Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 57
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 13kópavogur fréttablaðið
Starfsemi Skólagarðanna
hefst 1. júní en skráning
hefst í dag. Þeir munu starfa
á Kópavogstúni neðan Sunnu-
hlíðar, í Fossvogsdal við Víði-
grund, í Kópavogsdal hjá
endurvinnslustöð Sorpu,
austan við leikskólann Núp
við Núpalind og í Kórum,
sunnan Hörðuvallaskóla.
Skólagarðarnir eru fyrir 8-
13 ára börn og geta veitt allt
að 300 börnum viðtöku. Þar fá
þau 12 fermetra garð, útsæði,
plöntur, fræ og leiðsögn við
ræktun algengustu matjurta.
Börnin sinna síðan garðinum
fyrir eða eftir hádegi.
Auk ræktunarinnar er
margt um að vera. Leikja-
dagar eru haldnir reglu-
lega þar sem farið er í ýmsa
leiki eða ákveðnar uppákom-
ur. Má nefna skoðunarferð-
ir, ratleiki, boltaleiki, drullu-
kökukeppni og göngu- og
hjólreiðatúra um nágrennið.
Skólagarðarnir eru þó hvorki
leikjanámskeið né gæsluvell-
ir fyrir börn. Skráning og
upplýsingar eru á vefsíðunni
www.kopavogur.is/skolagard-
ar.
Frétt af vefnum kopavogur.
is.
Starf Skóla-
garðanna
Skólagarðar Kópavogs eru fyrir
börn á aldrinum 8-13 ára.
Félagarnir Þorsteinn Björns-
son og Pétur Andreas Maack
eru nemendur í Menntaskól-
anum í Kópavogi og hömpuðu
á dögunum Íslandsmeistara-
titli í ísknattleik með Skauta-
félagi Reykjavíkur.
Úrslitaviðureignin var
hörkuspennandi og réðust
úrslitin ekki fyrr en í víta-
keppni þar sem Skautafé-
lag Reykjavíkur sigraði með
sex mörkum gegn fjórum en
eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu var staðan 2-2.
Pétur og Þorsteinn eru
efnilegir íshokkíleikmenn og
verður eflaust spennandi að
fylgjast með árangri þeirra í
framtíðinni.
Meistarar úr MK
Hamraborg 14 | Kópavogur | sími 554 7744
Kjóstu F !
forysta fyrir íslenska þjóð
www.xf.is
KOLBRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
FRAMKVÆMDASTJÓRI SJÁLFSBJARGAR LSF,
LEIÐIR LISTA FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI.
Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar lsf,
leiðir lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kolbrún
á að baki tuttugu og fimm ára feril sem bankaútibússtjóri,
m.a. á Raufarhöfn, Hellissandi og í Ólafsvík, byggðum þar sem
sjávarútvegurinn skiptir sköpum fyrir atvinnulífið. Kolbrún er
búsett í Kópavogi.
Kolbrún Stefánsdóttir býr að reynslu
sem nýtist þjóðinni best á Alþingi.
Kjósum okkur að…
• Skattleysismörk hækki strax í
150.000 kr. hjá þeim tekjulægstu.
• Lækka skuldir heimilanna,
burt með verðtrygginguna.
• Aldraðir og öryrkjar geti haft
1.000.000 kr. tekjur án bóta-
skerðingar og að tekjutenging
við maka verði afnumin.
• Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt
líkt og fjármagnstekjur.
„Kópavogsdagarnir eru að byrja
á laugardaginn og þá verður
Emiliana Torrini með tvenna tón-
leika á laugardaginn. Hún mun
koma fram með Kársnesskórnum
sem hún er fyrrverandi meðlim-
ur í,“ segir Kristín Kristjánsdótt-
ir, kynningarstjóri Salarins, og
bætir því við að tónleikarnir verði
klukkan 16 og 20.
„Næstu fjórir tónleikar verða
hluti af þessari Menningarhá-
tíð Kópavogs. Það verða djass-
tónleikar á sunnudaginn þar sem
flutt verður tónlist eftir Sigfús
Halldórsson. Reynir Sigurðsson,
Jón Páll Bjarnason og Gunnar
Hrafnsson ætla að flytja verk
eftir hann,“ segir Kristín.
Tónleikar Víkings Heiðars
Ólafssonar hinn 11. maí munu
marka lok Kópavogsdaganna og
segir Kristín að það séu biðlistar
á tónleikana hjá honum. „Hann er
eitt af undrabörnunum í tónlist og
útskrifaðist frá Juilliard í fyrra.“
Tíbrá tónleikaröð
Emiliana Torrini er með tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi í tengslum við Kópa-
vogsdaga sem hefjast um helgina.