Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 13
Um tvö hundruð manns hafa þegar
tekið símanúmer frá Nova í notkun
til prófunar á 3G-sambandi fjar-
skiptafélagsins. Tilvonandi við-
skiptavinir félagsins munu fá
númer sem byrja á 770 eða flytja
með sér númer frá öðru fyrirtæki.
Formleg starfsemi Nova er þó
ekki hafin. Stefnt er á að það verði
fyrir árslok. „Við munum prófa
kerfið með þessum notendahópi í
eina til tvær vikur í viðbót. Í kjöl-
farið á því sjáum við hvort það er
orðið nógu gott til að hefja þjón-
ustu. Endanleg dagsetning er ekki
komin en við verðum tilbúin fyrir
jólin,“ segir Liv Bergþórsdóttir,
framkvæmdastjóri Nova.
Í fyrsta áfanga mun 3G-samband
Nova ná til höfuðborgarsvæðisins
og Reykjaness. Í lok næsta árs er
svo ætlunin að félagið nái til áttatíu
prósenta landsmanna. Frá upphafi
mun það þó geta boðið GSM-sam-
band um allt land, með samningum
við Vodafone og Símann.
Nova er í eigu Novators, fjárfest-
ingarfélags Björgólfs Thors
Björgólfssonar.
Novanúmerin 770 virk
Heimsmarkaðverð á olíu stökk
yfir 96 dali á tunnu í gær eftir
nokkra lækkun í fyrradag. Verð á
tunnu rauk í rúma 98 dali á tunnu á
miðvikudag sem er hæsta verð
sem nokkru sinni hefur sést á
svarta gullinu og stefnir það hrað-
byri að 100 dala múrnum.
Olíuverðið hefur stigið jafnt og
þétt í tæp fjögur ár, en við upphaf
árs 2004 stóð það við 30 dali á
tunnu og sló öll met um miðjan júlí
á síðasta ári þegar það fór yfir 78
dali á tunnu. Reyndar virtist sem
verðþróunin væri að snúast við í
byrjun þessa árs þegar það féll
hratt. Þróunin varði hins vegar í
skamman tíma því verðmiðinn á
svarta gullinu tók snarpan kipp
þegar leið á vorið.
Olíuverð ná-
lægt 100 dölum
Morgan Stanley mælir með að fjár-
festar selji í Kaupþingi og kaupi í
norska bankanum DnB. Þetta
kemur fram í nýrri greiningu frá
bankanum.
Sérfræðingar bankans segja
fjárfesta þurfa að vera vara um sig
vegna óróleika á mörkuðum og að
Kaupþing sé áhættusöm fjárfest-
ing. Af bönkum á Norðurlöndum,
mælir Morgan Stanley einnig með
að fólk selji í SEB og Nordea. Bank-
inn mælir hins vegar með að fjár-
festar kaupi í DnB og Swedbank.
Bestar segir Morgan Stanley
horfurnar vera á bankamarkaði í
Noregi, en verstar í Danmörku.
Hvorki Kaupþing né aðrir grein-
endur vildu tjá sig um greiningu
Morgan Stanley í dag en þess má
þó geta að gengi Kaupþings hefur
lækkað um tæp tíu prósent frá því
á mánudag og því komið niður í, og
rúmlega það sem Morgan stanley
vill sjá gengi bankans í.
Mæla með sölu
Kaupþingsbréfa
Lækkanahrinan hélt áfram á
alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum
í gær, ekki síst í Bandaríkjunum en
gengi hlutabréfavísitalna þar hefur
ekki mælst lægra síðan í niður-
sveiflu á fjármálamörkuðum fyrir
tveimur mánuðum. Dýfan hér er
dýpri en þá enda hefur lokagengi
Úrvalsvísitölunnar ekki verið
lægra síðan snemma í febrúar.
Lykillinn að lækkunum vikunnar
liggur líkt og fyrri daginn í slæm-
um uppgjörum fjármálafyrirtækja
og gríðarhárra afskrifta úr bókum
banka í Bandaríkjunum vegna van-
skila á svokölluðum
undirmálslánum. Bloomberg bend-
ir á að enn eigi eftir að harðna í ári
vestanhafs, ekki síst hjá veðlána-
risum á borð við Fannie Mae.
Upplýsingatæknigeirinn vestan-
hafs tók sömuleiðis á sig skell undir
vikulokin eftir að Ben Bernanke,
seðlabankastjóri landsins, sagði
frammi fyrir efnahagsnefnd banda-
ríska þingsins á fimmtudag að útlit
væri fyrir að fjármálakrísan muni
smita út frá sér. Í ofanálag benda
gögn um smásöluverslun til þess að
neytendur hafi haldið að sér hönd-
um upp á síðkastið, ekki síst í lægri
tekjuflokkum, en talsverðar líkur
eru á að það muni draga úr hag-
vexti vestanhafs á þessum síðasta
fjórðungi ársins.
Vikan endaði með titringi
KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. isKIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU.
KIA CARENS
Nýi fjölnotabíllinn frá Kia er kominn og sameinar glæsilegt útlit,
sveigjanlegt rými og frábæra aksturseiginleika. Kia Carens rúmar
allt að sjö manns og býður upp á endalausa notkunarmöguleika.
Og nú, vegna hagstæðra samninga við birgja, getum við boðið
þennan frábæra bíl á einstökum kjörum.
Ríkulegur staðalbúnaður:
• ABS og EBD hemlakerfi
• ESP stöðugleikastýring
• Álfelgur
• Bakkskynjari
• Loftkæling
• 3ja punkta öryggisbelti fyrir sjö farþega
• Hraðastillir
• Aksturstölva
• Ræsitengd þjófavörn
... og margt fleira
Sjö manna Kia Carens CRDI dísil,
sjálfskiptur, 2,0 l, 140 hö.
STÓR BÍLL
LÆKKAÐ
VERÐ
TAKMARKAÐ MAGN
2.590.000. kr. Vetrardekk fylgja
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-0
7
-1
7
5
5