Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 04.05.2007, Síða 48
fréttablaðið kópavogur 4. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR4 Skólahljómsveit Kópavogs er 40 ára í ár. Í tilefni afmælisins hefur meðal annars verið gefinn út geisladiskur og farið verður til útlanda bæði með eldri og yngri sveitir. Skólahljómsveit Kópavogs er í augum margra ómissandi hluti af bæjarlífinu í Kópavogi. Í ár á hljómsveitin stórafmæli en fyrstu tónleika sína hélt hún fyrir 40 árum. „Sveitin var reyndar stofn- uð 1966 en við miðum afmælisdag- inn við fyrstu tónleika sveitarinn- ar, sem haldnir voru 22. febrúar árið 1967,“ segir Össur Geirsson, stjórnandi skólahljómsveitarinn- ar til fjölda ára. Mikið verður um dýrðir á af- mælisárinu. Búið er að halda stóra afmælistónleika í Háskóla- bíó þar sem meðal annars voru flutt þrjú verk sem samin voru sérstaklega fyrir hljómsveitina á afmælisárinu. „Við fengum þrjá unga tónsmiði úr Kópavoginum til að semja tónverk fyrir okkur. Tvo sem eru tiltölulega nýútskrifaðir úr tónsmíðanámi og svo einn sem er nýhættur í hljómsveitinni hjá okkur,“ segir Össur. „Ekkert þess- ara tónskálda hafði samið fyrir lúðrasveit áður enda vildum við fá nýjan vinkil inn í myndina. Það gekk algjörlega upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“ Auk laganna þriggja var eitt nýtt verk á efnisskránni, verk sem er útkoma samvinnu tveggja kyn- slóða Kópavogsbúa. „Ég útsetti lag sem einn meðlimur sveitarinnar samdi fyrir tónskáldakeppni sem við héldum. Hún sigraði í sínum flokki en hún var níu ára þegar hún samdi lagið.“ Fyrir afmælistónleikana var tekinn upp geisladiskur með sveit- inni. „Þetta eru ýmiss lög af efnis- skrá okkar, bæði erlend og inn- lend lög,“ segir Össur. „Við feng- um fagmenn í lið með okkur og nú er kominn út eins konar afmælis- diskur.“ Skólahljómsveitin hefur það að reglu að fara til útlanda annað hvert ár með elstu nemendurna. „Þetta eru skemmti- og tónlistar- ferðir en við leggjum mikið upp úr því að spila fyrir þá sem við heimsækjum og fara á tónleika þegar við getum,“ segir Össur. „Við leggjum líka mikla áherslu á forvarnargildi og félagslega þátt- inn og því eru ferðirnar vímuefna- lausar bæði fyrir krakkana og alla sem ferðast með hópnum.“ Í ár fer elsta sveitin til Austur- ríkis, Ítalíu og Króatíu. Í tilefni af- mælisársins fer einnig miðsveitin, sem skipuð er yngri krökkum, til útlanda. „Við förum til Svíþjóðar í viku þar sem við tökum þátt í al- þjóðlegri tónlistarkeppni í Gauta- borg,“ segir Össur. „Kór Snæ- landsskóla fer með okkur og við munum spila og syngja saman.“ Lúðrasveit er góður skóli að mati Össurar og þar læra krakk- arnir gildi hópvinnu og að beita sig aga. „Þau upplifa sig sem hlut af hóp þar sem allir þurfa að skila sínu og allir eru mikilvægir. Krakkarnir bera líka ábyrgð á að þau æfi sig heima svo þau skili sínu fyrir hópinn og það kallar á heilmikinn sjálfsaga,“ segir Össur. „Svo er það auðvitað félagslegi þátturinn og forvarnargildið sem ég nefndi áðan sem eru gríðarlega mikilvægir þættir í starfi okkar.“ tryggvi@frettabladid.is Níu ára tónskáld á 40 ára afmælistónleikum Össur Geirsson fékk þrjú tónskáld til að semja verk fyrir Skólahljómsveit Kópavogs í tilefni 40 ára afmælis sveitarinnar. Ekkert tónskáldanna hafði áður samið fyrir lúðrasveit. MYND/VILHELM Hljómsveitin fer reglulega til útlanda. Hér leiðir sveitin skrúðgöngu í Eurodisney. Salurinn VÖRUBÍLAVARAHLUTIR SCANIA, VOLVO OG MAN G.T. ÓSKARSSON VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.