Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 4

Fréttablaðið - 16.08.2007, Side 4
 Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps er allt annað en ánægð með nokkur atriði sem fram koma í greinargerð Ríkis- endurskoðunar um kaup og end- urnýjun á Grímseyjarferju. Að sama skapi er Ríkisendur- skoðun allt annað en ánægð með gagnrýni Grímseyinga og „getur á engan hátt fallist á þá efnis- legu gagnrýni sem fram kemur í yfirlýsingu sveitarstjórnarinn- ar.“ Í yfirlýsingu sveitarstjórnar frá á þriðjudag er því vísað á bug að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við að ferjan Oleain Arann skyldi keypt til að leysa eldri Grímseyjarferju af hólmi. Þvert á móti hafi vilji þeirra komið skýrt fram í sam- tölum, símtölum og tölvupóst- um. Engu að síður kemur fram í yfirlýsingu Grímseyinga að þeir féllust á kaupin. Grímseyingar mótmæla að í greinargerð Ríkisendurskoðun- ar sé vitnað til síðbúinna krafna þeirra um endurbætur á skipinu. Þeir viðurkenna þó að hafa sett fram kröfur eftir að ákveðið var að ráðast í kaupin en að þær hafi aðallega snúist um öryggisbún- að, aðbúnað farþega og innra skipulag. Í athugasemd Ríkisendurskoð- unar segir ljóst að töluverður hluti þeirra aukaverka, sem nú standa yfir, á eftir að vinna eða taka afstöðu til, sé til kominn vegna krafna Grímseyinga eftir að kaup voru gerð og verksamn- ingur undirritaður. Er meðal annars nefnt að Grímseyingar hafi krafist endurnýjun á þiljum og innréttingum íbúða áhafnar, kýraugu á neðri farþegasal, plasthurðir í efri farþegasal, fullkomið sjónvarps- og hljóð- kerfi og flugstóla í efra farþega- rými. Grímseyingar vildu flugstóla á efra þilfar Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps og Ríkisendurskoðun greinir á um hvort Gríms- eyingar hafi lýst sig hlynnta kaupum á nýju ferjunni eða ekki. Ríkisendurskoð- un segir töluverðan hluta aukaverka til kominn vegna krafna Grímseyinga. Hrönn Greips- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri SPRON Factoring. Hrönn starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Hótel Sögu frá árinu 1998 til 2007. Þar áður starfaði Hrönn hjá Ferðaskrifstofu Úrvals-Útsýn frá árinu 1987 til 1995. Hrönn er viðskiptafræðing- ur frá Háskóla Íslands og lauk MBA í fjármálafræðum frá CASS 1997. Hrönn er gift Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni og eiga þau þrjár dætur. SPRON Factoring er í eigu SPRON, Sparisjóðs Keflavíkur og annarra smærri fjárfesta. Nýr framkvæmdastjóri: Hrönn til SPRON Factoring Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að kröfu hjúkrun- arfræðings um ógildingu á tilfærslu hans í starfi skyldi vísað frá. Er héraðsdómi gert að taka ógildingarkröfuna til efnislegrar meðferðar. Hjúkrunarfræðingur- inn, sem er kona, hafði verið færður til í starfi á Landspítala háskólasjúkrahúsi eftir að karlkyns samstarfsmaður hafði kvartað undan kynferðislegri áreitni. Dómkröfur konunnar voru þær að ógild yrði sú ákvörðun að færa hana til í starfi. Þeim þætti vísaði héraðsdómur frá, en gerði LSH að greiða henni hálfa milljón króna. Dómur héraðs- dóms ógiltur Öryrkjabandalagið fer fram á að úttekt verði gerð á aðgengi hreyfihamlaðra um borð í nýju Grímseyjarferjunni og að samráð verði haft við bandalagið um nauðsynlegar endurbætur. Stjórnvöldum ber að tryggja hreyfihömluðum greiðan aðgang að ferjum á borð við Grímseyjarferj- una. Í skilningi reglugerðar þar að lútandi eru hreyfihamlaðir þeir sem eiga í sérstökum erfiðleikum með að nota almenningssamgöngur, til dæmis, aldraðir, fatlaðir, þungað- ar konur og fólk með lítil börn. Aðgengi og ör- yggi fyrir alla Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Gæða sængur og heilsukoddar. Kristján Möller sam- gönguráðherra og Jón Rögnvalds- son vegamálastjóri hafa báðir efa- semdir um að rétt sé að ferjusiglingar á vegum ríkisins heyri undir Vegagerðina. „Ég er hugsi yfir hvort ferjur eigi að vera vistaðar hjá Vega- gerðinni, hvort þeim sé ekki betur komið hjá Siglingastofnun,“ sagði Kristján Möller á þriðjudag og bætti við að flutningur mála- flokksins verði tekinn til skoðun- ar. „Þetta er réttmæt spurning og við höfum lengi velt þessu fyrir okkur,“ segir Jón Rögnvaldsson. „Ferjureksturinn er mjög annars eðlis en það sem við fáumst við svona almennt þannig að þetta er mál sem er virkilega vert að hug- leiða.“ Siglt er á sex ferjuleiðum á vegum ríkisins og á ríkið þrjár ferjur; Herjólf, Hríseyjarferjuna Sævar og Grímseyjarferjuna Sæfara. Ferjusiglingar hafa verið á for- ræði Vegagerðarinnar í um fimmt- án ár en heyrðu áður undir fjár- málaráðuneytið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.