staðið við bakið á okkur og hann virðist ekki ætla að bregð- ast okkur nú,“ segir Gísli. „Það er reyndar ekki alveg komið á hreint hvernig þeir hjálpa okkur en það skýrist á bæjarráðsfundi í dag.“ -tg Leikfélag Kópavogs fær nýtt húsnæði Leikfélag Kópavogs fagnar 50 ára leik- afmæli á árinu. Myndin er úr einni af síðustu sýningum leikfélagsins í gamla húsnæðinu, Allt og ekkert. Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Náðu forskoti með okkur í sumar! “Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu miklum hraða ég náði.” Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari. “Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf” Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi. “Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum! Frábært!” Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f yrirlesari og jógakennari. “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi. “...á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri.” Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.