Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 60
Ég hef allt frá því að ég man eftir mér verið hrifinn af mávum. Kannski er það vegna þess að ég er utan af landi og oft lék ég mér niðri við höfn og sá hversu listilega þeir geta orðið sér úti um æti og bjargað sér úr ólíkleg- ustu aðstæðum. Eftir að ég flutti í höfuðborgina hef ég stöku sinn- um rölt niður að tjörn og rifjað upp gömul kynni við þessa klunnalegu en þó sjarmerandi fugla. Mér stóð því ekki á sama þegar borgaryfirvöld í Reykjavík hófu annað sumarið í röð herferð til að „hreinsa“ borgina af mávum með skipulegri „eyðingu“ þeirra, svo notuð séu orð tiltektarmannanna sjálfra. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur flokk- að máva með tyggjóklessum og glerbrotum – óþrifnaði sem verði að hreinsa höfuðborgina af. Af lýs- ingunum að dæma er ekki auðvelt að greina að hér sé fjallað um lif- andi verur. Auðvitað eru skiptar skoðanir um ágæti máva og ég get vel skilið að ekki séu allir jafn hrifnir af þeim og ég. Svo er hins vegar um margt annað og réttlætir með engu að skotvopn séu hafin á loft í nafni tiltektar. Nýjustu tíðindin af þessari þráhyggjukenndu bar- áttu komu um daginn þegar greint var frá tilraunaverkefni, sem gengur út á að gefa mávum eitr- aða brauðmola og snúa þá svo úr hálslið þegar þeir eru sofnaðir. Að- gerðin er sögð sársaukalaus. Ég sé ekki alveg í hverju „tilraunin“ felst og bíð líka spenntur að heyra af niðurstöðum hennar. Þetta átak Gísla Marteins minn- ir mig á atriði úr Fóstbræðrum. Afi gamli var orðinn vandamál og eftir miklar vangaveltur þótti besta lausnin að aka með hann út fyrir bæinn og skjóta hann. Ég held að við séum frekar illa stödd hér á okkar litla Íslandi þegar vandamálin eru leyst að sið Kan- anna með skotvopnum. Ég veit ekki með aðra en ég ætla niður að tjörn um helgina að gefa mávum brauðmola og leggja þeim þannig lið í stöðugri lífsbaráttu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.