Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 15.06.2007, Síða 25
- leggur heiminn að vörum þér Kaffið frá Ricardo Rosales er aftur komið til okkar. Eins og í fyrra er þetta kaffi ljúft og hunangsmjúkt með ávæning af kakói og kryddi. Fæst í öllum helstu matvöruverslunum og á kaffihúsum Kaffitárs: H 2 hö nn un NY UPPSKERA! -Kringlunni -Bankastræti -Þjóðminjasafni -Listasafni Íslands -Reykjanesbæ -Flugstöð Leifs Eiríkssonar Kristín Jóhannesdóttir hefur verið hótelstjóri á Hótel Ólafsvík í tvö ár og segir ferðamanna- strauminn til Ólafsvíkur hafa aukist á þeim tíma en myndi gjarnan vilja sjá fleiri Íslendinga á hótelinu. „Við erum með stúdíóíbúðir sem fjölskyldur sækja dálítið í enda hentar það vel fyrir hjón með börn því þá geta þau séð um sinn eigin morgunmat og slíkt,“ segir Kristín og bætir því við að á hótelinu séu 48 herbergi og þar af nítján stúdíóíbúðir. Allt hótelið var tekið í gegn árið 2005 og því mjög nýlegt og snyrtilegt. „Við erum með veitingasal sem tekur allt að hundrað manns í sæti og bar með stórri verönd þar sem er útsýni yfir höfnina í Ólafsvík. Það er mjög notaleg stemning hérna og fólki líður almennt mjög vel hér,“ segir Kristín sem hefur búið í Ólafsvík frá barnsaldri. „Við erum með tilboð í sumar fyrir hópa þar sem boðið er upp á kvöldverð, gistingu og hvalaskoðun og stílum þar sérstaklega inn á Íslendingana,“ segir Kristín. Kristín lætur lesendum Fréttablaðsins í té upp- skrift að skötuselsrétti sem hefur verið mjög vinsæll á veitingastað hótelsins. Vann Kristín hann í sam- starfi við matreiðslumann hótelsins, Davíð Guð- mundsson. Uppskriftina má sjá á síðu 2. Vill sjá fleiri Íslendinga 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.