Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 76

Fréttablaðið - 04.05.2007, Side 76
Í20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisn- armanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Á þeim tíma sem þessi upp- reisn hefur staðið yfir er reikn- að með að meira en 20.000 börn- um hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanleg- ur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða syst- kini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega mis- notuð og þjálfuð í að verða dráps- maskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“. Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirn- ar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönn- um. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfar- ið fóru börn í þess- um sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í ör- yggið inni í bæjum af ótta við að vera drep- in eða numin á brott. Þar nutu þau vernd- ar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár. Allt að 90% íbúa Norður-Úg- anda búa enn í flóttamannabúð- um 20 árum eftir að uppreisn- in hófst. Það eru um 1,8 milljón- ir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lág- marksaðstoð né tryggja öryggi. Í búðunum vantar nægilegan að- gang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sál- rænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunn- ar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarf- ið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyð- araðstoð, en þar er þörfin gríðar- leg. Tryggja á fólki í flóttamanna- búðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vand- anum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu. Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkis- stjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu við- ræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki. Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Gleymd neyð í Úganda Umboðsmaður Alþingis sendi frá sér það álit að mennta- málaráðherra hefði brotið á tón- listarnemum. Þeir nemendur sem hafa fengið nám sitt í tónlist metið til eininga í framhaldsskóla áttu að fá tónlistarnámið ókeypis, en greiddu allan tímann skólagjöld upp á hundruð þúsunda. Það að leiðrétta mál eins og þetta ætti að vera eitt lítið úrlausnar- efni í menntamálum, en mennta- málaráðherrann Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir hefur ekki getað leyst það þótt hún hafi haft til þess fjögur ár. Hún segist hafa skoðun á mál- inu en lætur umboðsmann Alþing- is dæma sig svo hún geti komið sér að verki. Nú segir hún að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Hvað ætli málið verði lengi til skoðunar þar? Menntamálaráðherrann lét hafa eftir sér í Blaðinu að hann leggi til að sveitarfélögin sjái um grunn- og miðstig tónlistarnáms en ríkið sjái um framhaldsstigið óháð aldri nemenda. Þetta fyrirkomulag segir hann að kosti ríkið 200 millj- ónir. Nú er að sjá hvort ráðherr- ann stendur við þessi stóru orð. Að vísu kom fram hjá honum í blaða- viðtalinu að hann gerði ráð fyrir að sveitarfélögin tækju að sér eitt- hvert verkefni frá ríkinu í stað- inn, en um það hefði ekki verið samið. Ætli tónlistarnemar verði ekki bara áfram látnir greiða sína menntun upp í topp, fyrst mennta- málaráðherra getur ekki samið við sveitarfélögin? Frjálslyndi flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni (sjá mál- efnahandbók www.xf.is) að rík- issjóður kosti tónlistarnám nem- enda á framhaldsstigi í tónlistar- skólum, á sama hátt og annað nám sem stund- að er í fram- haldsskól- um lands- ins. Málið snýst nefni- lega ekki bara um þá nemendur sem eru í námi á tón- listarbraut- um fram- haldsskólanna, heldur einnig þá nemendur sem eru ekki í fram- haldsskólum, en á framhaldsstigi í tónlistarnámi í tónlistarskóla. Margir þessara nemenda hafa þegar lokið framhaldsskólanámi og stúdentsprófi. Þeir eru ýmist á framhaldsstigi eða háskólastigi. Flestir þessara nemenda hafa lagt tónlistina fyrir sig sem fag og ætla að hafa hana að ævistarfi. Það er því ekki óeðlilegt að hið opin- bera kosti þetta nám alveg eins og annað fagnám í landinu. Tónlistar- nemendur á háskólastigi eru ekki allir í Listaháskólanum, heldur eru margir þeirra í almennum tón- listarskólum, svo sem eins og Tón- listarskóla Reykjavíkur, FÍH og Tónskóla Sigursveins og jafnvel víðar. Þessir nemendur greiða öll sín skólagjöld sjálfir, Reykjavík- urborg greiðir niður nám þeirra flestra og ekki allra jafnt. Að lokum má minna á að börn- um í tónlistarnámi á Íslandi er víða mismunað. Sum sveitarfélög- in greiða niður tónlistarnám fyrir útvalin börn, en ekkert fyrir önnur og sum börn fá inni í tónlistar- skóla á meðan önnur eru látin bíða – stundum í mörg ár. Menntamála- ráðherra er yfirmaður skólamála á Íslandi – ætli honum sé kunnugt um þessa mismunun? Höfundur er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins til alþingis- kosninga í vor í Reykjavík suður. Ráðherra brýtur á tónlistarnemum Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tíma- bært að ræða í kosningabarátt- unni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flótta- mannamál eða jafnréttismál minni- hlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hags- munaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokk- arnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannrétt- indamál eða jafnréttismál minni- hlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlut- ann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbygg- ingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsyn- legt að kosningastefna og áherslu- mál í kosningum almennt endur- spegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hags- munahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú lang- ar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordóm- um og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum inn- flytjenda ásamt til- mælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannrétt- indasam- taka að setja raunhæf lög gegn kyn- þáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin at- vinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja rétt- indi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytj- endur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábending- ar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hlið- sjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytj- endamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesend- ur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd lag- anna er líka mikilvæg fyrir mann- réttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega! Höfundur er stjórnmálafræðingur. Mannréttindi eiga að vera kosningamál Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.114.800 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.