Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 04.05.2007, Qupperneq 82
Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh- þorpinu í Rússlandi. Diskurinn inniheldur verk eftir Beethoven, Brahms og Schumann en þar leik- ur Globalis-sinfóníuhljómsveitin undir stjórn stofnanda sveitarinn- ar, Konstantin Krimets, verk Beet- hovens ásamt píanóleikaranum Martin Berkofsky en hann leik- ur síðan ásamt Einari Jóhannes- syni tvær sónötur Brahms og þrjú „fantasíustykki“ eftir Schumann. Kitezh-verkefninu var komið á fót árið 1992 til hjálpar munað- arlausum börnum í Rússlandi en þorpið er í nágrenni Moskvu. Þar búa nú börn á fósturheimilum ásamt kennurum, læknum, bænd- um, listamönnum og sálfræðing- um en árlega heimsækja tugir manna þorpið og vinna þar sjálf- boðastarf. Bakgrunnur þessara vanræktu barna er afar misjafn og oft eru þau fórnarlömb ofbeld- is. Verkefninu er ætlað að veita þeim skjól og tækifæri sem ekki bjóðast á hliðstæðum stofnunum þar í landi og hafa aðferðir hug- sjónafólksins í Kitezh borið góðan árangur. Upptökurnar voru gerðar í Moskvu og gaf listafólkið vinnu sína til þessa verðuga málefnis. Styrkur í austurátt Kl. 12.00 Málþing um stjórnarmyndanir á vegum Sagn- fræðingafélags Íslands, Stofnunar um stjórn- sýslu og stjórnmál og Morgunblaðsins. Guðni Th. Jóhannesson, Helgi Skúli Kjartansson, Agnes Bragadóttir og Stefanía Óskarsdóttir ræða um horfurnar í komandi kosningum. Oddi, stofa 101. Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rog- ers, Lífstakturinn. Landlist hefur lengi verið mik- ilvæg grein innnan sjónlistanna enda stendur hún á fornum meiði. Við hliðina á rúnaristum og mál- verkum á stein eru til úr fornöld risastórar myndir sem þekja stór svæði og verða vart greind í heild sinni nema úr loft. Ástralski skúlptúristinn Andr- ew Rogers hefur um nokkurra ára skeið lagt stund á verk af þessu tagi: með risastórum grjót- görðum sem hann kallar á enskri tungu geoglyphs eða jarðrúnir. Hann lætur sér ekki starfsstöð í einu landi duga heldur vinnur að verki sem teygir sig um alla jarð- arkringluna. Það er í tólf þáttum og nú eru sjö orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri. Ævintýrið hófst í Arava-eyði- mörkinni í Ísrael í mars 1999 þar sem hann reisti fjögur úti- listaverk. Næst í röðinni var eitt mesta þurrkasvæði jarðar, Ata- cama-eyðimörkin í Chile, og fljót- lega á eftir fylgdu Cerro Rico- fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástr- alíu, Akureyri og nágrenni sem hann vann í september síðasta ár og mánuði síðar Góbí-eyðimörk- in í Kína. Í framtíðinni verða steingarðar reistir á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu. Þegar verkefn- inu lýkur munu yfir 5.000 manns í sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn. Samheitið á þessu jarð- listarverkefni er Lífstakturinn (Rhythms of Life) og samanstend- ur hvert myndverk vanalega af þremur steingörðum eða táknum. Tvö táknin tengjast viðkomandi svæði og af fornum meiði. Yfir- leitt eru táknin í sjónmáli hvert frá öðru. Flest eru reist utan al- faraleiða. Andrew Rogers hafði haft auga- stað á Íslandi fyrir verkefni sitt. Hann hefur átt gott samstarf við heimamenn um staðarval fyrir verkin þrjú enda verða slík mann- virki ekki reist nema í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað. Bæði súla Yoko Ono, Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson og Áfangar eftir Richard Serra setja stóran svip á Viðey við Reykjavík. Eins er með Macy eftir Paul MacCartney á Héraði. Þessi útilistaverk verða kennileiti í landslagi og draga að sér gesti, bæði innlenda og er- lenda, ef rétt er á haldið í kynn- ingu. Eins og á öðrum stöðun var gengið út frá því að reistar yrðu þrjár táknmyndir, önnur tákn- myndin sem varð fyrir valinu er Akureyrarörninn og hin forn rún sem táknar Nú. Örninn er í Hlíð- arfjalli, rúnin Nú efst á Vaðla- heiði og Lífstakturinn í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má auðveldlega greina táknin sem eru komin til að vera; þegar verkunum var lokið leigði Rogers þyrlu eins og venja hans er og lét skrásetja garðana með aðstoð Páls Stefánssonar ljósmyndara. Fimmtán barnshaf- andi konur á Akureyri sem aug- lýst var eftir voru ljósmyndaðar í bak og fyrir ofan á Lífstaktinum og létu þær ekki hitastigið, fimm gráður, aftra sér frá því að veita afkvæminu hlutdeild í ódauðlegu listaverki. Sýningin í Listasafn- inu á Akureyri er fyrsta almenna yfirlitssýningin á verkefninu. Listasafnið á Akureyri hefur gefið út 140 síðna bók um jarð- listaverkefnið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Ak- ureyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin þar sem verkefninu eru gerð heildræn skil og fer hún í alþjóðlega dreif- ingu. Greinarhöfundar eru Hann- es Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnsins, og hinn virti bandaríski gagnrýnandi Lilly Wei. Tveir ástralskir kvikmynda- tökumenn fylgdu Rogers eftir hvert fótmál við gerð verkanna þriggja á Akureyri, en gerðar hafa verið heimildarmyndir um hvert og eitt þessara verkefna hans. Afraksturinn er hálftíma mynd um gerð verkanna og mannlífið á Akureyri og verður hún frumsýnd í Sjónvarpinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.35. Þá hefur Discovery Channel fest kaup á þáttunum og verða þeir teknir til sýninga um allan heim. Sýningin stendur uppi í Lista- safni Akureyrar til 24. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.