Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 13
Um tvö hundruð manns hafa þegar tekið símanúmer frá Nova í notkun til prófunar á 3G-sambandi fjar- skiptafélagsins. Tilvonandi við- skiptavinir félagsins munu fá númer sem byrja á 770 eða flytja með sér númer frá öðru fyrirtæki. Formleg starfsemi Nova er þó ekki hafin. Stefnt er á að það verði fyrir árslok. „Við munum prófa kerfið með þessum notendahópi í eina til tvær vikur í viðbót. Í kjöl- farið á því sjáum við hvort það er orðið nógu gott til að hefja þjón- ustu. Endanleg dagsetning er ekki komin en við verðum tilbúin fyrir jólin,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Í fyrsta áfanga mun 3G-samband Nova ná til höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness. Í lok næsta árs er svo ætlunin að félagið nái til áttatíu prósenta landsmanna. Frá upphafi mun það þó geta boðið GSM-sam- band um allt land, með samningum við Vodafone og Símann. Nova er í eigu Novators, fjárfest- ingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Novanúmerin 770 virk Heimsmarkaðverð á olíu stökk yfir 96 dali á tunnu í gær eftir nokkra lækkun í fyrradag. Verð á tunnu rauk í rúma 98 dali á tunnu á miðvikudag sem er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á svarta gullinu og stefnir það hrað- byri að 100 dala múrnum. Olíuverðið hefur stigið jafnt og þétt í tæp fjögur ár, en við upphaf árs 2004 stóð það við 30 dali á tunnu og sló öll met um miðjan júlí á síðasta ári þegar það fór yfir 78 dali á tunnu. Reyndar virtist sem verðþróunin væri að snúast við í byrjun þessa árs þegar það féll hratt. Þróunin varði hins vegar í skamman tíma því verðmiðinn á svarta gullinu tók snarpan kipp þegar leið á vorið. Olíuverð ná- lægt 100 dölum Morgan Stanley mælir með að fjár- festar selji í Kaupþingi og kaupi í norska bankanum DnB. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá bankanum. Sérfræðingar bankans segja fjárfesta þurfa að vera vara um sig vegna óróleika á mörkuðum og að Kaupþing sé áhættusöm fjárfest- ing. Af bönkum á Norðurlöndum, mælir Morgan Stanley einnig með að fólk selji í SEB og Nordea. Bank- inn mælir hins vegar með að fjár- festar kaupi í DnB og Swedbank. Bestar segir Morgan Stanley horfurnar vera á bankamarkaði í Noregi, en verstar í Danmörku. Hvorki Kaupþing né aðrir grein- endur vildu tjá sig um greiningu Morgan Stanley í dag en þess má þó geta að gengi Kaupþings hefur lækkað um tæp tíu prósent frá því á mánudag og því komið niður í, og rúmlega það sem Morgan stanley vill sjá gengi bankans í. Mæla með sölu Kaupþingsbréfa Lækkanahrinan hélt áfram á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í gær, ekki síst í Bandaríkjunum en gengi hlutabréfavísitalna þar hefur ekki mælst lægra síðan í niður- sveiflu á fjármálamörkuðum fyrir tveimur mánuðum. Dýfan hér er dýpri en þá enda hefur lokagengi Úrvalsvísitölunnar ekki verið lægra síðan snemma í febrúar. Lykillinn að lækkunum vikunnar liggur líkt og fyrri daginn í slæm- um uppgjörum fjármálafyrirtækja og gríðarhárra afskrifta úr bókum banka í Bandaríkjunum vegna van- skila á svokölluðum undirmálslánum. Bloomberg bend- ir á að enn eigi eftir að harðna í ári vestanhafs, ekki síst hjá veðlána- risum á borð við Fannie Mae. Upplýsingatæknigeirinn vestan- hafs tók sömuleiðis á sig skell undir vikulokin eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði frammi fyrir efnahagsnefnd banda- ríska þingsins á fimmtudag að útlit væri fyrir að fjármálakrísan muni smita út frá sér. Í ofanálag benda gögn um smásöluverslun til þess að neytendur hafi haldið að sér hönd- um upp á síðkastið, ekki síst í lægri tekjuflokkum, en talsverðar líkur eru á að það muni draga úr hag- vexti vestanhafs á þessum síðasta fjórðungi ársins. Vikan endaði með titringi KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. isKIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. KIA CARENS Nýi fjölnotabíllinn frá Kia er kominn og sameinar glæsilegt útlit, sveigjanlegt rými og frábæra aksturseiginleika. Kia Carens rúmar allt að sjö manns og býður upp á endalausa notkunarmöguleika. Og nú, vegna hagstæðra samninga við birgja, getum við boðið þennan frábæra bíl á einstökum kjörum. Ríkulegur staðalbúnaður: • ABS og EBD hemlakerfi • ESP stöðugleikastýring • Álfelgur • Bakkskynjari • Loftkæling • 3ja punkta öryggisbelti fyrir sjö farþega • Hraðastillir • Aksturstölva • Ræsitengd þjófavörn ... og margt fleira Sjö manna Kia Carens CRDI dísil, sjálfskiptur, 2,0 l, 140 hö. STÓR BÍLL LÆKKAÐ VERÐ TAKMARKAÐ MAGN 2.590.000. kr. Vetrardekk fylgja H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA -0 7 -1 7 5 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.