Fréttablaðið

Date
  • previous monthJune 2007next month
    MoTuWeThFrSaSu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Fréttablaðið - 15.06.2007, Page 64

Fréttablaðið - 15.06.2007, Page 64
Á miðvikudagskvöld birtist á vef- ritinu Kistunni grein eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing. Þar greinir Sigurður frá viðskipt- um sínum við dómnefnd í Háskóla Íslands sem tók til skoðunar tvær bækur Sigurðar sem hann lagði fram í fyrra til mats sem doktors- verkefni. Dómnefndin sem skipuð var Lofti Guttormssyni prófessor, Gunnþórunni Guðmundsdóttur að- júnkt og Einari Hreinssyni sagn- fræðingi sendi frá sér álit fyrir stuttu þar sem ritum Sigurðar er hafnað og þau harðlega gagnrýnd. Þessa niðurstöðu kveðst Sigurður hafa heyrt úti í bæ og honum hafi við eftirgrennslan borist álitið frá óskyldum aðilum áður en honum var birt það. Nefndarmenn hafi því brugðist trúnaði. Í grein sinni tínir Sigurður fleira til um störf heim- spekideildar og sagnfræðiskorar sem hann telur ámælisvert. Þar nefnir hann að þeir Loftur Gutt- ormsson hafi eldað grátt silfur um árabil. Sigurður hafi gagnrýnt sagnfræðiskor lengi og þar hafi Loftur helst verið til andsvara. Sig- urður segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að Loftur sæti í nefndinni og hann því ekki getað nýtt andmælarétt sinn. Sigurður Gylfi hefur um langt árabil verið gagnrýninn og staðið í deilum við starfsbræður sína. Hann heldur fram einsögurann- sóknum, rannsóknum sem bein- ast að þröngri sneið í tíma og stað. Rit hans Fortíðardraumar (2004) og Sjálfssögur (2005) lýsa þessari rannsóknarstefnu. Í vor kom frá honum safn ritgerða Sögustríð, en hann telur sig standa í stríði við ríkjandi stefnu í rannsóknaraðferð- um innan Háskóla Íslands. Gengur hann svo langt í greinargerð sinni á Kistunni að halda því fram að ósk sín um að dómnefnd á vegum sagnfræðiskorar legði mat á rit sín hafi í raun verið próf á hlutdrægni sem ríki þar á bæ. Hann hafi ekk- ert með doktorspróf frá Háskól- anum að gera enda sé hann doktor frá Ameríku og eigi að auki tilbúna doktorsritgerð í handraðanum um alþýðumenningu á Íslandi. Dómnefndin er óvenju harðorð í umsögn sinni en álit hennar má lesa í heild í kjölfar greinar Sig- urðar á Kistunni. Þar segir m.a. að ritin tvö séu sjálfstæð verk og dugi ekki saman sem grundvöllur. Talað er um „alvarlega vankanta“ á framlagi erlendra fræðimanna til einsögurannsókna; umfjöllun um fyrri rannsóknir sé „gloppótt og full af illa studdum fullyrðingum“. Talað er um „alhæfingar sem stand- ast ekki“, skilgreiningar á hugtök- um séu „ómarkvissar“. „Óskýrleiki í framsetningu og ófullnægjandi úrvinnsla setur víða mark á text- ann, jafnvel heila kafla.“ Margt fleira er tínt til og rökstyður dóm- nefndin álit sitt rækilega. Sigurður bregst til varna. Greinar- gerð hans fylgir bréf lögmanns hans Daggar Pálsdóttur. Þar er þess krafist að dómnefndarálit sé dæmt ógilt og ný og óvilhöll nefnd skipuð. Annars verði Háskólinn sóttur til saka á öðrum vettvangi. Deilur um dómnefndarálit hafa áður borist út fyrir veggi Háskól- ans. Ásakanir um trúnaðarbrest virðast í þessu tilviki eiga við rök að styðjast og eru alvarlegar. Deildarráð hefur óskað rök- stuðnings frá sagnfræðiskor fyrir vali á Lofti Guttormssyni í dóm- nefndina. Var fundað í skorinni 11. júní sl. en rökstuðningur var ekki frágenginn en það mun gert næstu daga. Harkaleg deila í uppsiglingu Sýningar haustsins komnar í sölu á www.leikhusid.is Afhending Grímuverðlaunanna í kvöld! „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 160. tölublað (15.06.2007)
https://timarit.is/issue/277458

Link to this page: 64
https://timarit.is/page/3966822

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

160. tölublað (15.06.2007)

Actions: