Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 40
15. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið heilsa&útivist
Björg Magnúsdóttir er kraftmik-
il ung kona. Hún er háskólanemi,
blaðamaður á Blaðinu og lánasjóðs-
fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands.
„Varðandi næringarlega heilsu
mína drekk ég mikið af hinu unaðs-
lega, íslenska vatni,“ segir Björg,
aðspurð hvað hún geri sér til heilsu-
bótar. „Ég hendi líka í mig ómældu
magni af exótískum ávöxtum sem
móðir mín kær hefur skorið ofan
í mig frá fæðingu. Svo fæ ég mér
reglulega rauðvínsglas á síðkvöld-
um, fyrir hjartað.“
Líkamleg hreyfing hefur minnk-
að með árunum að sögn Bjargar en
hún segist þó fara út að skokka eða
ganga reglulega. „Einu sinni þótti
ég liðtæk í knattspyrnu með stórlið-
inu FH og átti auðvitað góða spretti
í kúluvarpi og spjótkasti vel fyrir
aldamót.“
„Annars þykir mér mikilvægt að
huga að andlegri heilsu. Að henni
verður best hlúð með lífsmottói
mínu sem miðar að því að umgang-
ast einungis skemmtilegt fólk. Ég
hef fulla trú á að það muni fleyta
mér langt í lífinu.“ thorunn@frettabladid.is
Að umgangast skemmtilegt
fólk hlúir að andlegri heilsu
Björg Magnúsdóttir fær
sér rauðvín fyrir hjartað á
síðkvöldum og telur mik-
ilvægt að vera í kringum
skemmtilegt fólk.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Unglingar sem sofa út um
helgar gætu átt það á hættu
að upplifa flugþreytu á
mánudegi. Samkvæmt nýj-
ustu rannsóknum geta þeir
sem fara seint að sofa um
helgar og sofa út næsta dag
ruglað lífsklukkunni, rétt
eins og fólk gerir þegar það
ferðast til annarra landa.
Dæmigert svefnmynst-
ur unglinga er þannig að
þeir sofna of seint á virkum
dögum en reyna svo að bæta
upp svefninn um helgar með
því að sofa lengur. Þetta
hefur þau áhrif að þeir eru
þreyttir á mánudögum og
einbeitingin í lágmarki sem
hefur áhrif á námsárangur-
inn. Best er að fara alltaf að
sofa á sama tíma og vakna á
sama tíma. - keþ
Óhollt að sofa
út um helgar
Sýklayf sem gefin eru börn-
um á fyrsta æviárinu auka
gífurlega líkurnar á því að
þau fái asma fyrir sjö ára
aldur. Þetta er niðurstaða
rannsóknar sem gerð var í
háskólanum við Manitoba í
Winnipeg í Kanada.
„Börn sem höfðu fengið
sýklalyfjameðferð oftar en
fjórum sinnum voru tvisv-
ar sinnum líklegri til að þróa
með sér asma,“ segir Anita
Kozyrskyj sem stýrði rann-
sókninni ásamt samstarfs-
mönnum sínum. -keþ
Sýklalyf auka
hættu á asma