Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 8
 Sjónvarpið og Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, hafa gert samkomulag um að standa saman að framleiðslu leikins íslensks sjónvarpsefnis á næstu þremur árum, og hyggjast verja 200 til 300 milljónum til þess á tímabilinu. Áherslan verður á sjónvarpsþáttaraðir, og er gert ráð fyrir því að Sjónvarpið muni kaupa tvær þáttaraðir á ári af sjálfstæðum framleiðendum, segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV. Sjónvarpið mun verja ákveðinni upphæð til hvers verkefnis, og mun Björgólfur tvöfalda þá upphæð samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær. Leikið íslenskt sjónvarpsefni er sú listgrein sem hefur orðið hvað mest útundan, enda afar dýr í framleiðslu, segir Páll. Því sé það fagnaðarefni að tekist hafi að fá öflugan stuðning við verkefnið. „Ég sé fyrir mér að við séum ekki bara að framleiða þetta fyrir íslenska sjónvarpið, við ætlum í útrás líka. Við erum að búa til sterka atvinnugrein með þeim aðilum sem hafa lagt þetta nám fyrir sig,“ sagði Björgólfur á kynningarfundi í gær. Undir það tók Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. „Við viljum skila þessu til íslenskra áhorfenda, og selja þetta utan. Þetta er okkar markmið, við viljum verða góð í þessu. [...] Vonandi verðum við eins og Danirnir, farin að keppa um Emmy-verðlaunin einhvern tímann síðar.“ Stefna á útrás með íslensku þættina NÓVEMBER TILBOÐ TIL SAFNKORTSHAFA Safnkortstilboðin færðu á næstu N1 þjónustustöð. Upplýsingar um Safnkortið og Safnkortstilboðin er að finna á www.n1.is. Frábær mynd á DVD með þeim Tobey Maguire og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum. 490 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Punktar gilda tvöfalt x2 Spiderman 3 DVD Vr. 89159406 Fullt verð: 2.490 kr. Tilboðið gildir til 31.12. 2007 eða á meðan birgðir endast. Remington sléttujárn Hágæða keramik og teflon sléttujárn sem hitnar á 60 sekúndum. Sléttujárnið er með tvöfaldri vörn og hitnar í 200°C. Snúningsvörn á snúru, frálagsstandur, upphengilykkja og hitaþolinn geymslupoki með sér hólfi fyrir snúru. 2.490 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Punktar gilda þrefalt x3 Fullt verð: 5.490 kr. Tilboðið gildir til 31.12. 2007 eða á meðan birgðir endast.Vr. 85069591 Lítill og nettur Winsta ferðageislaspilari sem spilar CD/MP3/CD-R/RW. Spilarinn er með LCD skjá og hristivörn. 0 kr. auk 1000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Punktar gilda fjórfalt x4 Ferðageislaspilari Fullt verð: 3.990 kr. Tilboðið gildir til 31.12. 2007 eða á meðan birgðir endast.Vr. 81835532 Vr. 82158072 Hara systur CD 0 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Fullt verð: 1.990 kr. Tilboðið gildir til 31.12. 2007 eða á meðan birgðir endast. Frábær geisladiskur frá HARA systrum en þær hafa unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Á þessum geisladisk er að finna lög eftir marga af helstu lagasmiðum landsins. Punktar gilda tvöfalt x2 Bara x3 Búðu til þitt eigið jólakort, veldu útlit á www.hanspetersen.is og settu inn texta og mynd. Hans Petersen framkallar 40 kort í stærðinni 10x20 cm á hágæða Kodak pappír. Öllum kortum fylgir umslag. 2.490 kr. auk 1000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Sérprentuð jólakort 40 stk. Fullt verð: 5.490 kr. Tilboðið gildir til 31.12. 2007 eða á meðan birgðir endast.Vr. 85060623 Punktar gilda þrefalt Kynjakvótar og staða jafnréttis á Norðurlöndum voru umræðuefni í upphafi Kynja- fræðiþings á vegum rannsóknar- stofu í kvenna- og kynjafræðum. Spurt var hvort kynjakvótar gætu reynst hjálpartæki í stöðnuðu jafnréttisumhverfi Norðurlanda. Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi, hefur rannsakað kynjakvóta víða um heim og telur að þeir geti hjálpað, þótt þeir valdi ekki byltingu í jafnréttis- málum. „Ég legg ríka áherslu á að konur eigi jafnmarga fulltrúa og karlar á þingi og annars staðar. Ég geri það af lýðræðislegum ástæðum og af því að konur í háum embættum eru mikilvægar fyrirmyndir,“ sagði Dahlerup. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, sat í pallborði með Dahlrup og hún benti á að það hefði lítil áhrif á jafnréttisbaráttuna ef konurnar sem veljast í embætti vinna ekki markvisst að málstað kvenna. Þá myndu kynjakvótar helst gagnast sjálfstæðiskonum, en þær væru ekki þekktar fyrir að vinna að hagsmunum kvenna. Dahlerup er sammála því að femínískar áhersl- ur séu mikilvægar. „Ég tel að framgangur femín- isma sé mikilvægur en ég tel líka í lagi að skilja þessi markmið í sundur. Karlar ættu til dæmis að hjálpa til við að ná femínískum markmiðum. Mitt markmið er fyrst og fremst að fjölga konum, líka íhaldssöm- um konum, því ég tel að þær eigi rétt á því að segja það sem þær vilja segja, jafnvel þótt það hagn- ist ekki öðrum konum. Ef þær komast ekki að, þá höfum við bara íhaldssama karla, og hvort ætli sé betra? Ég hef trú á því að konur breyti umræðunni og breyti við- horfum karlanna sem þær starfa með.“ Dahlerup telur að kynjakvótar í stjórnmálaflokkum muni gefa góða raun á Norðurlöndum, þá ekki síst Danmörku og Íslandi, sem hún kallar glerþakslöndin. Þar hefur minnstur árangur náðst og á Íslandi hefur orðið afturför. „Það mikilvægasta er að staðna ekki. Norðurlöndin eru fyrirmynd- in og allir vænta þess að við gerum eitthvað, að við finnum lausn á kynbundnum launamuni svo dæmi sé tekið. Við höfum haft lög um launajafnrétti í tugi ára en fátt hefur breyst. Við höfum setið föst í stjórnsýslulegum útfærslum en vantar nýja kvennahreyfingu, grasrótarhreyfingu sem kemur hlutunum aftur af stað.“ Afturför í íslenskri jafnréttisbaráttu Á kynjafræðiþingi var rætt um stöðnun jafnréttisbaráttunnar á Norðurlöndun- um. Sífellt fleiri ríki taka fram úr hægum framfaraskrefum Norðurlanda. Próf- essor í stjórnmálafræði telur kynjakvóta geta komið ríkjunum aftur á skrið. Hver hefur afþakkað laun fyrir leik sinn í Stundinni okkar? Hvað heitir skólinn í Finn- landi þar sem byssumaður skaut átta til bana? Hver hefur verið útnefndur besti leikmaður fyrstu sjö umferðanna í úrvalsdeild karla í handbolta? Hæstiréttur hefur ógilt úrskurð Héraðsdóms Vestfjarða í máli karlmanns vegna þess að hann kom aldrei fyrir þann dómara sem dæmdi í málinu. Maðurinn var sakfelld- ur í héraðsdómi fyrir að hafa ruðst inn á heimili konu og tveggja stúlkna, káfað á annarri stúlkunni og reynt að klæða hina úr buxunum. Aðalmeðferð málsins fór fram í héraðsdómi í janúar í fyrra, en brotin áttu sér stað árið 2002. Héraðsdómarinn fór hins vegar í frí áður en dómur var kveðinn upp og fór skýrslugjöf og málflutningur fram að nýju hjá dómaranum sem tók við málinu. Það var gert í janúar á þessu ári. Maðurinn sem ákærður var kaus að mæta ekki til þinghalds- ins þegar það var tekið fyrir öðru sinni. Að honum fjarstöddum var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi og auk þess að greiða 400.000 krónur í skaðabætur og tæplega 900.000 krónur í sakarkostnað. Úrskurðinum var áfrýjað til Hæstaréttar, og krafðist maður- inn þess að málinu yrði vísað frá héraðsdómi eða að dómurinn yrði ómerktur og vísað aftur í hérað. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði mátt fella dóm á málið án þess að ákærði hefði komið fyrir þann dómara sem dæmdi í málinu. Dómurinn var því ómerktur og vísað aftur til héraðs. Kom aldrei fyrir dómarann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.