Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 48

Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 48
BLS. 12 | sirkus | 15. JÚNÍ 2007 STJÖRNURNAR SKINU SKÆRT Á FRUM- SÝNINGU SHREK 3 Í LONDON. Cameron Diaz í miklu stuði C ameron Diaz og Justin Tim-berlake sýndu og sönnuðu að þau eru góðir vinir þrátt fyrir sambandsslitin þegar þau birtust saman á frumsýningu teiknimyndarinnar Shrek 3 í London. Leikkonan var í miklu stuði á opnuninni og gaf aðdá- endum sínum góðan tíma á milli þess sem hún gantaðist við með- leikara sína. Cameron og Justin höfðu verið saman frá árinu 2003 þegar fréttir skyndilega bárust af skilnaði þeirra. Mikill stjörnu- fans prýðir teiknimyndina Shrek en auk Cameron og Justins ljá Antonio Banderas, Mike Myers og Rupert Everett söguhetjunum raddir sínar. Stjörnurnar mættu með hundana Gleymdi buxunum Leikkonan breska Sienna Miller hefur löngum verið leiðandi í tískuheiminum þótt hún þyki afar umdeild. Ekki fékk hún mörg stig fyrir þennan klæðnað sem hún birtist í á labbinu úti á götu með vini sínum. Sienna virðist hreinlega hafa gleymt að fara í buxur nema þær leynist þarna einhvers staðar undir skyrtunni. Hún þarf samt ekkert að skammast sín því hún er flott í öllu. SÆT SAMAN Shrek ásamt Cameron sem ljær prinsessunni rödd sína. GÓÐIR VINIR Ekki er annað hægt að sjá en að Cameron og Justin Timberlake séu góðir vinir þótt þau hafi slitið fjögurra ára sambandi sínu. MIKE MYERS Leikarinn gaf aðdáendum sínum góðan tíma. Stjörnur og hundavinir voru áberandi á hundafata- tískusýningu sem haldin var í New York á dögunum. Bethany Frankel úr The Apprentice mætti í bikiníinu einu fata á tískusýningu í New York á dögunum. Bethany, sem hefur gert það gott sem kokkur eftir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum, virðist eitthvað hafa misskilið boðið en lét sem ekkert væri og sló á létta strengi. Aðrir frægir gestir voru meðal annars leikkonan Hayden Panettiere úr Heroes sem mætti með sæta hundinn sinn. Hayden er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni The Guiding Light en hefur verið að slá hægt og rólega í gegn í Hollywood. Nýjasti piparsveinninn, hinn ítalskættaði Lorenzo Borghese var einnig á meðal gesta og mætti með lítinn hvítan hund upp á arminn. REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.